13.7.2010 | 02:45
Hvað þarf til ?????????
Það eru bráðum 2 ár síðan okkur var sagt að nú væri bankakerfið okkar sprungið. Krónan hafði þá í nokkra mánuði runnið á ógnarhraða niður verðfallsbrekkuna og enn jók hún hraðann.
Hún varð verðlaus og ónýtir gjaldmiðill á erlendum mörkuðum og til að vernda það sem eftir var af kaupmættinum og lífskjörunum, voru sett á gjaldeyrishöft. Fólk missti vinnuna í hundraðavís og um leið hrundi fjárhagur og framtíðarplön fjölskyldna eins og spilaborg.
Óskapleg reiði braust út í samfélaginu eftir að dofi fyrstu viknanna hvarf smám saman. Mótmæli urðu í það minnsta vikulegt brauð og stundum oftar. Stjórnin sprakk, ný mynduð - kosið og mynduð fyrsta félagshyggjuríkisstjórn í sögu þjóðarinnar.
Sótt um aðild að ESB og nú eru aðildarviðræður að hefjast á haustdögum, um það leiti sem hrunið er tveggja ára. Að mati margra þegna þessa lands er þetta eina færa leiðin til að koma samfélaginu okkar aftur á lappirnar.
Ákveðin öfl í samfélaginu berjast gegn aðildarviðræðunum með kjafti og klóm. Sú ásökun hefur komið fram að hluti af niðurstöðu í skoðanakönnun sem unnin var fyrir Morgunblaðið, hafi verið birt vegna þess að ráðamönnum á blaðinu líkaði ekki niðurstaðan.
Einhver hópur fólks hamast hér á bloggsíðum gegn aðildarviðræðunum, undir hinum ýmsu dulnefnum. Hópurinn þarf ekki að vera svo stór, því hægt er að stofna nokkar bloggsíður undir dulnefnum og dreifa síðan alls kyns skít og skömmum
Hvað þarf til að augu þessa fólks, sem enn telur sig vera að vinna þjóð sinnu gagn með því að hamast geng þessari leið út úr ógöngunum, sem er að sækja um aðild að ESB. Er hrunið samfélag einfaldlega ekki nóg
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
32 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 110485
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvað þarf?
Til að byrja með þarf að hafa þetta "aðildar" ferli upp á borðum. Segja þjóðinni eins og er, að það eru engar aðildarviðræður í gangi heldur aðlögunarferli. Þetta aðlögunarferli gengur út á að breyta regluverki hér á Íslandi svo ESB samþykki það. Semsagt, við erum að aðlaga okkur.... áður en við ákveðum hvort við ætlum inn.
Við fáum ekki að sjá neinn "samning" til að kjósa um. Það er ekkert slíkt í gangi. Við fáum aðeins að velja hvort við formlega verðum innlimuð í ESB eða ekki. Þegar að því "vali" kemur þá verður búið að aðlaga allt hér sem aðlaga þarf í regluverki okkar.
Þau verða því einföld rökin með "jái" þá: "Hey, við erum búin að breyta öllu sem þarf að breyta. Algjörlega út í hött að segja nei"
Það er því á óbeinan hátt verið að þvinga okkur inn í ESB undir því yfirskyni að um einhverjar "viðræður" sé að ræða og að við munum fá einhvern "samning" til að kjósa um.
En hey... ÞAÐ ER BLEKKING!
Í annan stað...
Þá væri ágætt að fá þó ekki væri nema ein ágætis rök fyrir því að fara þarna inn í þennan fallandi klúbb.
Skussinn (IP-tala skráð) 13.7.2010 kl. 08:08
Þeir eru ekki fáir og flestir skrifum við undir fullu nafni sem berjumst af alefli gegn því að Ísland verði innlimað í ESB valdaapparatið !
Af því að þú minnist á einhverja skoðanakönnun sem engar sannanir eða flugufótur er fyrir að hafi verið gerð eða þá hverjar njiðurstöður hennar hafa verið, þá ætla ég bara að benda þér á að síðustu 3 alvöru skoðanakannanir sem gerðar hafa verið sýna allar að yfir 70% þjóðarinnar er á móti ESB aðild.
Líka að yfir 70% vilja afturkalla ESB umsóknina nú þegar. Það er þau vilja ekkert skoða í þennan pakka sem verið er að búa til.
Þú spyrð, "hvað þarf til að augu þessa fólks, sem enn telur sig vera að vinna þjóð sinni gagn með því að hamast gegn þessari leið útúr ógöngunum, sem er að sækja um aðild að ESB. Er hrunið samfélag einfaldlega ekki nóg"
Frú mín góð fólk hefur einfaldlega séð nóg af ESB og fullt af fólki hefur einmitt verið að opna augun og gera sér grein fyrir því að ESB apparatið er ekkert fyrir okkur, þess vegna kveljist þið ESB sinnar af þessu tilfinnanlega fylgisleysi. Hvenær ætlar þú að opna augun líka.
1. Hvað með hrunið Grikkland, logandi í óeirðum, þrátt fyrir ESB aðild og EVRU til margra ára.
2. Hvað með ítrekaðar og grímulausar hótanir ESB um að við greiðum ólögvarðar ICESAVE kröfur Breta og Hollendinga á þeirra forsendum hvað sem það kostar.
3. Hvað með öll hin ríki ESB sem eru orðin í miklu verri málum efnahagslega en íslenska þjóðin og á ég þar við PIIGS ríkin svokölluðu, þ.e. Portúgal, Irland, Ítalíu (Grikkland sem áður var nefnt) og Spán sem býr nú við u.þ.b. 20% atvinnuleysi
4. Hvað með Evruna sem átti að vera hinn eini sanni og guðdómlegi gjaldmiðill en hefur nú skolfið og fallið og veldur mörgum smærri jaðarríkjum stórkostlegum vanda. Margir frægustu hagfræðingar heims segja að Evran í núverandi mynd geti ekki staðist og muni sennilega heyra sögunni til eftir nokkur ár.
5. Hvað með alla spillinguna sem vellur útúr ESB kerfinu. Talið er að yfir 50 milljarðar Evra glatist í meðförum commísara ráðana árlega. Öll Brussel náhirðin er á margföldum þingmanns og ráðherralaunum og ofurfríðindum. Í ofan á lag hefur þeim tekist að koma því þannig fyrir að þeir verða með öllu skattlausir af þessum ofurlaunum sínum og fríðindum til æviloka. Þetta lið valsar um sjóði sambandsins eftirlitslaust og án þess að þurfa að óttast einhverja fjandans kjósendur.
6. Í ljósi þess sem að framan sagði þarf það svosem ekki að koma á óvart að ársreikningar Sambandsins hafa ekki fengist undirritaðir af löggiltum endurskoðendum s.l. 15 ár samfleitt. Afhverju skyldi það vera jú endurskoðendurnir segjast ekki getað undirritað reikninga sem stemmi engan veginn og verulegar fjárhæðir virðast hverfa. Þettt þætti a.m.k. ekki góð stjórnsýsla í þínu sveitarfélagi og væri auðvitað orðið lögreglumál fyrir löngu síðan.
7. Sjávarútvegsstefna ESB er einhver mesti ofstjórnunar óskapnaður sem fundinn hefur verið upp af mannavöldum. Enda er árángurinn hryllilegur. Sjávarútvegurinn er víðast hvar í rúst og veiðistofnarnir í útrýmingarhættu. Forsvarsmenn Írskra og skoskra sjómanna og útvegsmanna hafa marg varað okkur við ESB fjandanum og sagt ef þið viljið leggja sjávarútveg ykkar í rúst þá skuluð þið endilega ganga þarna inn. Annars skuluð þið halda ykkur fyrir utan.
8. Sjálfur bý ég í ESB landinu Spáni og þekki þetta því aðeins, þar áður bjó ég í ESB landinu Bretlandi. Hér hef ég ásamt konu minni verið með smáan atvinnurekstur. Hér er skriffinnskan allt að drepa. Fjórfrelsið svokallaða virkar ekkert, ja nema fyrir risastórfyrirtækin sem efni hafa á að hafa her af lobbýistum á jötunni í Brussel til að múta þar makgráðugum commiserunum. Jú svo virkaði fjórfrelsið svona nokkurn veginn fyrir bankaglæponana með skelfilegum afleiðingum eins og flestir vita. Nei það er auðveldara og ódýrara að flytja vöru til eða frá kommúnistalandinu Kína heldur en á milli sumra landa ESB. Svona virkar þetta nú allt saman vel.
Ég gæti nefnt ótal önnur atriði en læt þetta nægja í bili og ég vona að þú hugleiðir þetta.
En því miður held ég reyndar að þú sért orðinn svo heilaþveginn af ESB dýrðinni að þetta sé svona eins og að skvetta vatni á gæs.
En lengi má manninn reyna og ég gerði þó alla vegana heiðarlega tilraun.
Reyndar hefur mér persónulega tekist að snúa fullt af fólki frá ESB villuljósunum og ég er stolltur af því.
Margir þeirra eru nú harðir andstæðingar ESB aðildar Íslands.
Gunnlaufur Ingvarsson (IP-tala skráð) 13.7.2010 kl. 08:17
Þeir sem skrifa undir nafni og andskotast gegn aðild og aðildarviðræðum við ESB eru fáir hér á blogginu. Þeir eru hinsvegar áberandi vegna fyrirsagnastíls og sumir þeirra ófyrirleitnir sem gefur manni þá mynd af hugarheimi þeirra að hann sé ekki allur á heilbrigði reistur. Jón Valur er mjög tæpur. Loftur Alísar í Undralandi er ....no comment..., svona má ganga á röðina. Páll Vilhjálmsson er einfaldlega í vinnu hjá Heimsýn sem "hlutlausi blaðamaðurinn". Þeir eru nokkrir sem ekki leyfa komment á bloggin sín eru flestir nafnkunnir en heigulshátturinn þeim mun meiri en frægðin. Björn Bjarnason er þar á meðal. Ég hef ekki séð að ESB sinnar leggi sér í munn óþverraorðbragð einsog tíðar ásakanir um óþjóðhollustu og landssölu og landsvik (Quislingar) bera með sér að ógleymdu eiturefnaherferðinni sem hvatt var til hér fyrir skömmu gegn nafngreindum ESB andstæðingum. Allt þetta segir mér að hér sé harðsnúinn hópur á bakvið nokkra tilfinningalega óstöðuga einstaklinga. Þeim er att áfram á meðan þeir bulla áróður gegn okkur aðildarsinnum. Fjöldi nafnlausra kommenta er venjulega með síbyljuáróðursyfirbragði. Gunnlaufur er sennilega eitt sýndarfyrirbærið sem skrifar frá Spáni! Kommon áttu annan?
Gísli Ingvarsson, 13.7.2010 kl. 09:06
Aðeins til að svara Gísla, þá misritaðist nafnið mitt því að ég heiti Gunnlaugur en ekki Gunnlaufur.
Þá er það rétt hjá þér að raðir ESB andstæðinga eru þéttar og þetta er harðsnúinn og stór hópur og flestir skrifa undir fullu nafni eins og ég. Auk þess stendur að baki okkar sívaxandi og mikill meirihluta þjóðarinnar.
Varðandi fúkyrðaflauminn, þá viðurkenni ég nú að Loftur Altice fór aðeins yfir strikið að fara að elta Össur með flugnaspreyi.
En fúkyrðaflaumurinn er nú engu skárri frá mörgum ESB sinnanum. Tek fram að þú ert þar undanskilinn.
En báðir ESB aftaníossarnir Jón Frímann og Steini Briem hafa ítrekað í reiðiköstum sínum kallað mig og reyndar alla félaga Heimssýnar líka sem:
"Hálfvita, fávita, fífl, vitleysinga, bjána, fábjána, asna og illa gefna og líka FASISTA og NAZISTA og svo líka að við gengjum erinda einhverra þjóðhættulegra sérhagsmunahópa eins og t.d. náhirðar Davíðs og LÍÚ klíkunnar"
Þetta hafa þeir oft gert af þvílíkri heift og reiði og "vanstillingu".
Ég læt mér nú fátt um finnast, þeir hafa með þessu dæmt sig og málstað sinn verst sjálfir sem sést best á því að stöðugt fjölgar í þessum hópi "fávitanna" og þeirra sem þeir nefna þessum ljótu nöfnum.
Varðandi það að ég sé ómarktækur af því að ég skrifa frá Spáni er algjört rugl. Þessu hálda þeir Jón Frímann og Steini Briem líka fram.
Í fyrsta lagi þá er ég borinn og barnfæddur íslendingur og hef búið þar lang stærstan hluta ævi minnar. Ég á íslenska eiginkonu og á Íslandi á ég bæði móður, börn mín og barnabörn. Auk þess sem við konan mín eigum þar sumarhús og lítinn landskika, auk annarra hagsmuna s.s. lífeyrisréttinda. Ég hef fullan íslenskan ríkisborgararétt og ég er fullkomlega kjörgengur og hef fullan kosningarétt á Íslandi líka. Auk þess þykir mér líklegt að við flytjum til Íslands í náinni framtíð og tel mig hafa fullan rétt til að skipta mér af framtíð landsins míns.
Eins og margir íslendingar sem búa erlendis þá fylgist ég með landi mínu og þjóð og hef mikinn áhuga á málefnum þess. Ég er ekkert einn um það, því hér á Moggablogginu skrifar fólk frá öllum heimshornum. Margir þeirra eru yfirlýstir ESB andstæðingar.
Ég held meira að segja að fyrir þjóðfélagsumræðuna og ekki síst ESB umræðuna þá sé mjög gott að fá sjónarhorn fólks sem búið hefur erlendis og eða innan ESB og sér hlutina og gildismatið oft út frá öðru og oft víðara sjónarhorni heldur en fólk sem bara hefur búið á Íslandi alla sína ævi.
En í augum Jóns Frímanns þá er eins og mér eigi alls ekki að leyfast að vera á móti ESB af því að ég bý innan þessa fullkomna dýrðar systems, að því er honum finnst.
Þetta er svona álíka og í Ráðstjórnarríkjunum, þar sem bannað var að vera á móti kerfinu. Þetta er nú enn ekki orðið svo slæmt hér hjá ESB þó ýmislegt stefni óðfluga í þá átt. s.s. með síminnkandi beinu lýðræði og auknu valdi spillts og ofalins embættisaðalsins í Brussel.
Bendi líka á að þó ég sé ekkert að líkja mér við þá miklu þjóðfrelsishetju íslendinga Jón Sigurðsson, þá bjó hann og margir aðrir af helstu baráttumönnum Íslands fyrir frelsi og fullveldi Íslands lengst af ævi sinnar í Danmörku, þó var þá ekkert internet eða blogg, enginn sími, útvarp eða sjónvarp.
Nei Gísli við ESB andstæðingar þurfum ekkert að skammast okkar og við getum stoltir borið höfuðið hátt því að við erum þegar búnir að reka ESB trúboðið á harða flótta. Öll þeirra rök eru fokinn út í veður og vind og þar stendur ekki steinn yfir steini lengur.
Hjá mörgum ESB sinnanum sem enn eru ekki komnir yfir til okkar og sem enn þráast við að verja fársjúkann málstaðinn stendur nú ekkert eftir nema gremjan yfir glötuðum málstað og sárgrætilegt fyglisleysið.
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 13.7.2010 kl. 10:24
Nýtum fiskimiðinn á skynsamlegri hátt en gert er í dag. Sægreifarnir eru að
arðræna þjóðina með verksmiðjuskipum sínum. Ef við getum ekki lagað þetta
sjálf, hvernig í ósköpunum á þá ókunnugt fólk úti í heimi að laga hlutina
FYRIR OKKUR.
Aðalsteinn Agnarsson, 13.7.2010 kl. 15:06
Sæll Skussi
Umsóknarferlinu lauk formlega þann 17. júní sl. þegat framkvæmdastjórn ESB samþykkti að ganga til viðræðna við Ísland um aðildarsamning. Þá hófst aðildarferlið formlega og það verður þú og fleiri andstæðingar ESB aðildar að sætta sig við.
Áður en gengið verður til þjóðaratkvæðagreiðslu um málið, verður þjóðinn kynnt innihald samningsins vel og rækilega svo kjósendur geti tekið upplýsta afstöðu og það verður þú og fleiri andstæðingar ESB aðildar að sætta sig við.
Að verið sé að laga okkur að reglum EES samningsins hefur verið í gangi síðan hann var samþykktur 1994 og ekkert óeðlilegt við þar á ferð og það veruður þú og fleiri andstæðingar ESB aðildar að sætta sig við.
Rökin fyrir ESB aðild eru meðal annars:
Margt fleira er hægt að telja, en læt þetta duga að sinni.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 13.7.2010 kl. 15:48
Sæll Gunnlaugur.
"Flugufótunum" fyrir ritskoðun Hádegismóanna í síðustu skoðanakönnun fjölgar með degi hverjum og hvernig stendur á því. Í ljósi þess hafna ég því alfarið að 70% þjóðarinnar vilji aftur kalla umsóknina nú þegar. Slíkt eru einungis hugarórar ykkar sem harðast berjist fyrir þessu mikla framfaramáli.
1. Grikkjum hefur greinilega ekki tekist nægilega að laga sig að samkomulaginu um upptöku EVRUNNAR og voru jafnvel uppvísir að því að blekkja um sína fjárhafslegu stöðu. ESB kom Grikkjum til hjálpar
2. Okkur ber að semja okkur út úr ICESAVE deilunni og það hefði tekist fyrir ca einu ári, ef ekki væri fyrir tafir og þref stjórnarandstöðunnar, sem kostað hefur þjóðina stórfé. Framkvæmdastjórn ESB samþykkti að gana tilviðræðnar við okkur um aðildarsamning, þrátt fyrir að deilan sé enn óleyst. Það er nú allur þrýstingurinn.
3. Ekki veit ég hvaða reikniformúlu þú notar, en EKKERT þessara ríkja hefur leitt aðra eins lífskjaraskerðingu yfir sitt fólk eins og stjórnvöld fyrri ára hér, með áratuga tilraunum með handónýta mynt. Hafa matvæli þar hækkað um tugi prósenta eftir hrun, hafa lán í þessum löndum hækkað um tugi prósent eftir hrun. Hefur kaupmáttur þar hraðað eins og hér hjá okkur?
4. Hvers vegna nota þá stórútgerðir á Íslandi þessa skjálfandi mynt EVRUNA í stað sinnar örsmáu handónýtu krónu. Hvað varðar spár hagfræðinganna sem þú vitnar í, þá geta spár verið góðar en ekki til að trúa á í blindni.
5. Séu þessar fullyrðingar þínar eitthvað í í námunda við sannleikann, þá erum við Íslendingar góð í því að rannsaka slíkt og getum lagt margt til málanna þegar við erum komin þarna inn.
6. Hið besta mál að Endurskoðendur séu heiðarlegt fólk út í Evrópu.
7. Hef ekki áhyggjur af fiskinum okkar. Hann er að mestu í staðbundum stofnum sem viðmunum ráða yfir eftir inngöngu. Umflökkustofnana er samið nú þegar og þar mun staða okkar styrkjast með ESB aðild.
8. Þekki ekki "skrifræðið" á Spáni, en hefur þú reynt að hefja rekstur á ferðaþjónustubát við Ísland og fá öll tilskilin leyfir frá Siglingastofnun og öllum hinum.
Ég er aðildarsinni og hef verið lengi.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 13.7.2010 kl. 16:23
Sæll Gísli
Ég kannast ekki við stórann hóp af andstæðingum aðildar hér á blogginu. Þetta eru yfirleitt sömu nöfnin (þeirra sem byrta nafn)
Nafnlausu skrifin eru í mörgum tilfellum ekki svara verð.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 13.7.2010 kl. 16:25
Gunnlaugur
Þú ert greinilega að ofmeta ykkur þegar þú talar um harðann flótta okkar aðlidarsinna. Við erum að sækja í okkur veðrið, það segja tölurnar sem láku út úr síðustu skoðanakönnun
Hólmfríður Bjarnadóttir, 13.7.2010 kl. 16:28
Sæl Hólmfríður,
Ég segi enn og aftur, í dag eru ekki í gangi neinar viðræður í almennri merkingu þess orðs. Í dag er í gangi ferli sem gengur út á það að Íslendingar breyti þeim reglum sem þarf að breyta til að þær verði í samræmi við kröfur ESB (ekki EES). Við erum að tala um reglur ESB. Þessu ferli, sem íslenskir stjórnmálamenn (þeir sem hlynntir eru innlimun a.m.k.) kjósa að kalla aðildarviðræður, lýkur ekki fyrr en breytingum á regluverki Íslendinga er lokið. Það er skýrt tekið fram í bæði almennum gögnum ESB og í viðtölum við fulltrúa ESB í tengslum við þetta allt saman. Almennt má lesa úr gögnum ESB og viðtölum við fulltrúa þeirra að ESB líti svo á að þjóð hafi þegar ákveðið að ganga inn í sambandið þegar sótt er um. Það skýrir t.d. afhverju oft var minnst á að það í umræðum ESB að Íslendingar væru bara að gera bjölluat. Það væri ekki alvara á bakvið. ESB vill ekki sjá umsóknir fyrr en ákveðið er að fara inn. Ef ekki er ákveðið að fara inn þá eiga þjóðir einfaldlega ekki að sækja um aðild. Enda er það í samræmi við viðtöl og gögn ESB sem segja að engin þjóð fái sérmeðferð.
Þess má geta að milljarðarnir sem ESB ætlar að láta okkur fá í sambandi við þetta er til að mæta kostnaði við breytingarnar. ESB er semsagt að taka þátt í kostnaði við aðlögunina, auðvitað. Þetta er ekkert gjafafé.
Áður en gengið verður til þjóðaratkvæðagreiðslu (sem stjórnvöld hafa sagst ætla að taka tillit til, ekki endilega að fara eftir) þá verður enginn "samningur" á borðinu (lestu ekki það sem ég og fleiri skrifa, og stendur í gögnum ESB?). Það sem verður á borðinu þegar atkvæðagreiðslan fer fram verður yfirlýsingin sem ég nefni í fyrra innleggi mínu. Fólki verður svo bent á að lesa þessar almennu klausur (sem hægt er að lesa nú þegar) um regluverk ESB. Hugsanlega verður þó hægt að lesa þær allar á íslensku þegar þar að kemur.
Þetta verða þú og fleiri innlimunarsinnar að sætta sig við. Þið hafið verið blekkt.
Ég veit ekki alveg hvað þú ert að blanda regluverki EES í þetta. Það er verið að laga okkur að regluverki ESB án þess að við okkur sé talað. Þetta verða þú og fleiri innlimunarsinnar að sætta sig við. Þið hafið verið blekkt.
Það sem þú telur svo upp sem rök eru ekki rök heldur fullyrðingar um eitthvað. Það vantar rökin fyrir þessum fullyrðingum.
Bætt lífskjör - Rök takk
Stöðugur gjaldmiðill - Rök takk. Evran er nú á barmi þess að deyja. Jafnvel farið að tala um fleiri en eina tegund hennar, svo valt er þetta. Ofan á allt saman, ef hún væri stöðug þá fengjum við ekkert að taka hana upp fyrr en við uppfylltum kröfur til þess. Kröfur sem einna helst ganga út á stöðugleika = ekki þörf fyrir hana.
Lágir vextir - Eitthvað sem við getum alls ekkert treyst á. ESB er núna að fara í sitt fyrsta alvöru próf. Það er ekkert að marka tímabilið þegar aðeins "ríku" vestari þjóðirnar voru í sambandinu. Margt að breytast þessa dagana.
Afnám verðtryggingar - Hefur ekkert með ESB að gera. Það er ekki bannað að hafa verðtryggingu. Það er OKKAR að hafa hana eða afnema hana.
Aukin umhverfisvernd - Rök takk
Aukin mannréttindi - Rök takk
Aukið sjálfstæði - ehemm... þú hlýtur nú að átta þig á vitleysunni hjá þér með þetta :-)
Aukinn aðgangur að erlendum mörkuðum - Rök takk. Við erum nú þegar með aðgang að megninu af þessum mörkuðum. Það mun hinsvegar verða erfiðara fyrir okkur aðgengið að mörkuðum utan ESB ef við förum inn. Semsagt, við einangrum okkur við að fara inn í ESB. Það eru því á sinn hátt einangrunarsinnar sem styðja innlimun.
Sterkari byggðastefna - Rök takk.
skussinn (IP-tala skráð) 13.7.2010 kl. 16:31
Gunnlaugur
Það er "skelfilegt" að tveir Evrópusinnar skulu hafa misst sig við ykkur Heimssýnar fólks og kallað ykkur
Hálfvita, fávita, fífl, vitleysinga, bjána, fábjána, asna og illa gefna og líka FASISTA og NAZISTA og svo líka að við gengjum erinda einhverra þjóðhættulegra sérhagsmunahópa eins og t.d. náhirðar Davíðs og LÍÚ klíkunnar"
Ég hlýt að harma það sérstaklega að notuð séu ljót orðum aðra hér á netinu og tek ekki upp hanskann fyrir slíkt, en sennilega hefur þessu heiðursmönnum blöskrað ykkar vankunnátta og ranghugmyndir og misst sig.
Það hvarlar líka oft að mér við lestur sumra skrifanna gegn ESB að þarna séu á ferð einhverir sem flokkast undir
Hálfvita, fávita, fífl, vitleysinga, bjána, fábjána, asna og illa gefna og líka FASISTA og NAZISTA og svo líka að við gengjum erinda einhverra þjóðhættulegra sérhagsmunahópa eins og t.d. náhirðar Davíðs og LÍÚ klíkunnar"
En stilli mig þó oftast um að nota þessi orð
Hólmfríður Bjarnadóttir, 13.7.2010 kl. 17:01
Takk fyrir heiðarleg svör Hólmfríður, þó ég sé ekki sammála þeim, síður en svo.
En þú mátt líka alveg eiga það að þú sýnir alltaf háttvísi og kurteisi í þínum bloggskrifum og athugasemdum líka, það ber að virða og þakka fyrir, mætti vera meira af slíku.
En ég á eftir að svara þér þessu betur síðar og kanski á öðrum vettvangi.
Gef ekkert fyrir þessar flugufætur um þessa meintu skoðanakönnun eða ekki skoðanakönnun.
Ég er í sambandi við fjölda fólks og marga sem gengið hafa endanlega af ESB trúnni síðastliðið ár eða svo. Ekkert bendir til annars en þær opinberu skoðanakannanir sem gerðar hafa verið og birtar undanfarið og eru nokkuð samhljóma í því að yfir 70% þjóðarinnar vill hvort heldur sem er draga ESB umsóknina til baka tafarlaust og eða hafnar algerlega að Ísland gangi í þetta yfirráðabandalag. Afhverju ekki frekar að taka mið af þeim heldur en einhverri skoðanakönnun sem enginn veit fyrir víst hvort nokkurn tímann var gerð eða þá hverjar niðurstöður hennar voru.
En ég sá um daginn einhversstaðar hér á blogginnu um daginn að þú bara afneitaðir þessum skoðanakönnunum af því að þær passa þér ekki og þú ert svo mikil Pollýanna Hólmfríður að þú taldir að þið fylgismenn ESB aðildar væruð sennilega 80% eða jafnvel enn fleiri. Þá gat ég ekki annað en hlegið.
Þér skjátlast hrapalega.
Gunnlaugur I., 13.7.2010 kl. 17:30
Sæll Skussi
Ég sagði ekki að viðræður væru í gangi í dag, þær fara í gang í haust. Viðræðuferlið er samt formlega hafið hvort sem þér líkar það eða ekki. Það er líka margt í okkar stjórnkerfi sem þarf að laga og gott að fá aðstoð við slíkt frá ESB.
Sú aðstoð er óafturkræf þó svo ólíklega vilji til að við höfnum aðild. Meginatriði samningsins verða kynnt þjóðinni og það vel og rækilega áður en atkvæðagreiðslan fer fram. Það hefur okkur verið margsagt af aðilum sem ég VEIT að eru að segja okkur satt og rétt.
Auðvitað er það þannig að þegar sótt er um aðild er það gert með því markmiði að ganga inn. Að halda öðru fram er bara hreinlega rangt. Ég hef líka frá fyrsta degi verið þess fullviss að við séum á leið þarna inn.
Annað væri líka algjör kjánaskapur af þjóð í okkar stöðu sem ætti þess kosta að komast í samstarf annarra þjóða sem við vinnum þegar mikið með.
Varðandi það sem ég tel sem helstu rök fyrir inngöngu. Lægri vextir fást með stöðugri gjaldmiðli. Verðtrygging verður ekki aflögð NEMA MEÐ STÖÐUGRI GJALDMIÐLI.
Bætt lífskjör þegar fjölskyldur, fyrirtæki, sveitarfélög, stofnanir og ríkið þarf ekki að eyða nema broti af því sem áður var í vexti og verðbætur, skapast svigrúm fyrir betri lífskjörum á svo margann hátt. Vaxtabyrgðar á Íslandi eru taldar muni lækka við að komast inn á EVRUSVÆÐIÐ um 228 milljarða á ári Á ÁRIsem gera um 60 þúsund á mánuði fyrir hvert mannsbarn í landinu. Það er jú fólkið í landinu sem á endanum borgar brúsann, hvað sem í honum er.
ESB er með góða umhverfisstefnu sem mun að sjálfsögðu styrkjast enn frekar á næstu áratugum.
Mannréttindi munu aukast, má þar nefna ILO samþykktina um brottrekstur launþega úr starfi. Hér á landi eru launþegar mjög lítt varðir fyrir geðþótta yfirmanna varðandi brottrekstur og það er alla jafna ekki skylda að atvinnurekandi gefi upp ástæður brottrekstrar. Aðeins hefur þó þokast í rétta átt á síðustu árum. Margt annað má nefna til viðbótar, en læt þetta stóra mál nægja.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 13.7.2010 kl. 17:42
Gunnlaugur I
Hláturinn lengir lífið - takk fyrir góða umsögn um háttvísi mína. Tek undir með þér að hana skortir um of hér á netinu. Ég tel að ef fólk væri spurt að því hvort það sé fylgjandi aðildarviðræðum, mundi koma út allt önnur niðurstaða, meiri hluti væri/er hlyntur viðræðum. Það er ekki nema von að fólk sé ráðvillt í öllu því áróðursflóði gegn aðild sem á því dynur og fari beinlínis í vörn fyrir sitt pínulitla samfélag.
Þjóðernishyggjan er líka svo skammt undan og margir enn á lífi sem voru nærðir með því sem börn að allt slæmt kæmi frá útlöndum. Ég man að jazzinn - rokkið og Bítlarnir þótti ekki af hinu góða. Svo ekki sé nú talað um herinn og "ástandið" Er gift "ástandsbarni" og er lifandi enn.
Það eru örugglega margar "góðar" ástæður fyrir andstöðu fólks við aðildina að ESB. En það eru líka fjölmargar góðar ástæður fyrir því að við aðildarsinnar viljum ganga þarna inn og einnig fjölmargar góðar ástæður fyrir því að fólk vill skoða hvað þarna er í boði, bæði neikvætt og jákvætt.
Umsóknarferlinu er lokið og viðræðuferlið hafið. Það er því ekkert annað í boði, að mínu áliti, en að láta reyna á samningsstöðu okkar. Mig grunar að hún sé betri en margir vilja vera láta og því sé þessi bægslagangur nú með að draga umsóknina til baka.
Það kemur að mínu áliti ekki til greina
Hólmfríður Bjarnadóttir, 13.7.2010 kl. 17:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.