23.7.2010 | 22:26
Umræðu - (ó)listin á netinu
Guðmundur Gunnarsson faðir Bjarkar tónlistarmanns, tekur umræðusiði á Íslandi fyrir í góðri grein á Eyjunni. Vitnað hann þar í rógsskrif og skítkast sem Björk dóttir hans hefur orðið fyrir í kjölfar aðgerða hennar í Magma málinu. Eftir að hafa tekið þátt í umræðum á netinu í rúm 2 ár, tek ég heilshugar undir með GG um þá ósiði sem hér viðgangast.
Nafnlausu skrifin eru skelfileg og einnig hvernig fólk vogar sér undur nafni og með mynd, sem oft er ekkert í ætt við þá persónu sem skrifar, að skrifa hverskonar bull og vitleysu um annað fólk, fyrirtæki og stofnanir.
Hvers vegna er ekki strangara aðhald og meiri kröfur um vandaðan málflutning, að staðreyndum sé ekki beinlínis snúið á haus og annað eftir því. Nú verður æpt um ritskoðun og skoðanakúgun.
Hver og einn hefur rétt á að koma sínum skoðunum á framfæri og ekki má setja skorður við slíku. Ekki er verið með neinum hætti að bregða fæti fyrir skoðanaskipti, þó málfar verði bætt og háttvísi aukin.
Bullið níðið og skíturinn eru að mínu áliti ekki "skoðanir" heldur beinlínis sett fram til að skemma, hræða, hæða og særa. Slíkt þarf nauðsynlega að hreinsa út.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:29 | Facebook
Um bloggið
171 dagur til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.7.): 13
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 110669
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.