Mikil forréttindi að eiga vegabréf frá Íslandi

Í því ófremdarástandi sem nú ríkið í þjófélaginu okkar, eru það mikil forréttindi að eiga vegabréf sem er gjaldgengt um allan heim. Þau okkar sem kjósa að yfirgefa landið og setjast að annarsstaðar á hnettinum, geta gert það óhindrað og njóta líka alls kyns réttinda sem samið hefur verið um við önnur lönd í gegnum árin.

Það er vissulega himinn og haf milli okkar aðstæðna og því sem viðgengst því miður víða um heim. Það kemur þó ekki í veg fyrir að sum okkar velja að flytja úr landi um þessar mundir. Og sem betur fer er það mögulegt án vandkvæða hvað varðar aðgengi að öðrum löndum. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

 .. og hugsaðu þér að þar sem flest lönd hafa ekki gjaldeyrishöft eins og við höfum hér á landi þá getum við unnið erlendis og greitt kostnað hér á landi!

.. og í flestum löndum eru ekki ráðherrar og fólk sem lætur sér detta það í hug að gera allt erlent vinnuafl með lögheimili í landinu að glæpamönnum og hóta því málsóknum.

Nú verðum við að vona að þær þjóðir sem hingað til hafa boðið okkur velkomin fari ekki að taka upp sömu þjóðernissinnuðu hagstjórnina og er hér á landi.

Það sem við höldum að sé sjálfsagt erlendis hefur þessi ríkisstjórn afnumið hér landi.

Lúðvík Júlíusson, 17.7.2010 kl. 04:35

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þetta sem þú ert að telja upp Lúðvík er afleiðing af þeirri firru að við gengum ekki alla leiðinn í ESB í kjölfar EES samningsins. Þess í stað var sett hér af stað fáránleg tilraun í nafni frjálshyggjunnar og allt sprakk. Það sem nú er í gangi eru neyðarráðstafanir meðan beðið er inngöngu í ESB. Þetta vita allir sem það vilja sjá og skilja

Hólmfríður Bjarnadóttir, 17.7.2010 kl. 04:59

3 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Nú þegar liðinn er svona langur tími frá hruninu þá er ekki lengur hægt að nota frjálshyggju og hrun sem afsökun.

Efnahags- og viðskiptaráðherra getur sýnt skilning og kurteisi!  Hann getur ekkert falið sig bak við frjálshyggjutilraun, hrun eða að landið sé ekki í ESB!

Það er í raun mjög langsótt að réttlæta forréttindi auðmanna í gjaldeyrishöftunum með því að hér hafi verið gerð einhverskonar frjálshyggjutilraun eða með því að landið sé ekki í ESB.  Þennan ójöfnuð er alltaf hægt að jafna!  Þessi forréttindi eru einnig andstæð við markmið haftanna og veikja krónuna.  Hvers vegna ætli það sé ekki búið að breyta þessu?

Allt erlent vinnuafl á Íslandi sem er með einhverjar fjármagnstekjur á Íslandi er skylt að skila þeim til landsins!  Annað er brot á íslenskum lögum!  -  Fáránlegri lög og reglur er varla hægt að finna.  Segjum sem svo að það þurfi ekki að skila fjármagnstekjum upp á 1 evru, eða 10 evrur... hvar liggja þá mörkin?  Hvar sleppur fólk?  Hvenær verður það að glæpamönnum?

Gylfi Magnússon er búinn að segja að kæra eigi alla þá sem brjóta lögin.  Hann gefur engan séns.

Einn jafnaðarmaður skrifaði þetta:"Gjaldeyrishöftin eru ömurleg, en mögulega nauðsyn. Það að brotið sé á þeim er sakamál og á að meðhöndla sem slíkt."

Það er eins og fólk viti ekki hvað gjaldeyrishöftin séu!

Að ekki sé búið að setja verklagsreglur eða útskýra betur hvar mörkin liggja, hvar fólk getur fundið sig öruggt, er ekki einhverri frjálshyggjutilraun að kenna eða því að við séum ekki í ESB.

Þetta er fyrst og fremst slöpp og léleg stjórnsýsla.  Það sjá allir og skilja, hvort sem menn vilja eða ekki, því augljósara getur það ekki verið.

Lúðvík Júlíusson, 17.7.2010 kl. 06:45

4 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

.. ég meina: allt erlent vinnuafl með fjármagnstekjur í heimalöndum sínum er skylt að skila þeim til landsins!

Lúðvík Júlíusson, 17.7.2010 kl. 11:15

5 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Með fullri virðingu fyrir þeim vanda sem gjaldeyrishöftin eru að valda einsökum aðilum, þá held ég að heilt yfir séu valkostir stjórnvalda ekki eins margskonar og þú telur, því miður. Það er ekki geðþótta ákvörðun einstakra manna að setja þessi höft á. Þetta er neyðarráðstöfun þar til hægt verður að koma krónuræflinum okkar í gott skjól, t.d með tengingu við evruna. Lífskjörin hér hafa lækkað svo mikið að við þjóðin mundum ekki þola að krónan hrapaði enn frekar, um hve mikið veit engin

Hólmfríður Bjarnadóttir, 17.7.2010 kl. 12:09

6 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

.. við réttlætum ekki brot með öðrum brotum.  Við lagfærum þau, það er amk skynsama og siðferðilega leiðin.

Lúðvík Júlíusson, 17.7.2010 kl. 15:12

7 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þarna ertu kominn í þrengri túlkanir á lögum um gjaldeyrishöft og auðvitað skil ég vel gremju þína vegna þess hvernig lögin eru.

Það kemur þó ekki í veg fyrir að ég meti það svo að af tvennu íllu veðri gjaldeyrishöftin að vera til staðar. Ella færu lífskjör hér aftur um marga áratugi.

Nóg er nú aðgert í þeim efnum nú þegar. Skynsemi og siðferði eru góð rök í málinu, en við borðum hvorugt og greiðum heldur ekki reikninga með þeim tilfinningum

Hólmfríður Bjarnadóttir, 17.7.2010 kl. 16:49

8 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Hólmfríður, það sem þú ert að segja er að freki meirihlutinn getur varið réttindi sín á kostnað minnihlutans til að verja sín lífskjör og til að hafa nóg til hnífs og skeiðar.  Frumskógarlögmál ultra-hægrimanna er náttúrulega bara grín, ég hefði haldið að þú vissir það.  Þessi skoðun er líka langt frá því að geta talist til þeirra grunngilda sem frjálslynd vestræn ríki byggja á þar sem réttindi minnihluta eiga að vera tryggð!

Auðvitað er aldrei hægt að réttlæta takmörkun réttinda minnihluta til að auka réttindi meirihluta.  Mismunun sem þessi á heima í sögubókunum.

Pólska zlotyið féll jafn mikið og íslenska krónan!  Pólland setti ekki á gjaldeyrishöft!  Þeir leyfðu hagkerfinu að laga sig að raunveruleikanum og síðan þá hefur pólska zlotyið styrkst og hagvöxtur er nú aftur orðinn mikill.  Lífskjör þar eru því orðin betri en þau voru fyrir hrun!

Það er einhver að hræða þig þegar hann segir þér að lífskjör færu hér aftur um marga áratugi.  Það er goðsögn sem er í raun aðeins stutt rökum hagfræðilegri þjóðernishyggju, sem er popúlísk stefna og ein elsta rót styrjalda.  Ég mæli með því að þú gleymir henni.

Ég verð satt að segja gáttaður þegar ég heyri fólk gefa fólki svona lítið vægi og sérstaklega þegar mismunun er réttlætt.  Þá er stutt í að líf sumra verði einskis virði, þá er einnig stutt í atburðarrás sem fátt skynsamt fólk myndi kjósa að fara sjálfviljugt.

