Hvað gerist þegar AGS skrúfar fyrir kranann - svör óskast??

"Halda menn virkilega að AGS og Norðurlöndin munu halda áfram að dæla hér inn sparifé útlendinga til að halda Íslendingum utan við ESB?"  Spyr Andri Geir á eyjunni.

Þetta er afar þörf spurning og brýnt að bera hana fram. Fróðlegt verður líka að lesa svörum sem hljóta að berast í bílförmum miðað við þann fjölda sem virðist halda „að þetta reddist“ þegar búið verði að losa okkur við AGS. Svör óskast - með rökum og tillögum.

Og Andri Geir segir ennfremur: "70% þjóðarinnar er fullviss um að svona muni þetta reddast í framtíðinni."

Ég er ein af þeim „svartsýnu“ sem trúi ekki lengur á Íslensku reddinguna.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Ég segi, þá verðum við að nýta fiskimiðinn á skynsamlegri hátt en gert  er í dag.

Aðalsteinn Agnarsson, 24.7.2010 kl. 23:01

2 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Það sem gerist að mínu áliti Hólmfríður er að við losnum undan kúgun AGS. Við eigum margar auðlindir en það gagnast ekki bara að eiga þær við þurfum að nýta þær. Við erum ekki nema um 300.000 þús. manns hérna og við getum alveg brauðfætt okkur sjálf.

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 25.7.2010 kl. 00:51

3 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Af hverju heyri ég bara bergmál frá þér Hólmfriður? Þú bergmálar spurningar og fullyrðingar annarra en hefur sjálf lítið til málanna að leggja. Aðeins einhverja draumóra um evru og lága vexti. En þú hlýtur að gera þér grein fyrir að skuldum vafin þjóð getur ekki vænst sömu efnahagslegu gæða og þær sem betur standa, jafnvel þótt við gengjum í ESB. Um mörg ókomin ár verðum við að súpa seyðið af afleiðingum kreppunnar. Það mun ekkert breytast. Við munum þurfa að greiða lán AGS að fullu plús Icesave að fullu ef við göngum í ESB. Það er fórnarkostnaðurinn sem Samfylkingin vill greiða fyrir aðildina. Og það er ástæðan fyrir að svo illa miðar við endurreisnina. Allur hinn pólitíski slagkraftur fer í þetta ótímabæra aðlögunarferli. Finnst þér það kannski eðlilegt að núna næstum 2 árum frá hruni þá skuli vofa yfir okkur annað og endanlegt bankahrun? En við hverju er að búast af verkkvíðnum forsætisráðherra sem hefur hvorki andlegt né líkamlegt atgerfi til að gegna stöðu þjóðarleiðtoga. það þarf einhver að segja Jóhönnu að ESB hafi breytzt síðan við gerðum EES samninginn og þessar aðildarviðræður snúast ekki um að klára þau 20% sem vantar uppá að innleiða ESB löggjöfina. Þetta snýst ekki heldur um efnahagslegan stöðugleika. Aðild að ESB er pólitísk ákvörðun og snýst um afsal á sjálfsákvörðunarrétti okkar sem fullvalda ríkis. ESB er mikið í mun að innlima þennan útvörð í norðri. Það mun styrkja bandalagið landfræðilega með tilliti til rússa og kínverja ekki síður en bandaríkjanna. Og það munm veikja stöðu norðmanna að standa utan ESB ef við göngum inn. En þið heilalausa samfylkingarfólkið eruð ekkert að velta fyrir ykkur pólitískum veruleika. Er það nokkuð?

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 25.7.2010 kl. 01:18

4 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Það sem ég set inn á þessa síðu er svo sannarlega mínar skoðanir. Það vill bara svo vel til að ég á fullt af skoðanabræðrum og systrum. Því vitna ég í þeirra færslur og það er ekkert bergmál í því fólgið af minni hálfu.

Þegar AGS og Norðurlandaþjóðirnar leggja okkur til gjaldeyrisforða til að halda verðgildi okkar handónýtu krónu uppi með gjaldeyrishöftum, á því verðgildi sem hún er í dag.

