14.7.2010 | 16:17
Vangaveltur um Magma málið
Nefndin var ekki samhljóða í sinni niðurstöðu. Það eitt og sér segir okkur að í lögunum eru greinar sem hægt er að túlka með og á móti staðfestingar á samningnum við Magma. Báðir fulltrúar minnihlutans Björk Sigurgeirsdóttir og Silja Bára Ómarsdóttir, telja að meirihlutinn hafi túlkað lögum mjög þröngt. Það staðfestir að Unnur Kristjánsdóttir getur haldið því fram með réttu að niðurstaðan sé ekki brot á lögum.
Enginn hefur sagt, svo ég hafi heyrt eða séð, að niðurstaða minni hlutans sé andstæð lögunum. Það segir mér að nefndin hefði getað úrskurðað á hvorn veginn sem er, án þess að brjóta lögin.
Um ákvæðið sem Ögmundur vitnar í má segja að það styðji vel við álit minni hlutans og geri orð Unnar beinlínis vafasöm, hvað það varðar að nefndin hafi ekki haft annan kost í stöðunni, en að samþykkja gjörninginn.
Að mínu álit er Unnur með þessum orðum að freista þess að bjarga eigin skinni, í stað þess að viðurkenna að niðurstaða nefndarinnar orku tvímælis.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
31 dagur til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.