Baráttan um auðlindirnar á Íslandi

Kvótinn í sjávarútveginum - Magmamálið - skuldavandi Orkuveitu Reykjavíkur - yfirskuldsett sveitarfélög víða um land - Allt þetta eru svo stór grundvallarmál fyrir okkur Íslendinga að verið getur að sum okkar hafi hreinlega ekki hugmyndaflug til að hugsa þau til fulls.

Hvar verðum við stödd þegar búið verður að selja, veðsetja eða missa með öðrum hætti þessar dýrmætu auðlindir okkar. Þessar auðlindir sem eiga að geta aflað stöðugra tekna í okkar sameiginlega sjóð.

Við blátt áfram verðum að standa vaktina með öllum tiltækum ráðum, svo auðjöfrar (þjóðerni skiptir ekki máli) geti ekki sogað til sín arðinn um ókomna framtíð, meðan almenningur í landinu má búa við léleg lífskjör.

Þetta mál er allt of stórt til þess að við getum leyft okkur að jagast um það eins og hvert annað dægurmál. Leyft okkur að kasta skít hvert í annað, rakkað niður stjórnmálamenn/flokka eða almenna borgara. Við verðum að endurheimta auðlindirnar, setja haldbær lög um auðlindirnar og koma skýrum ákvæðum í stjórnarskrána okkar að þjóðin/við sjálf eigum þær.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét Sigurðardóttir

Stuttur og skorinortur kjarni málsins. Flott.

Margrét Sigurðardóttir, 23.7.2010 kl. 13:02

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Takk Margrét

Hólmfríður Bjarnadóttir, 27.7.2010 kl. 22:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

171 dagur til jóla

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.7.): 13
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 110669

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband