Mótun skoðana

Að vera stefnufastur/föst hefur löngum verið talin kostur og sýna að viðkomandi er traustur einstaklingur. Vissulega er þetta rétt svo langt sem það nær. Lífið er eins og á eða lækur, á stöðugri hreyfingu og það verður viss breyting á hverju augnabliki. Viðhorf okkar til einstakra mála er líka að breytast dag frá degi, með nýjum upplýsingum, ný sjónarmið opnast og svo koma inn til okkar nýjar hugsanir.

Ég hef talið mig nokkuð fastheldna og það er trúlega rétt á vissan hátt. Ég hef á undanförnum mánuðum farið í gegnum ákveðið endurmat að ýmsum viðhorfum mínum til grundvallarmála í uppbyggingu eins samfélags. Sumar breytingar hafa mér þótt réttlætanlegar, en svo eru aðrar sem ég hef átt í vissum erfiðleikum með og hafa vafist verulega fyrir mér.

Ég hef í áranna rás verið mjög fylgjandi uppbyggingu orkufreks iðnaðar á Íslandi (álfyrirtækja) og talið hann hafa gert margt gott fyrir þjóðarbúið. Held raunar að svo hafi verið til að byrja með og jafnvel lengur. Nú er ég hins vegar að draga í land með hrifningu mína á þessari tegund atvinnufyrirtækja. Nú sé komið nóg og heppilegt að fara nýjar leiðir til að koma okkar endurnýjanlegu orku í verð. Set þessar vanga veltur mínar hér inn sjálfri mér til umhugsunar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

171 dagur til jóla

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.7.): 13
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 110669

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband