Það hefur aldrei mátt gefa fiskinn í sjónum. Tel nokkuð einsýnt að upphafleg áform þáverandi stjórnvalda hafi verið að afhenda nýtingarréttinn, ekki sjálfan fiskinn um ókomin ár.
Í áranna rás hafa svo útgerðarmenn seilst lengra og lengra með ýmsum lagaklækjum, dómar hafa gengið sem hafa skapað erfðarétt, rétt til skipta við hjónaskilnaði og fjármálastofnanir hafa tekið veð í veiðiréttinum og svo framvegis.
Nú þegar nýtingarétturinn að orkunni á Suðurnesjum er seldur til Magma Energy, er umræðan um innköllun veiðiréttarins við Ísland orðin mjög hávær og vinna hafin í þeim tilgangi.
Þjóðin er sem sagt vöknuð um mikilvægi sinna auðlinda og það er vel. Minni á að mikil umræða var um Vatnalögin í vor. Að selja nýtingarrétt til 65 ára með möguleika á öðrum 65 eru samtals 130 ár. Það er bara of mikið til almenningur sætti sig við slíkt.
Mikið vantar á að heilstæð lög svo ekki sé talað um ákvæði í stjórnarskrá um óskoraðan eignarétt Íslenska ríkisins að auðlindum þessa lands.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:22 | Facebook
Um bloggið
30 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.