Lúðvík Júlíusson, 17.7.2010 kl. 19:15

9 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Munurinn á okkur og Póllandi er að það landi er í ESB en ekki við. Það er ekki hægt að bera saman epli og appelsínur. Það er enginn að hræða mig, þetta er bara það sem liggur á borðinu.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 17.7.2010 kl. 20:11

10 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Íslenski stíllinn eftir Berg Ebba Benediktsson

Lúðvík Júlíusson, 17.7.2010 kl. 20:53

11 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Góð grein hjá Ebba - tekk fyrir að senda mér hana.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 17.7.2010 kl. 22:18

12 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

ég yrði afar þakklátur ef þú gætir sagt mér hvar ég get fundið þær upplýsingar sem þú hefur um þær gífurlega slæmu afleiðingar þess ef gjaldeyrishöftin yrðu afnumin eða ef mismununin yrði afnumin þannig að allir væru jafnir.

Lúðvík Júlíusson, 18.7.2010 kl. 19:21

13 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þú ert væntanlega að tala um flutning einstaklinga sem vinna hér við land á launum sínum til framfærslulands. Ég hafði samband við nokkra stjórnmálamenn sl vetur vegna þessa og tek heils hugar undir með þér að þarna er vissulega þröskuldur sem orsakar mismunun.

Það er sitthvað að gera breytingar á gjaldeyrishöftunum til að jafna hlut þeirra sem vinna hér og eru með fjölskyldu erlendis við stöðu þeirra sem vinna erlendis og eru með fjölskyldu hér. Hitt er að afnema gjaldeyrishöftin að fullu.

Ef það síðara yrði gert á morgun, mundi krónan falla eins og steinn og ekki nokkur leið að sjá fyrir hve langt niður hún kæmist, með skelfilegum afleiðingum fyrir allan almenning í landinu. Á eftir að finna greinar um þetta og senda þér linka.

Að halda það að hægt sé að afnema gjaldeyrishöftin að fullu er hrein blekking. Um hinn þáttinn gegnir allt öðru máli og þú veist vel hver skoðun mín er á því.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 18.7.2010 kl. 20:28

14 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þú ert væntanlega að tala um flutning einstaklinga sem vinna hér við land á launum sínum til ANNARS framfærslulands.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 18.7.2010 kl. 20:29

15 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Reglurnar krefja líka erlent vinnuafl til að skila öllum erlendum tekjum sínum til Íslands.  það er augljóst að þetta er þverbrotið, en samt er þetta í reglunum.

Reglurnar veita auðmönnum möguleika á því að skila ekki erlendum fjármagnstekjum sínum til Íslands.  Hvernig það getur það verið slæmt fyrir landið ef það yrði leiðrétt skil ég ekki.  Ég skil reyndar ekki hvers vegna þetta er í reglunum því þetta vinnur gegn markmiðum reglnanna.

Þú mátt ekki hræða þig á því hvað gerist ef gjaldeyrishöftin yrðu afnumin.  Það sem myndi gerast væri að mikið af fjármagni myndi leita út og lækka krónuna, en lækkun krónunnar myndi líka virki sem segull á erlent fjármagn á móti og að innlendir aðilar myndu flytja erlendar eignir sínar til landsins.  Þetta er ekki bara á einn veg.

Erlendar skuldir myndu einnig lækka við afnám haftanna þar sem erlendar eignir myndu fara út á miklu lægra gengi!  Það myndi létta vaxtabyrði og auðvelda endurreisnina.

Lægra gengi myndi einnig örva hagkerfið.  Krónan mun síðan styrkjast fljótlega og verða sterkari en hún er nú stuttu eftir afnám haftanna vegna minni vaxtabyrði og erlendra skulda.  Það er nokkuð ljóst.

Ég skal lofa þér því að hagur almennings yrði betri ef höftin yrðu afnumin á morgun en ef þeim er haldið áfram með þessum hætti.

Lúðvík Júlíusson, 19.7.2010 kl. 03:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

31 dagur til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband