Hér að neðan er lokakafli úr góðri grein eftir Guðmund Gunnarsson formann Rafiðnaðarsambandsins sem hann birti nýverið á eyjunni
"Málflutningur þeirra sem eru gegn því að íslendingar fái að taka málefnalega afstöðu til aðildar að ESB og þess að skipta um gjaldmiðil einkennist af einangrunarhyggju og þjóðarrembing. Ísland eigi að fá sérlausnir umfram aðra, þessu er haldið fram þrátt fyrir að erlend lönd vilja helst ekki eiga samskipti lengur við íslendinga. Þeir standa ekki við samninga og það sé nánast ómögulegt að fá niðurstöður í viðræður við samninganefndir sem koma frá Íslandi.
Nú liggur það fyrir að 71% þjóðarinnar vill fara þessa leið ef það liggi fyrir að við náum hagstæðri niðurstöðu í fiskveiðistjórnun. Báðir stjórnaflokkarnir vilja fá niðurstöður í aðildarviðræður, þó svo það liggi fyrir að VG sé á móti inngöngu. Sama má segja um stóran hóp innan Sjálfstæðisflokks og Framsóknar.
En Heimsýnarhópurinn reynir allt sem unnt er að gera lítið úr afstöðu þeirra sem vilja láta reyna á umsóknarferlið. Viðbrögð á vettvangi stjórnmálanna benda til að lítill lærdómur hafi verið dreginn af skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um aðdraganda og orsakir að hruni krónunnar og bankanna.
Mótsögnin hjá Heimssýnar afstaða þeirra til nauðsynlegra efnahagsráðstafana til framtíðar, þetta blasir í umræðum um dóm Hæstaréttar. Þar ætla menn að bæði að halda og sleppa og stefna með því inn á sömu braut og leiddi til Hrunsins. "
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
33 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 110484
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæl Hólmfríður
Ég undrast það þegar fullorðið fólk skrifar á öfgafullan hátt og fer með ósannindi. Eru þessi skrif Guðmundar, sem þú tekur heilshugar undir partur af þeirri upplýstu umræðu sem Evrópusambandssinnar vilja gjarna?
kv HH
Halldóra Hjaltadóttir, 12.7.2010 kl. 23:27
Guðmundur Gunnarsson talar skýrt og dregur ekkert undan, en hann er, eins og margir fleiri og þar á meðal ég að tala um blákaldar staðreyndir um okkar möguleika til að ná hér betri lífskjörum. Og það er viljum við öll, ekki satt.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 13.7.2010 kl. 00:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.