Vangaveltur um Magma málið

Nefndin var ekki samhljóða í sinni niðurstöðu. Það eitt og sér segir okkur að í lögunum eru greinar sem hægt er að túlka með og á móti staðfestingar á samningnum við Magma. Báðir fulltrúar minnihlutans Björk Sigurgeirsdóttir og Silja Bára Ómarsdóttir, telja að meirihlutinn hafi túlkað lögum mjög þröngt. Það staðfestir að Unnur Kristjánsdóttir getur haldið því fram með réttu að niðurstaðan sé ekki brot á lögum.

Enginn hefur sagt, svo ég hafi heyrt eða séð, að niðurstaða minni hlutans sé andstæð lögunum. Það segir mér að nefndin hefði getað úrskurðað á hvorn veginn sem er, án þess að brjóta lögin.

Um ákvæðið sem Ögmundur vitnar í má segja að það styðji vel við álit minni hlutans og geri orð Unnar beinlínis vafasöm, hvað það varðar að nefndin hafi ekki haft annan kost í stöðunni, en að samþykkja gjörninginn.

Að mínu álit er Unnur með þessum orðum að freista þess að bjarga eigin skinni, í stað þess að viðurkenna að niðurstaða nefndarinnar orku tvímælis.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

31 dagur til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband