12.7.2010 | 23:11
Mótsögnin - herferð gegn aðildarviðræðum að ESB - nota evruna til að gera upp sín viðskipti.
Hér að neðan er miðkaflinn úr góðri grein eftir Guðmund Gunnarsson formann Rafiðnaðarsambandsins sem hann birti nýverið á eyjunni
"Þetta sama fólk fer nú mikinn í því að koma í veg fyrir að fram geti farið viðræður við ESB um hvaða kostir standi Íslandi til boða, svo þjóðin geti tekið upplýsta afstöðu til þess hvort hún eigi samleið með öðrum Evrópulöndum eða vilji standa ein og einangruð með sína krónu.
Mótsögnin blasir í því að útgerðarmenn sem fjármagna þessa herferð gegn aðildarviðræðum að ESB, nota ekki krónuna til þess að gera upp sín viðskipti og þeir nota Evru, en vilja nota krónuna til þess að geta blóðsúthellingalaust haldið launum í landinu niðri. Ísland verði láglaunasvæði sem velmenntað vinnuafl flýr.
Ný könnun á vegum samtaka dönsku verkalýðsfélaganna sýnir að tugi þúsunda af hámenntuðu starfsfólki muni skorta á danska vinnumarkaðinn fram til ársins 2019 og þangað leita íslenskir menntamenn. Í niðurstöðum kemur fram að hámenntað starfsfólk skili mun meiru inn í hagkerfið en lítt menntað. Þetta helgast m.a. af því að hámenntað fólk býr við meira starfsöryggi, skilar meiri framleiðni, tekur færri veikindadaga og fer seinna á ellilífeyri en þeir lítt menntuðu.
Ef nota á krónuna verða vextir að vera hærri en í samkeppnislöndunum og verðtrygging er óhjákvæmileg. Skattar þurfa að vera hærri til að byggja upp gjaldeyrisvarasjóð og velferðarkerfið verður máttvana vegna fjárskorts. Verðtryggða krónan var innleidd sakir þess efnahagslífið gekk ekki með óverðtryggðri krónu. Það munum við vel sem vorum að reyna að koma þaki yfir okkur á árunum 1980 1990. En fyrir því voru líka siðferðileg rök, talið var réttlátt að þeir sem áttu aðgang að lánum greiddu þau til baka í sama verðgildi."
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
32 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 110485
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.