12.7.2010 | 23:15
Við höfum unnið rökræðuna
Hér að neðan er upphafi að góðri grein eftir Guðmund Gunnarsson formann Rafiðnaðarsambandsins sem hann birti nýverið á eyjunni undir nafninu Við höfum unnið rökræðuna
"Öll munum við eftir því þegar boðberar nýfrjálshyggjunnar mættu fyrir nokkrum árum með sigurglott á vör í hvern spjallþáttinn á fætur öðrum með yfirlýsingar um að þau hefðu unnið rökræðuna. Sovétið væri hrunið og hið íslenska efnahagsundur byggt á nýfrjálshyggjunni blasti við.
Ég verð að segja, og hef reyndar bent á það nokkrum sinnum hér á þessari síðu, að ég sé eiginlega engan mun á niðurstöðu Sovétsins og hinu Íslenska efnahagsundri. Gríðarleg eignatilfærsla hefur átt sér stað frá almenning til fárra og þeir sem voru við völd hafa algjörlega brugðist í því að stjórna. Það er ríkið sem á að setja sanngjarnar leikreglur og halda þeim uppi.
Nú stendur þetta sjálfumglaða fólk ásamt okkur hinum yfir rústum íslensks samfélags, þúsundir heimila og fyrirtækja eru gjaldþrota. Hér á landi hefur kaupmáttur hrunið vegna falls krónunnar, skuldir snarhækkað og fjöldi heimila búinn að missa hús sín. Það gerðist ekki í nágrannalöndum okkar."
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
32 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 110485
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Skil ekki með hvaða rökum.... Hver eru rökin fyrir ESB aðild? Hvar finn ég þau í þessari færslu?
kv HH
Halldóra Hjaltadóttir, 12.7.2010 kl. 23:31
Grínið er auðvitað að "frjálshyggjan" tapaði fyrir Sovétinu en ekki öfugt.
Björn Heiðdal, 12.7.2010 kl. 23:53
HH
Rökin fyrir ESB aðild eru meðal annars:
Margt fleira er hægt að telja, en læt þetta duga að sinni. Hvað af þeim er að finna íþessari færslu er ekki stóra málið.
Björn Heiðdal. Lestu færsluna betur og helst greinina í heild sem er hér í 3 færslum.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 13.7.2010 kl. 00:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.