21.7.2010 | 13:14
Viljum við stöðugann gjaldmiðil?
Þetta er sú spurning sem við verðum hvert og eitt að spyrja okkur í fullri einlægni og svara henni síðan af algjörri hreinskilni. Ef við útilokum alla aðra hugsun og leggjum þessa spurningu fram við þannig aðstæður, er ég næsta viss um að við viljum öll stöðugan gjaldmiðil. Svarið er JÁ
Þegar það svar liggur fyrir, þá er næst að leita eftir leiðum til að ná þessu takmarki. Er einhver möguleiki á að við getum við núverandi aðstæður, náð því með krónunni okkar litlu. Margir yppta öxlum og segja bara "þetta reddast". Tími reddinganna er liðinn og nú tekur alvaran við. Lánskjör fyrir landið okkar eru afar óhagstæð. Viðskipti við útlönd geta verið í hættu til lengri tíma litið. Fólk og fyrirtæki eru þegar byrjuð að flýja land og það mun aukast. Lífskjör með krónu munu hnigna ár frá ári. Svarið er NEI
Aðeins með ESB aðild fær Ísland stuðning Evrópska Seðlabankans og aðeins þannig fær landið stöðugan gjaldmiðil (fyrst krónu innan EMR-2 vikmarka og síðan evru) og þannig aðgang að fjármálamörkuðum á viðunandi kjörum og innan ásættanlegs tímaramma. Þannig verður óvissunni eytt.
Þá fyrst er hægt að hefja hér markvissa uppbyggingu og lagfæra lífskjörin.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:22 | Facebook
Um bloggið
171 dagur til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.7.): 13
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 110669
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.