16.7.2010 | 17:28
Svona er Ísland í dag !!
Við hjónin vorum í gær hjá tengdadóttir okkar og þrem barnabörnum. Hún er af miklum dugnaði að vinna í flutningi fjölskyldunnar til Noregs, en sonur okkar er kominn þar í góða vinnu við sitt fag og er að hala inn fyrir hinu daglega brauði. Húsið (sem þau leigja af manni sem ekki var nógu fljótur að selja fyrir Hrun) er nærri tómt, búslóðin annað hvort seld, gefin eða komin á bretti í bílsúrnum.
Við áttum með þeim notalegan dag við eldhúsborðið sem ekki er enn búið að afhenda nýjum eiganda. Grillaðar voru pylsur á grillinu sem ekki er heldur búið að afhenda nýjum eiganda. Skruppum í búðina á bílnum sem þau vita í raun ekki hver á (þau eða lánafyrirtækið)
Við vorum öll glöð og hress, við vitum nefnilega að þau eru öll samtaka í að hefja nýtt líf í Noregi. Og þar er mun meiri röð og regla heldur en hér á Íslandi um þessar mundir.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:31 | Facebook
Um bloggið
31 dagur til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er svo sannarlega rétt hjá þér.
Þórdís Bára Hannesdóttir, 16.7.2010 kl. 19:50
Takk fyrir innlitið, já ég skil þau mjög vel og finnst að þau séu að gera það eina rétta í stöðunni.
Það þarf mikinn kjark til að taka sig upp og flytja til annars lands með stóra fjölskyldu.
Fólk þarf að vera í góðum málum hér til að vera um kyrrt.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 16.7.2010 kl. 21:39
Hefði Samfylkingin staðið við orð sín, frjálsar handfæraveiðar, þyrfti enginn að flytja burt.
Hólmfríður mín, við gamlingjarnir verðum eftir og björgum málunum. Ég hugsa að það fari vel
um fjölskylduna í Noregi, ég var ekki fyrir löngu síðan í heimsókn hjá tengdamömmu
í Horten í Óslofirði. Þegar ég kom heim, ( Íslands ) leið mér eins og ég væri að koma heim til Gísla á Uppsölum.
Aðalsteinn Agnarsson, 17.7.2010 kl. 00:07
Þetta hefur bara ekkert að gera með frjálsar handfæraveiðar Aðalsteinn. Málið er að við stöndum í rústum áratuga óstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar, þar sem þjóðin var dregin á asnaeyrunum fram og til baka með hvers kyns arðráni.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 17.7.2010 kl. 01:57
Ójú Hólmfríður, frjálsar handfæraveiðar spila nefnilega risastóra rullu.
Hefðu þessir auminga ráðleysingjar haft rænu að gefa smábátaveiðar frjálsar,
liti dæmið allt öðruvísi út. Fólk ( venjulegt ), gæti skapað sér vel launuð skemtileg störf,
svo þúsundum skiptir.
Aðalsteinn Agnarsson, 17.7.2010 kl. 13:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.