Gagnrýni á stundum við um einstaka ráðherra - ekki heila ríkisstjórn.

Við skulum ekki blanda saman forneskjulegri stjórnarskrá og stjórnmálaflokkum samtímans. Hver og einn stjórnmálaflokkur hefur sína stefnu og vinna á eftir henni. Ráðherra úr viðkomandi stjórnmálaflokki, virðist ekki þurfa að beygja sig undir samþykktir sína stjórnmálaflokks í einstökum málum, það gerir RÁÐHERRAVALDIÐ.

Við skulum heldur ekki blanda saman málefnasamningi heillar ríkisstjórnar og ákvörðunum einstakra ráðherra.  Hver og ein ríkisstjórn hefur sinn málefnasamning og eftir honum á sú stjórn að vinna.

Síðan gerist það að ríkisstjórnin er skipuð 12 ráðherrum (eins og staðan er í dag) og þá hefur hver og einn SITT VALDSVIÐ. Það eru sem sagt allt í einu komnar 12 valdastofnanir um sameiginleg málefni einnar þjóðar og hvert þeirra getur, samkvæmt RÁÐHERRAVALDINU haft sína stefnu í einstökum málum.

Þegar við gagnrýnum ríkisstjórnina fyrir gerðir einhvers ráðherrans, erum við í raun einungis að gagnrýna þennan eina ráðherra. Það þýðir ekki að þessi eða hinn ráherrann sé vanhæf/vanhæfur heldur að stjórnarskráin og þar með stjórnunarreglur sé algjörlega úr takt við nútímann.

Tvö mál hafa opinberað þetta með áberandi hætti, það eru annarsvegar gengistryggðu lánin og hins vegar málefni Magma Energy.

Sem betur fer er hafin vinna við nýja stjórnarskrá og þá hverfa þessi fornu ákvæði einræðisvald og í staðinn koma ákvæði um fjölskipað stjórnvald, eins og við höldum mörg að sé hjá okkur í dag, en er ekki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

32 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 110485

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband