14.7.2010 | 02:42
Magma málið komið til Umboðsmanns Alþingis - þökk sé Láru Hönnu !!
Nú hafa þrír einstaklingar sent Umboðsmanni Alþingis formlegt erindi vegna Magma málsins svokallaða. Mál þetta hefur fengið mikla umfjöllun síðustu daga í kjölfar vandaðrar umfjöllunar Láru Hönnu Einarsdóttir í mörgum ítarlegum færslum á Eyjunni.
Það var þó færslan þar sem heimsókn Teits Atlasonar í "höfuðstöðvar" Magma í Svíþjóð var rakin ítarlega, sem setti umræður um málið verulega í gang. Þar var Lára Hanna einungis að rekja þá staðreynd að Magma í Svíþjóð er einungis skúffa eða jafnvel bara ein lítil mappa og þessa staðreynd segjast "allir" hafa vitað um mánuðum saman.
Hvað með það - fjölmiðlar tóku viðtöl og vildu svör - fengu svör og fengu ekki svör - iðnaðarráðherra undrandi - umhverfisráðherra vill rannsókn - Unnur varaði við lögunum og svo framvegis.
Það er íþrótt margra að blogga (og þar á meðal mín). Margir skrifa og segja þó ekki mikið, allnokkrir skrifa og segja þó nokkuð, örfáir skrifa og segja mikið - upplýsta mál og fylgja þeim eftir.
Lára Hanna er þar í fararbroddi. Hún skrifar um mál af mikilli þekkingu - kemur með rök - greinar/viðtöl/lagagreinar og fleiri heimildir. Við lesum það sem hún skrifar og tökum marka á henni. Erum sammála henni eða ekki eins og gengur. Fáir kasta til hennar óhróðri og skít - flestir færa rök og það er vel.
Penninn er voldugt vopn, sé honum beitt af háttvísi - skynsemi og rökfestu, það hefur Lára Hanna Einarsdóttir sýnt okkur síðustu daga og oft áður.
Upphrópanir - sleggjudómar og skítkast fer beint á haugana.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
32 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 110485
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.