11.7.2010 | 06:37
Erum við ekki að vakna ?
Ég hef þá tilfinningu að þjóðin, við, séum smám saman að vakna upp af dvala aldanna og skilja um hvað hlutirnir snúast sem er að við eignum ÖLL rétt á bita af KÖKUNNI.
Hin öfgafullu dæmi úr hruninu um græðgi og auðsöfnun, sem eru svo gjörsamlega úr takt við allar þarfir hina daglega lífs, munu vonandi vekja þá sem enn sofa.
Sýna hið ómerkilega og tilgangslausa með slíkri græðgi og auðsöfnun. Ég sé aðalleikendur þessa farsa sem aumkunarverðar persónur sem töldu sig vera að kaupa sér lífsfyllingu með dauðum hlutum, til að bæta upp eitthvað tóm hið innar. Að elta ímyndina er dapurt hlutskipti.
Að lifa við öryggi - á góðum stað - með sýni fólki - í jafnvægi í daglegu lífi - við ástúð sinna - í eingin kærleika - án þess að óttast skort við næsta mál.
Það á að vera hlutskipti okkar allra.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
32 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 110485
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.