12.7.2010 | 22:57
Gjaldeyrirbraskarar og afturhaldsseggir
Gjaldeyrirsbraskarar og afturhaldsseggir:
Þetta er fyrirsögnin að fanta góðum pistli eftir Grím Atlason sem birtist á eyjunni um helgina. Og um hverja skyldi Grímur vera að skrifa? Gefum Grími orðið:
"Ég hef verið að hlusta á LÍÚ og aðra afturhaldsseggi sem enn fara með allt of mikil völd á Íslandi. Tæplega 200 kvótaeigendur berjast með kjafti og klóm gegn því að Íslendingar fái að kjósa um það hvort þjóðinni yrði betur borgið innan eða utan Evrópusambandsins. Þessi hagsmunagæslukór hefur keypt sér Morgunblaðið og notar hvert tækifæri til þess að dæla út skrumskældum áróðri sínum."
Síðan vitnar Grímur í "Bréf til Láru" eftir Þórberg Þórðarson, en þar segir:
"Í heimi þessum berjast tvö andstæð megin öfl, afturhald og framsókn [ekkert tengt Sigmundi eða Hriflunni]. Afturhaldið, heimskan, deyfðin og aðgerðarleysið er í ætt við efnið og ellina. Það er stamt fyrir og skilningslaust. Hugsun þess mjakast áfram eftir spori vanans. Það streitist við að halda rás atburðanna í sama horfinu og þeir runnu í á dögum afa og ömmu. Það á enga hugsjón aðra en þá að hindra rás þróunarinnar og hrúga að sér veraldlegum gæðum. Það þekkir enga heildartilfinningu, ekkert heildarsiðferði, ekkert óeigingjarnt samstarf. Út á við fylkir það sér að vísu í heild til þess að vernda rétt sinn, en að eins meðan það hefir praktískt gagn af því. Innra er það saman sett af sundurlausum öflum, sem hatast og heyja látlaust kapphlaup um völd, metorð og auðæfi. Gildi hlutanna miðar það við praktískt gagn. Allt, sem ekki kemur að praktískum notum, er einskinsvert. Þetta er lífsspeki andleysisins. Það vakir yfir helgi eignarréttarins eins og villidýr yfir bráð sinni. Heimurinn er ég og mitt. Lóðin mín, húsið mitt, ó, togararnir mínir. (Bls. 12 í Stórbókinni sem kom út árið 1986)"
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
33 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.