Fagna upphafi aðildarviðræðna við ESB

Ég fagna því sérstaklega að viðræðurnar séu fornmlega hafnar. Það hef ég gert við hvert formlegt skref í þessu mikilvæga ferli.

Ég tel að það sé okkar eini raunhæfi kostur í stöðunni að leita samninga við ESB. Er líka sannfærð um að ef við hefðum verið komin þarna inn, gengið inn í kjölfar EES samningsins.

Þá hefðum við sloppið við Hrun en fengið þessi í stað efnahagslægð eins og okkar nágrannalönd. Þá væri hér hvorki upplausnarástand, né landflótti, ekkert ICESAVE eða gengistryggð lán, ekki bankakreppa né útrásarvíkingar og síðast en ekki síst, ekki verðtrygging eða okurvextir.

Sérstaklega fagnaði ég þó þann dag sem Alþingi Íslendinga samþykkti að sækja um aðlid að ESB. Þá var haldin veisla á mínu heimili.

Fyrir mig var það og er von um nýtt og betra líf á Íslandi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hefðum við sloppið við hrun, svona eins og Írland? Þar er staðan að verða verri en hér og fá teikn á lofti um bata. Samt eru þeir í Evrópusambandinu og evruna.

Hefðum við fengið "efnahagslægð" eins og Finnland? Þar er nú meiri samdráttur en í kreppunni miklu og í kreppunni fyrir 20 árum við fall Sovétsins. Hvorki meira né minna.

Hefðum við sloppið við fólksflótta eins og Bretland og Þýskaland? Í fréttum Sky fyrir helgi var sagt frá umræðum á breska þinginu um yfirvofandi fólksflótta næstu árin sem gæti orðið 120 þús. manns á ári. Mest ungt menntað fólk. Nýjar tölur þýsku hagstofunnar sýna fólksfækkun upp á 300 þús. manns á einu ári.

Athugaðu að ég geri það viljandi að nefna ekki PIIGS ríkin, þau verst settu, sem dæmi hér að framan.

Ekkert Icesave, engin bankakreppa og engir útrásarvíkingar! Ertu að grínast? Það er einmitt aðild okkar að EES, með fjórfrelsinu dásamaða, sem gerða bönkum mögulegt að blása út á erlendri grundu. Það er jarðvegur útrásarinnar. Vera Íslands í ESB hefði í engu hamlað ruglinu, enda mesti skaðvaldurinn lögbrot eigenda bankanna.

Svo er það spurning um að leita samninga. Um hvað? ESB verður ekki breytt fyrir Ísland, það hafa helstu leiðtogar margoft sagt okkur.

Svo í lokin ein ágæt regla: Ef einhver segir "okkar eini raunhæfi kostur" þá er hann/hún a.m.k. með annað augað lokað. Það eru alltaf fleiri kostur en einn í hverri stöðu, sama hversu slæm hún kann að virðast.

Haraldur (IP-tala skráð) 26.7.2010 kl. 17:11

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Ég veit ekki til þass að neitt af þeim löndum sem þú nefnir standi nú í rústum sins samfélags eins og við gerum. Þessi lönd sem þú nefnir eru öll inna ESB og hafa því það bakland við að styðjast með einum eða öðrum hætti. Þú talar um aðild okkar að EES samningnum hafi valdið Hruninu. Það var ekki sjálf aðildin sem því olli, heldur sá skortur á setningu regluverks sem því fylgdi og valin var af misvitrun Íslanskum stjórnmálamönnummeð Davíð Oddsson í broddi fylkingar.

Hefðum við gengið alla leið inn í ESB 1994-5, þá hefðum við ekki lent í  Hruninu en fengið þessi í stað efnahagslægð eins og okkar nágrannalönd. Þá væri hér hvorki upplausnarástand, né landflótti, ekkert ICESAVE eða gengistryggð lán, ekki bankakreppa né útrásarvíkingar og síðast en ekki síst, ekki verðtrygging eða okurvextir.

VIð munum falla vel inn í regluverk ESB og okkar gömlu atvinnugreinar landbúnaður og sjávarútvegur munu koma vel út eftir inngöngu, svo ekki sé talað um allt hitt.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 26.7.2010 kl. 17:29

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

ESB aðild mun auk þess gjörbreyta stöðu dreyfbýlisins til hins betra og það verður trúlega mesti "skellurinn" fyrir ykkur andstæðingana.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 26.7.2010 kl. 17:30

4 identicon

Sæl aftur Hólmfríður.

Ertu nokkuð með annað augað lokað?

Ég segi hvergi að EES samningurinn hafi valdið hruninu, þú verður að lesa betur. Aðeins að fjórfrelsið sem af honum leiddi hafi verið "jarðvegur útrásarinnar" og tek sérstaklega fram að stóri skaðinn sé vegna lögbrota eigenda bankanna. Ekkert regluverk getur útilokað lögbrot sem framin eru af ásetningi.

Þarna er ég að benda á að vera í ESB hefði ekki afstýrt neinu hruni, ekkert frekar en að það hefði komið í veg fyrir Icesave. Það er aldeilis ekki það sama og að kenna samningnum um evrópska efnahagssvæðið um bankahrunið.


Sannaðu til, á sama tíma að ári verður staðan á Íslandi betri en bæði í Finnlandi og á Írlandi (svo ekki sé talað um hin jaðarríkin). Þú gerðir vel í því að skoða vandlega opinberar hagtölur frá þessum löndum áður en þú dásamar Evrópuríkið frekar. Þá kemstu að því að sumar rústanna eru engu skárri en okkar og útlitið miklu dekkra.

Og ekki gleyma að þetta snýst ekki bara um peninga og efnahagsmál.

Haraldur (IP-tala skráð) 26.7.2010 kl. 17:49

5 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sæll Haraldur

Ég hef sennilega ekki verið nægilega sýr varðandi EES samninginn og Útrásarævintýrið. Það var ekki EES samningurinn sem slíkur og í raun ekki heldur hið svokallaða fjórfrelsi sem olli Hruninu.

Það var ófullkomið regluverk hér heima og sú arfavitlausa frjálshyggjutilraun sem hér var sett af stað eftir að bankarnir höfðu verið afhentir vildarvinum.

Sú ákvörðun að gefa bankana hefði EKKERT með EES samninginn að gera. Það var sú gríðarlega opnun sem leyfð var og skortur á virku eftirliti  sem leiddi svo til Hrunsins. Rannsóknarskýrslan segir okkur einmitt þetta.

Þegar bankastjórar Kaupþings óskuðu eftir að gera upp í Evrum, munu reiðiópin í Davíð hafa glumið um nærliggjandi sali. Ekki var heldur farið fram á að bankarnir stofnuðu dótturfyrirtæki í viðkomandi löndum í kringum innlánasöfn sín sem hefði þá þýtt innistæðu ábyrgð þarlends Seðlabanka.

Hefðum við gengið inn í ESB 1994-5 þá hefði hin arfavitlausa frjálshyggjutilraun Davíðs aldrei verið gerð og Seðlabanki Evrópu  hefði haft eftirlit með fjármálakerfinu hér. Bankarnir hefðu ekki verið gefnir o. s. frv

Það  sem þú ert að horfa á með stöðuna í Finnlandi og Írlandi er væntanlega um hagtölur ríkjanna og ert þar að vísa til að krónan okkar munu sveiflast í "hagstæða" átt fyrir það Exelskjal.

Þá vil ég á móti benda þér og fleirum á að LÍFSKJÖR ALMENNINGS HÉR Á LANDI hafa hrapað eins og laust grjót í Óshlíðinni í rigningu, meðan LÍFSKJÖR ALMENNINGS Í FINNLANDI, Á ÍRLANDI OG Í FLEIRI ESB LÖNDUM hafa rýrnað óverulega, þrátt fyrir KREPPUNA.

Hvað segir það ykkur ESB andstæðingar, ég bara spyr. Þið talið og skrifið eins og við aðildarsinnar lesum okkur ekki til og fylgjumst með fréttum af umheiminum.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 26.7.2010 kl. 20:25

6 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þegar ég tala um Davíð í færslunni hér að ofan er ég að sjálfsögðu að meina Davíð Oddsson fv forsætisráðherra og Seðlabankastjóra

Hólmfríður Bjarnadóttir, 26.7.2010 kl. 20:27

7 Smámynd: K.H.S.

Er nú Guðni kominn á kopp hjá ykkur hinum yfirskilvitlegu ( allt veit eg best og betur en aðrir og,ég er miklu klárari en allir hinir. Hinir bara rugla og fara með þvælu) . Þegar EES samningurinn var í bígerð voru þínum líkir í stellingum eins og nú en þá alveg á móti enda ekki með spýtuna. Fyrst var það Jón Baldvin og drykklufélagi hanns Uffe Ellemann (sem voru þá að slá út Boris Jeltsyn í drykkjulátum á reglulegum ráðamannamótum). Þá skyldi ekki setja á að hausti heldur skera og flá í von um svipaðar afleiðingar fyrir þá sjálfa. Grandvör Alþýðuflokkskona um áraraðir snérist og gekk í Framsóknarflokkinn. Hún skýrði haltasta hanann í hænsnabúrinu Uffe Ellermann. Hún snéri hann úr hálsliðnum og sleit í honum mænuna þegar hún hafði pínt hann að lyst. Sauð hann síðan í súpu og gaf svínunum. En það var þá og nú boðar þú betri tíma með gulli og grænum skógum. Bara að trúa loddaranum.Ganga í ESB og láta aðra bera okkar byrðar. Við höldum síðan áfram í brækjunni. "Lifðu heil í þínum þvættingi."

K.H.S., 31.7.2010 kl. 06:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

171 dagur til jóla

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.7.): 13
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 110669

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband