Í fréttum er þetta helst !!

Í okkar snarbrjálaða samfélagi dynja á manni fréttir á hverjum degi um alls kyns svindl, lögbrot, glæparannsóknir, fjársvik, undanskot í skattaparadísir og svo margt margt annað. Þetta allt er að gerast í okkar örsmá samfélagi, sem ætti að geta verið nokkuð friðsælt og notalegt með rúmlega 300 þúsund sálir.

Ég stend mig að því að kippa mér ekkert upp við það þó verið sé að telja upp fallnar fjármálastofnanir, fólk sem liggur undir grun um stórfellt misferli eða annað slíkt. Hvers konar skráp er ég komin með. Er þetta það daglega líf sem fólki er bjóðandi.

Nú verður farið að vitana í lönd þar sem neyðin er svo margfalt meiri og því miður er það alveg rétt. Sjúkt hugarfar er alls staðar skaðlegt og við eru því miður á mjög sýktu svæði, hugarfarslega séð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

,,Í okkar snarbrjálaða samfélagi.."

Það er ágætt að þú hefur komist að þessari niðurstöðu.

Snarbrjálað samfélag með gjörspillt handónýtt stjórnkerfi , háskólasamfélag sem er svo gegnumsýrt af spillingu og græðigi og svo gjörsamlega vonlausa stjórnmálastétt , að leitun er að öðrum eins aulum !

Það er ekki til neitt , sem við leitum að í þessum heimi, sem jafnast á við það sem við höfum í þessu landi !

Hér tókst ,,ákveðnu fólki"  að koma heilli þjóð á hausinn og stela frá þjóðinni lífsbjörginni !

En það hefur ekkert verið gert til að  koma þessu fólki í fangelsi , vegna þess að spillingin er svo mikil !

Allir þeir sem voru á launum hjá þjóðinni, alþingismenn, embættismenn, gjörspillt háskólafólk ogallir þeir sem stýrðu fjármalastofnunum , eru þeir sem við eigum að lögsækja og setja í fangelsi !

Þetta eru allt glæpamenn !!!!!!!!!!!!

JR (IP-tala skráð) 17.7.2010 kl. 02:53

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

JR

Hvað er ágætt við það að ég kalli samfélagið okkar snarbrjálað? Ég bara spyr.???

Er það kannski vegna þess að ég hef lýst yfir stuðningi við núverandi ríkisstjórn sem vinnu að því hörðum höndum að koma einhverju lagi á hlutina. Þú heldur sem sagt að nú sé ég loks búin að sjá "ljósið" og sé að kenna Jóhönnu og Steingrími um allt ruglið.

Þú vildir kannski útskýra þessa "ánægu" þína aðeins betur

Hólmfríður Bjarnadóttir, 17.7.2010 kl. 03:25

3 identicon

Fyrir gefðu, það varst þú sem komst að þessari niðurstöðu og ég vildi bara taka undir með mínum skýringum !

Eitt vil ég segja þér, ég á ekki langt í sextugt, og hef verið fylgjandi félagshyggju í stjórnmálum allt mitt pólitíska líf.  En ég er fyrir lögnu búinn að komast að því, að fólkið sem ,,setið hefur  í stólum á alþingi" undanfarna ártugi, hefur eingöngu verið þar til að sinna eigin ,,rassgati" og ekkert annað, enda segi ég ,, setið í stólum"  !  Eftir því sem fólkið hefur meiri menntun, sérstaklega háskólagengið fólk, hefur sýnt að það er gjörsmalega ófært að vinna nokkurn skapalegan hlut ! Til hvers er háskólamenntun, ef þú ætlar alls ekki að nota hana til að gera eitthvað af viti, heldur bara til að hagnast persónulega og peninigalega   ?

Nefndu mér eitt mál sem þetta fólk sem þú nefnir, Jóhönnu og Steingrím , hefur komið þér og mér vel frá því þau tóku við völdum ?

Skajldborgin er um ,,sérhagsmunahópa"  innan flokkanna og glæpamennina, sem komu okkur á hausinn  !

Segðu mér frá einu góðu verki sem iðnaðaráðherra, kvótaprinsessan ættuð frá Húsavík, sem ekki gat rekið einhverja bestu barnafataverslun sem um getur á Íslandi fyrr og síðar, hefur gert ?

Jú, hún og Össur Skarhéðinsson eru búin í sameiningu að eyðileggja allt sem heitir fjörulíf í kringum höfuðborgina !

Spurðu , næst þegar þú hittir þetta fólk , hvort að það sé að borga kosningaskuldir með þessum ákvörðunum sínum ?

Sennilega eru báðir þessir ráðherrar, og nokkrir á undan, búnir að brjóta lög  um vinnslu á hafsbotni !

Þú veist að það er verið að reyna að koma af stað vinnsluleyfum fyrir olíu af hafsbotni ?

Það eru 18 ár síðan að það átti að vera búið að setja lög og reglur um vinnslu á hafsbotni, en er ekki búið enn !

JR (IP-tala skráð) 17.7.2010 kl. 04:06

4 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

JR

Þá hef ég vinninginn því ég er 65 ára og hef marga fjöruna sopið í pólitík. Þroskaðist frá Íhaldinu á níunda áratugnum og hef ekki tekið þá pest síðan. Gekk til liðs við Jóhönnu þegar Þjóðvaki varð til og hef fylgt henni að málum síðan. Þær rústir sem við stöndum nú í og ég kalla snarbrjálað samfélag, er afleiðing áratuga óstjórnar Íhalds og Framsóknar sem náði nýjum hæðum eftir að hin frábæra peningastefna Davíðs var sett á 2001.

Núverandi ríkisstjórn stendur sig MJÖG vel í því að koma okkur aftur á lappirnar, sem ekki gengur þó átakalaust, þar sem HURNFLOKKANIR tefja, spylla og eyðileggja allt sem þeir mögulega geta.

Við erum greinilega ekki á sömu línu hvað varðar menntun og skólagöngu. Ég veit að góð menntun er besta undirstaðan undir heilbrigt samfélag, ásamt öflugu regluverki utan um alla þætti í þjóðlífinu. Jöfnuður og velferð allra er mitt kjörorð í lífinu.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 17.7.2010 kl. 05:14

5 identicon

,,Við erum greinilega ekki á sömu línu hvað varðar menntun og skólagöngu. Ég veit að góð menntun er besta undirstaðan undir heilbrigt samfélag, ásamt öflugu regluverki utan um alla þætti í þjóðlífinu."

Þú gerir mér upp skoðanir sem ég hef alls ekki !

Skólaganga er góð og háskólaganga er góð, ef hún er ,,notuð"  !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Flestir þeir sem hafa valið það að fara í pólitík og eru háskólagengnir eru þar að skara að eigin köku !!!!!

Mundu það !!!!!

Það er enginn íslenskur pólitíkus, sama hvaða flokk hann tilheyrir, sem ætlar að vinn aeitthvað að vitit fyrir þessa þjóð.

Nei, mitt rassgat er það sem er númer eitt , tvö og þrjú !!!!!!!!!!!!!!

Þú mátt reyna að segja mér frá einhverjum sem er öðruvísi !

Meira að segja þeir sem kosninir voru af Borgarahreyfingunni , fengu ,,eigi rassgat" sem eftirmynnilega !

E.S.

Þar sem þú segir að þú hafir verið í sjalfstæðisflokknum og séð eitthvað ,,ljós" með samfylkingunni, þá vil ég segja þér að ég bara venjulegur maður sem aldist upp við Morgunblaðið og sjálfstæðsiflokkin sem sjálfsagðan hlut !  En þegar ég fékk pólitíksan  þroska þá hélt ég að það væri eitthvað, sem væri félagshyggja sem allir sæju sem sitt !  Þess vegna fylgdi ég svoleiðis stjórnmálaflokk.  Eftir nokkur ár komst ég að því , að frírmúrarreglan, KFUM og pólitískufélögin voru elveg eins, þetta voru bara klíkur um sérréttindi !!!!!!!!!!!!!!!!!

Svona hefur þetta verið í áratugi og er enn !!!!

Hvað vitlu meira að vita ????

JR (IP-tala skráð) 18.7.2010 kl. 00:19

6 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þú ert greinilega svolítið brenndur af einhverri sérhagsmunaklíku og hver er það ekki á Íslandi í dag. Hvað mig varðar þá er ég það líka og er til dæmis búin að sjá nógu mikið af Framsóknarhluta fortíðarinnar. þ.e. kaupfélagaræðisins að landsbyggðinni til að sá félagsskapur heillar mig ekki.

Íhaldshlutinn sem í gegnum árin gróf um sig á höfuðborgarsvæðinu er engu betri, nema síður sé. Munurinn á þessum hlutum er sá að Íhaldshlutinn hefur verið nær fjölmiðlum landsins og þar af leiðandi fengið mun meiri umfjöllun. Hann var reyndar fjær mér í uppvextinum og þess vegna lét ég glepjast um tíma

Ég er jafnaðarmaður í eðli mínu og þar kann ég best við mig. Samfylkingin er sá stjórnmálaflokkur á Íslandi sem höfðar mest til mín. Þar er það jafnaðarstefnan og svo ekki síður stefnan í Evrópumálunum. Ég er eindregin Evrópusinni og hef verið það um margra ára skeið

Hvað varðar einkahagsmuni stjórnmálamanna og þeirra hagsmunagæslu, er slíkt beinlínis inngreypt í Stjórnarskrána með ráðherravaldinu sem eru leifar frá stjórnarháttum í Danaveldi (og víðar) á 19. öld.

Gott dæmi um misbeitingu ráðherravalds er ákvörðun Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar um stuðning Íslendinga við stríðið í Írak.

Annað dæmi sem er í raun enn kauðalegra er þegar Einar K Guðfinnsson ákveður hvalveiðar við Ísland til næstu 5 ára, á síðasta dægri í embætti Sjávarútvegsráðherra til mikillar gleði fyrir vin sinn Kristján Loftsson sem hefur það sem sitt aðal sport að storka náttúruverndarsinnum. Sala á hvalkjötinu er bara aukaatriði. Þetta er ekki nýting á auðlind, heldur misbeiting á valdi.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 18.7.2010 kl. 01:00

7 identicon

,,Ég er jafnaðarmaður í eðli mínu og þar kann ég best við mig. Samfylkingin er sá stjórnmálaflokkur á Íslandi sem höfðar mest til mín."

Það getur verið að þú meinir vel með því að segja þett !

En mundu, ekkert af því fólki sem er í framvarðasveit þessa flokks veit af þínum vilja, og vill alls ekkert vita af honum !

Þetta fólk er þarna bara tila að ,,fróa sínu rassgati"   , mundu það !!!!!!!!

Þetta fólk ,,missti pólitísku heyrnina" fyrir mörgum árum !!!

Ef þú hefur enn þá þessa pólitískutrú þína, ekki vera að reyna ná samabandi við fólk, sem vill alls ekki heyra í þér !!!!!!!!!!!

Hvers vegna er svona margt fólk ,,heyrnalaust "  gagnvart þessu handónýta gjörspyllta fólki  ?

Ekki er það vegna þess að það ,,heyrir" svona illa sjálft ?

Þú ert búin að sjá og heyra hér á vefnum allt um þetta gjörspillta fólk ?

Eina sem þetta fólk hugsar um, er að ná í peninga hjá venjulegu fólki eins og mér !!!!!!!!!!!!!

JR (IP-tala skráð) 18.7.2010 kl. 01:36

8 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

JR

Þínar áhyggjur og þín reiði trufla mig ekki og breyta ekki á nokkurn hátt mínu skoðunum. Þú getur svo sem sent mér fleiri svona pistla ef þú villt. Ég mun ekki svara þeim frekar þar sem ég finn ekki heila brú í því sem þú ert að segja.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 18.7.2010 kl. 10:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

31 dagur til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband