9.7.2010 | 20:56
Ekki búið að slá fyrningarleiðina út af borðinu í kvótanefndinni.
Nægur er skíturinn og skammirnar, það er víst það eina sem ekki skortir í samfélagi okkar núna.
Fréttin um að búið væri að bakka út úr fyrningarleiðinni eða slá hana út af borðinu, hefur fengið mætustu menn til að senda frá sér órökstudd gífuryrði.
LÍÚ mönnum hefur svo sannarlega tekist ætlunarverið, að koma óorði á kvótanefndina og margir hafa kokgleypt agnið.
Nefndin fer að skila af sér og þjóðin fær að kjósa um þá niðurstöðu sem Alþingi kemst að - öndum nú aðeins - engin tillaga liggur enn fyrir - Alþingi á eftir að fjalla um máið - þjóðin á eftir að kjósa um málið.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
32 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 110485
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
mikil er trú þín kona
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 9.7.2010 kl. 21:43
Svo er verið að setja makríl í kvóta. Það verður gaman að sjá hvernig þetta allt saman endar en ég held að kvótakerfinu verði ekki breytt.
Sjómannaafsláttur er afnuminn en enginn sérstakur auðlindaskattur settur á útgerð sem er að skila hagnaði. Af hverju ekki?
Ég hélt að allir þyrftu að taka þátt;)
Góða helgi.
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 9.7.2010 kl. 22:37
Jóhannes. Þetta er mín sannfæring.
Stefán. Eldri lög um kvótakerfið eru enn við líði og eftir því verður unnið þar til önnur lög þar um verða samþykkt. Sjómanna afsláttur er bara allt annað mál.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 9.7.2010 kl. 22:48
Það sem ég á við er að á meðan að ekki er búið að ákveða hvað á að gera, þá væri hægt að setja auðlindagjaldið aftur á. Til bráðabirgða þangað til að búið er að ákveða hvað á að gera.
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 9.7.2010 kl. 22:54
Hólmfríður, ef það sem Finnbogi Vikar er að segja, er satt, þá er verið að festa kvótakerfið í sessi þannig að nýtingarrétturinn verður ígildi eignarréttar. Við þurfum að vinda ofan af vitleysunni sem leyfði mönnum að eignfæra kvótann og var upphafið að braskinu. Landsbyggðinni er að blæða út vegna þessa kerfis svo innköllun kvótans er forsenda fyrir því að kvótakerfið verði aflagt. þetta snýst ekkert um nokkrar krónur til eða frá í auðlindagjald. Þetta snýst um hvort við ætlum að byggja þetta land í sátt og samlyndi og nýta auðlindirnar í allra þágu. Stórútgerðir sem hafa sölsað undir sig meirihluta kvótans, verða að skila honum aftur, annað er ekki ásættanlegt. Það var vitlaust gefið og nú þarf að gefa aftur
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 9.7.2010 kl. 23:42
Sæll Jóhannes
Var að lesa bókun frá Finnboga V frá 22.06.10. Get tekið undir með þér að efþað sem FV segir þar, er satt þá er málið EKKIá réttri leið. Það sem ég hef mér til stuðnings er fréttir/yfirlýsingar frá formanni og varaformanni Kvótanefndarinnar og meðan ég hef ekki séð niðurstöður/tillögur nefndarinnar, tel ég fulla ástæðu til að trúa þeirra orðun. Það hefur samt örugglega ærin ástæða fyrir bókun FV á þeim tíma sem hún er gerð. Ber mikla virðingu fyrir honum og hans hlut í þessu stóra máli. Ég vel að vera ekki blind á störf minna félaga, en treysti þó Guðbjarti Hannessyni þar til annað kemur í ljós.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 10.7.2010 kl. 02:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.