Bjartur í Sumarhúsum og auðlindirnar

Mikið er skrifað um aðlindirnar okkar og Magmasamninginn. Þar er talað um fávisku og fiflaskap á báða bóga.  Þau okkar sem erum andsnúin samningnum erum talin andlega skyld Bjarti í Sumarhúsum sem hafi bara verið asni og fifl.

Hver er asni og hver er fífl, það finnst mér ekki skipta máli, heldur hitt að þjóðin þarf nauðsynlega að njóta arðs af sínum auðlindum. Það hefur ekkert með það að gera, að  erlent fjármagn megi ekki koma inn í landið til að byggja upp og eða koma að fjárfestingum með einhverjum hætti.

Lagaumhverfi þessara mála er ófullnægjandi og að því er virðist með þannig götum að erlendir fjárfestar geta náð til sín yfirráðum og þar með arðinum af auðlindunum.

Svo er önnur hlið á þessum málum sem eru umhverfismálin. Það verður að vera tryggt að stjórnvöld hér geti haft með höndum eftirlit með nýtingu auðlindanna. Að ekki sé á þær gengið og um þær gengið að þær beinlínis skaðist/eyðist upp.

Bankarnir okkar áttu að vera góð tekjulind fyrir þjóðarbúið og um þá átti að ganga af heiðarleika. Hvað gerðist, eftirlitsþátturinn og brást algjörlega og allt hrundi.

Ég sé það fyrir mér þegar Ísland verður komið inni í ESB, að umhverfismálin verði tekin fyrir af enn meiri festu en nú er. Þá væri skelfilegt að hafa klúðrað yfirráðum yfir hluta auðlindanna og ekki væri unnt að gripa inn í næstu áratugina.

Með arðinum af auðlindunum eigum við að geta byggt hér upp gott þjóðfélag jafnaðar og réttlætis. Og um fram allt, við viljum vera hluti heimsbyggðarinnar, þjóð meðal þjóða.

Bjartur í Sumarhúsum var ekki að hugsa svona - hann vildi ekki utanaðkomandi hjálp og hann hefði ekki viljað útlenda peninga. Hann var þrjóskur afdalamaður, barn síns tíma og afar þröngsýnn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Hólmfríður, er ekki komið að því að þjóðinn fái góða uppskeru, af fiskimiðunum sínum.

Hafskip LÍÚ eru að fiska hér upp í fjöru sama afla eða minni, (bolfiskafli Íslendinga er ca. 300.000 tonn) heldur en SKARFAR eru að veiða fyrir Kínverska fiskimenn.  Þetta er orðinn þjóðarskömm,

er ekki mál að vakna.

Aðalsteinn Agnarsson, 26.7.2010 kl. 02:55

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Eins og ég hef áður sagt/skrifað hér á þessari síðu, þá er verið að endurskoða löggjöfina um stjórn fiskveiða við Ísland. Á því sviði er þjóðin vöknuð sem betur fer. Við fáum svo væntanlega að greiða atkvæði um þá niðurstöðu sem þar verður. Þetta er stórt mál og kostar mikla yfirlegu.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 26.7.2010 kl. 04:10

3 identicon

Það getur verið að þjóðin sé eins og Bjartur í Sumarhúsum.  Ég er nú ekki svo andsnúinn þeirri líkingu.  En fólk sem kallar okkur Bjart, verður að lesa söguna í heild sinni og ákveða svo hvaða sögupersónu þau líkjast í bókinni;)  Það voru nefninlega fleiri sögupersónur í bókinni en aðeins Bjartur.  

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 26.7.2010 kl. 08:53

4 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Mér finnst kannski óþarfi að fara í djúpa söguskoðun á Laxnes.

Það sem við þurfum að gera er að skilja á milli gamalla tilfinninga um það að landið okkar sé okkar eini nafli og líta á heiminn eins og hann er í dag þar sem fólk, vörur, peningar og upplýsingar geta óhindrað ferðast milli heimshluta, að sjálfsögðu eftir samþykktu sameiginlegu fyrirkomulagi. Við erum nú þegar hluti af þessu flæði (ef frá eru talin tímabundin vandræði v/Hrunsins) og við viljum vera það áfram, líka þau okkar sem telja sig vera á móti ESB aðild

Hólmfríður Bjarnadóttir, 26.7.2010 kl. 16:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

171 dagur til jóla

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.7.): 13
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 110669

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband