27.7.2010 | 20:45
Andstaða við söluna á HS orku - ekki það sama og andstaða við erlendar fjárfestingar
Þau ykkar sem haldið því fram eruð bæði að misskilja málið og snúa út úr því. Erlendar fjárfestingar eru af hinu góða og vil viljum þær inni í landið.
Það sem þetta mál snýst um er að þjóðin sjálf/við, eigum að hafa yfirráðarétt yfir auðlindum okkar og fá af þeim arð.
Það lagaumhverfi sem er í gildi í dag, virðist götótt og ófullkomið og enn vantar að setja það skýrt í Stjórnarskrána okkar að allar auðlindir okkar séu þjóðareign.
Magmamálið snýst um að yfirráðin yfir sjálfri auðlindinni á Reykjanesinu flytjist úr landi og geti síðan gengið kaupum og sölum á markaði eins og hver önnur vara.
Þarna er á ferðinni orka sem vel er hægt að eyða upp á tillögulega skömmum tíma. Það eru settar stórar spurningar við umgengni erlendra auðjöfra við slíkar auðlindir.
Olíuslysið á Mexíkóflóa er ekki meðmæli með því að miskunnarlausir peningamenn stýri slíkum verkefnum.
Umgengni við náttúruna er stórt mál og þegar við verðum orðin aðilar að ESB mun hin ískalda peningahyggja víkja fyrir strangari reglum um náttúruvernd
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
171 dagur til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.7.): 13
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 110669
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góðar athugasemdir.
Úrsúla Jünemann, 27.7.2010 kl. 21:58
Takk fyrir það Úrsúla
Hólmfríður Bjarnadóttir, 27.7.2010 kl. 22:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.