17.7.2010 | 22:46
Úthafsrækja tekin úr kvóta
Rétt ákvörðun hjá Sjávarútvegsráðherra og eingin rök fyrir því að úthluta kvóta í tegund sem ekki er nýtt. Útgerðarmenn reiðir og þá er það bara þannig. Við hin verðum líka stundum reið þegar ákvarðanir eru teknar af stjórnvöldum, mörg nýleg dæmi um slíkt.
En að sem verið er að opinbera með þessu er auðvitað að veiðiheimildirnar eru ekki "eign" einstakra útgerða. Þeim var hinsvegar afhentur veiðirétturinn - afnotin af auðlindinni.
Svo við líkjum þessu við Magma þá er afnotaréttur auðlinda HS orku afhentur Magma til ákveðins tíma, að vísu gegn gjaldi. Afnotarétt útgerða á Íslandi (sem í upphafi var gefinn) er hinsvegar hægt að innkalla hvenær sem er, þar sem enginn samningur er til um ákveðinn nýtingartíma (svo ég viti)
Magma er að því leiti enn alvarlegra en kvótinn sem er þó grafalvarlegt mál.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:49 | Facebook
Um bloggið
31 dagur til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
http://www.svipan.is/?p=9265
Kvótakerfið hefur verið við lýði í yfir aldarfjórðung og því er deginum ljósara að það styttist óðum í að útgerðir fái beinan eignarrétt á kvótanum í gegnum hefðarrétt. Ekki einu sinni ákvæði í stjórnarskrá um að fiskveiðiauðlindin sé þjóðareign gæti komið í veg fyrir myndun beins eignarréttar útgerðarinnar á kvótanum. Það er vegna þess að fiskveiðiauðlindin er eitt en heimildin (þ.e. kvótinn) til að nýta hana er annað. Orkufyrirtækin eiga ekki vatnið í formi eignarréttar heldur eiga þau nýtingarréttinn á virkjun þess. Eðlismunur er því á nýtingu þessara auðlinda, vatnsorku og sjávarafla. Það eru mannréttindi og frumbyggjaréttur Íslendinga að nýta fiskimiðin en það geta vart talist mannréttindi að reisa orkuver.
Margrét Sigurðardóttir, 17.7.2010 kl. 23:20
Þarna er ég ekki sammála þér. Það var örugglega aldrei ætlunin við upphaf kvótaúthlutunar að óveiddur fiskur væri "eign" eins eða neins, annarra en þjóðarinnar.
Dómur Mannréttindadómstólsins kveður á um að veiðiréttur flokkist til mannréttinda. Það eru mannréttindi þjóðarinnar að nýta þær auðlindir sem landið býr yfir, hverjar sem þær eru.
Ef útgerðirnar eru að öðlast eignarétt á óveiddum fiski eftir 25 ár, hver verður þá staða Magma eftir alla þá áratugi sem þeirra nýtingarréttur á jarðvarma á Reykjanesi er á enda, skv núverandi kaupsamningi.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 18.7.2010 kl. 00:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.