Þegar því sleppir sem Sólveig kallar kúgun AGS, mun krónan okkar falla eins og steinn og lífskjör okkar með. Lánstraust okkar verður enn lakara en það er í dag, vaxtakjör okkar erlendis munu líka versna. Verðlag á allri innfluttri vöru mun þjóta upp. Mikið af okkar dýrmætustu fyrirtækjum munu flýja land og mikið af fólki á vinnualdri sömuleiðis. Gjaldeyristekjur munu minnka og þá er stutt í skömmtun á ýmsum þeim vörum sem við teljum til nauðsynja í dag.

Hvað sem fólki finnst um inngöngu í ESB, er ég ansi hrædd um að við höfum bara ekki annan kost í stöðunni en að ganga þar inn, fá tengingu á krónunni við evruna og taka þann gjaldmiðil síðan upp.

Það mun að mínu áliti þýða að unnt verður að halda okkar lífskjörum nokkuð í horfinu og þjóðin ætti að vinna sig út úr vandanum á nokkrum árum.

Við mundum komast á mun sléttari sjó og geta markað okkur stefnu til uppbyggingar til einhverra ára í senn.

Það mundi strax hægja á landflótta fólks og fyrirtækja, námsmenn munu líka sjá framtíð í því að snúa heim og vonandi eitthvað af öllu því fólki sem þegar er farið og er á förum.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 25.7.2010 kl. 01:59

5 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Hólmfríður þó við gengum í ESB þá munu líða áratugir þar til við myndum geta notað  Evru. Við myndum hugsnalega missa fleira ungt fólk frá okkur líka. Svo að lokum og það sem skiptir mesta máli er það að við myndum færa þeim auðlindir okkar á silfurfati. Við Íslendingar erum nokkuð sjálfbær, við getum séð um okkur sjálf og þurfum ekki að selja okkur öðrum á vald.

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 25.7.2010 kl. 02:18

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég held að þú mættir rifja upp hve margar af þjóðum þessa draumbandalgs eru undir náð AGS akkúrat nú og líka þær, sem eru á leið þangað. Dugir ekki til fyrir Grikki, sem þarf að beila út af bandalaginu sjálfu í ofanálag. Skilyrt er það þó hjá ESB, því þeir verða að kaupa vopn af Frökkum, Bretum og Hollendingum fyrir svipaða upphæð í staðinn. 

Það hefur svosem lítið upp á sig að  benda þér og trúsytkinum þínum á svona sannleikskorn. Ekki frekar en öðru ofsatrúarfólki.

Jón Steinar Ragnarsson, 25.7.2010 kl. 02:27

7 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sólveig. Við mundum fá tengingu við Evruna og þann kost hafa Danir hjá sér. Upptaka Evrunar er sameiginleg ákvörðun ESB og þess aðildarlands sem óskar að taka hana upp.

Jón Steinar. Veit vel að það eru efnahagsvandræði víðar en hér hjá okkur, er ekki að frétta af því núna.

Það sem þú kallar"ofsatrú" hjá okkur ESB sinnum, er kölluð heilbrigð skynsemi á mínu heimili og að horfast í augu við staðreyndir.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 25.7.2010 kl. 02:48

8 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Hólmfríður hverslags hræðsluáróður er þetta eiginlega? Afhverju ætti krónan að þurfa að falla eitthvað frekar þótt við segjum okkur frá frekari aðstoð AGS? Við höfum lifað við fastgengisstefnu og höft áður og munum geta það aftur þegar handleiðslu AGS sleppir. Það eru meira að segja uppi skoðanir um að krónunni sé viljandi haldið lægri en vera þarf til að auka viðskiptaafgang. Og það eru líka deildar meiningar um þessi gjaldeyrislán. Það er engin þörf á svona gríðarsterkum varagjaldeyrissjóð þegar genginu er handstýrt. Og þessi atgerfisflótti er ekki vegna krónunnar, hann er fyrst og fremst vegna efnahagsaðgerða að kröfu AGS. Svo sem skattpíningar og skerðingar á þjónustu svo ég tali ekki um úrræðaleysi við að koma framleiðslu og fjárfestingu í gang. Við getum hiklaust aukið fiskveiðar um 100 þúsund tonn ef ríkisstjórnin væri ekki í þessu fjárans aðildarferli og við gætum afnumið verðtryggingu og lækkað vexti ef Már væri ekki eins og hundur í bandi AGS og evrópska seðlabankans. Sannleikurinn er nefnilega sá að vandi okkar liggur í hugmyndasnauðum og kjarklausum stjórnmála og embættismönnum sem hafa enga aðra framtíðarsýn en varpa ábyrgðinni af hruninu á næstu kynslóðir á meðan þetta lið styrkir sína eigin stöðu í draumi um betra líf undir stjórn Þýskra og franskra sósialista

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 25.7.2010 kl. 02:48

9 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þú er greinilega ekki að meta stöðuna rétt Jóhannes og ert þar að auki með alskyns draumóra eins og að hægt sé að afnema verðtrygginguna og lækka vexti bara si svona. Flest af því sem þú heldur fram er varla svara vert, það er svo óralangt frá raunveruleikanum.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 25.7.2010 kl. 04:04

10 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sólveig Mikil er hræðslan við nágranna okkar þegar fólk heldur því fram í fullri alvöru að þjóðin muni sættasig það léleg lífskjör að það sé talið nægilegt að geta "brauðfætt sig". Við eigu að gera meiri kröfur til lífsgjæða en svo. Og til að ná að auka lífskjör almennings í þessu landi (ekki bara einhverra forréttindahópa) verðum viðað taka þátt í okkar nærsamfélagi meðal þjóða. Að hræða okkur með missi auðlindanna er ekki raunhæft. Við inngöngu í ESB tel ég að möguleikar okkar til að halda auðlindunum muni aukast til muna. Miðað við núverandi stöðu sveitarfálaga og annarra aðila sem eru að höndla með auðlindirnar okkar, eru "góðar" líkur á því að okkur takist að klúðra þeim málum hressilega

Þessu rök þín Sólveig halda því hvorki vatni né vindi, en eru hreinn áróður ættaður frá öfgasinnum á hægri eða vinstri væng stjórnmálanna.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 25.7.2010 kl. 04:40

11 identicon

Alveg sammála þér hérna Hólmfríður.

Lausnin er ESB.  Af hverju?  Vegna þess að samvinna við önnur ríki er framtíð okkar og allra annara ríkja í heiminum.  Allt staðar er samvinna að aukast.  Ríki eiga ekki að loka sig af.  Það eru til ansi mörg dæmi um lönd sem vilja loka sig af og "redda" sér.  Það hefur sýnt sig að það gengur ekki upp til lengdar.  ESB er bandalag þar sem ríkin hafa ákveðið að taka sameiginlega á málunum og sameinast um hagsmuni í staðin fyrir að deila um hagsmuni. 

Við verðum einnig að spyrja okkur hverju við erum sjálf að tapa með því að ganga í ESB.  Erum við að missa húsið okkar, vinnuna eða hvað?  Eða eru aðallega tilfinningarök sem ráða ríkjum?

Ef við erum í ESB hvernig getur þá verið að við munum missa fullveldið?  Við látum af hendi ákvarðanatöku til sameiginlegrar ákvarðanatöku ríkja Evrópu.  Þeirri ákvarðanatöku munum við tilheyra.  Við sjálf komum ekki sjálf að neinni ákvarðanatöku hér á landi nema þá þingmenn, ráðherrar og aðrir í stjórnsýsunni.  Þeir munu missa hluta af sínu fullveldi.  Ekki við.  Mér finnst það hreint út sagt frábært.

Ég hef búið í ESB ríki í nærri 9 ár.  Ég fæ ekki skilið þennan áróður hér á landi gegn ESB.  Hann er hreint út sagt óskiljanlegur.  Það er furðurlegt hvað það tekur stuttan tíma fyrir fólk að gleyma því hvernig ástandið var hér fyrir ekki svo mörgum árum síðan.

Þetta er óttinn við hið óþekkta.  Alveg klárlega.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 25.7.2010 kl. 05:36

12 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Þurfum við ekki að læra fyrst, að sameinast um okkar eigin hagsmuni, td. í sjávarútvegi ?

Geta útlendingar haft vit fyrir okkur núna, frekar en á miðöldum.

Aðalsteinn Agnarsson, 25.7.2010 kl. 10:56

13 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sæll Stefán

Óttinn við hið óþekkta hefur lengi hamlað framförum og gerir enn. Við erum einmitt sjálf í þannig krísu, ég meina þá sem eru HRÆDDIR við að ganga í ESB.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 25.7.2010 kl. 13:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

171 dagur til jóla

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.7.): 13
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 110669

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband