Að draga aðildarumsókn að ESB til baka - galin hugmynd

Ásmundur Daði  skrifaði grein í Moggann um helgina um nauðsyn þess að draga umsóknina um aðild að ESB til baka. Hann hefur þar verið að skrifa fyrir afturhaldssinnana í sveitinni og slá sér upp í leiðinni. Hann er einn af þeim bændum landsins sem búið er að hræða árum saman með ESB grýlunni.

"Þú munt hafa það enn verra hjá þeim en okkur", hafa sláturleyfishafar sönglað látlaust og veifað lágu verði á því kjöti sem farið hefur í útflutning.

Bændur og margt annað fólk út um allt land hafa trúað þessum áróðri og líka vitað sem er að kjörin máttu ekki versna enn frekar, þá væru þau hin sömu komin endanlega á hausinn.

Þetta blessað fólk hefur trúað á Kaupfélagið sitt áratugum saman og finnst skelfilegt að hugsa um einhvern aðila úti í heimi sem eigi að koma í staðinn fyrir Kaupfélagið, sem sagt útlend yfirráð ( betra að díla við yfirráðin í Kaupfélaginu heima).

En auðvitað erum við hluti af hinum stóra heimi og verðum það áfram. Kaupfélag eða ekki Kaupfélag – um það snýst ekki lífið.

Málið er að við tökum þátt í nútímanum með nágrönnum okkar, en mokum okkur ekki aftur inn í moldarkofana.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

30 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband