5.7.2010 | 23:03
Vanda heimilanna verður að leysa á viðunandi hátt.
Mótmæli hafi ekki verið minn stíll fram að þessu, hef heldur reynt að finna leiðir til úrbóta, hafi ég á annað borð skipt mér af málum. Nú er hins vegar svo komið að ég er farin að halla mér að þeirri skoðun að núna sé bara ekki um annað að ræða en að rísa um og segja, NEI OG AFTUR NEI HINGAÐ OG EKKI LENGRA.
Þegar stjórnarhættir þeirrar ríkisstjórnar sem ég styð, eru farnir að snúast um hag fjármagnseigenda umfram heimilin í landinu, þá er skörin farin að færst verulega upp í bekkinn.
Jafnaðarmenn eiga að jafna kjörin í landinu, ekki að gera þau ójafnari en þegar hefur verið úrskurðað.
Ég styð margt sem þessi ríkisstjórn er að gera eins og;
- að sækja um aðild að ESB,
- að breyta fiskveiðistjórnunarkerfinu,
- að endurskoða stjórnarskrána,
- að ná samningum um ICESAVE,
- að endurskoða og sameina ríkisstofnanir
- og margt annað.
En ríkisstjórnin hefur að mínu áliti, enn sem komið er, ekki komið til móts við skuldavanda heimilanna með viðunandi hætti, því miður.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
32 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 110485
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sammála Hólmfríður. Það þarf einfaldlega að setja lög sem afnema bæði gengistryggingu og verðtryggingu frá því fyrir hrun á húsnæðislánum. Þar þarf líka að ákvarða vexti á um 5,5%. Það er hærra en í flestum viðmiðunarlöndum en er ásættanlegt í okkar raunveruleika. Mbk, G
Gunnlaugur B Ólafsson, 6.7.2010 kl. 00:03
Komið þið sæl; Hólmfríður og Gunnlaugur !
Jæja; það er ágætt, að þið eruð orðin skelfd - krata sálirnar.
Það vill svo til; að mögulegt er, að Íslendingar séu að vakna, til nokkurrar vitundar, um moldvörpu starfsemi AGS/ESB og NATÓ, sem þið bæði tvö, auk Jóhönnu og Steingríms hirðarinnar, hafið fylgt í blindni, til þessa.
Ekki; seinna vænna !
Og; það á ekki, að taka neinum vettlinga tökum, á And- byltingarsinnum, hvar í flokki; sem finnast.
Með; fremur þurrum kveðjum, úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 6.7.2010 kl. 00:46
Alveg sammála þér Hólmfríður. Nú verður að fara að safna þeim saman innan Samfylkingarinnar sem eru ósáttir og skipuleggja aðgerðir.
Ekki niðurrif heldur uppbyggingu!!!
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 6.7.2010 kl. 00:52
Komið þið sæl; að nýju !
Og; ert þú nú orðinn óttasleginn líka, Stefán ?
Vildi bæta við; að það bezta, sem þið gætuð byrjað á, væri að kefla fyrir hvoftinn, á Merði ykkar Árnasyni; hver; hefir sér til dægra styttingar, að skenza, og draga dár, að sjálfsögðum, og atvinnuskapandi hvalveiðum Íslendinga.
Þú; sem sjómaður - og verðmæta sköpunar maður Stefán, ættir nú að skilja mín sjónarmið þarna, að nokkru, hygg ég vera.
Með; þeim sömu kveðjum, og fyrri /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 6.7.2010 kl. 01:04
Sæll Óskar
Óstjórn liðinna ára hefur komið okkur hingað sem við erum núna. Umheimurinn var ekki tilbúinn til að veita aðstöoð nema í gegn um AGS og því er hann hér og er að gera sitt gagn.
Það er okkar eina leið út úr þessum ósköpum að sækja um aðild að ESB og komast þar í samfélag sjálfstæðra Evrópuþjóða.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 6.7.2010 kl. 02:00
Og meira Óskar
Ég vil benda þér á færslu hér á síðunnu sem heitir LEIKFANGIÐ HANS KRISTJÁNS LOFTSONAR - HVALVEIÐAR VIÐ ÍSLAND og aðra færslu um ESB og hvað við erum hrædd við þar. Það svarar þínu lofi um hvalveiðar og lasti um ESB.
Gunnlaugur. Ég tel því miður að það sé borin von að afnema verðtrygginguna með krónuna sem óstuddan gjaldmiðil. Það sem gera verður sem allra fyrst í aðildarferlinu inn í ESB, er að leita samninga um það við sambandið að tengja krónuna við evruna og ná þannig bakstuðningi Evrópska Seðlabankans. Þá fyrst er hægt að huga að því að afnema verðtrygginguna, lækka vextina og afnema gjaldeyrishöftin.
Ég vísa til þeirra tillagna sem Hagsmunasamtök heimilanna hafa lagt fram um lækkun höfuðstóla verðtryggðra lána og fleira því tengt sem finna má á heimasíðu samtakanna og á bloggi hjá Marinó G Njálssyni.
Dómar Hæstaréttar hafa tekið á gengistryggðu lánunum og þá dóma á að virða.
Stefán, þú talar um aðgerðir og hefja uppbyggingu. Hvaða aðgerðir ert þú að tala um og vilt þú meina að ekki sé unnið að uppbyggingu eins og kostur er við gríðarlega erfiðar aðstæður.
En ef ekki verður komið til móts við vanda heimilanna með afgerandi og árangurríkum hætti, verður veruleg fækkun fólks í þessu landi á næstu mánuðum og misserum. Hvernig á þá að byggja upp og hvað.
Heimilin eru grunneining hvers samfélags.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 6.7.2010 kl. 02:20
Gunnlaugur - gengistryggingin er farin með dómum Hæstaréttar.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 6.7.2010 kl. 02:22
Komið þið sæl; að nýju !
Dapurlegt er það; að þú skulir ENN, vilja binda trúss þitt, við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn - svo og; skriffinsku Nazisma Evrópusambandsins, Hólmfríður.
Reyndu nú; að fara að læra, af sögunni, og sjá, að við eigum hvergi betur heima, en með þróttmikilli Asíu - Ameríkunum þrem og Afríku, þegar; til lengri tíma er litið.
Ég hugsa nefnilega; í öldum - en þú, í einhverjum árum eða áratugum, ágæti Húnvetningur.
Og ekki skemmir; að Evrópu útnárinn, verður undir skynsamlegri stjórn Rússa - Kínverja - Kazakha - Indverja og fleirri, innan ekki svo langs tíma.
Með; ögn mildari kveðjum, að þessu sinni - með von um skjótan bata, krata samfélagsins ykkar - og auknu raunsæi, mögulegu /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 6.7.2010 kl. 02:22
Þrautseigur ert þú Óskar og þröngsýnn að sama skapi. Eigi mun ég taka sinnskiptum fyrir þín orð eða annarra sem vilja í moldarkofum fortíðar dvelja. Þannig er það bara
Hólmfríður Bjarnadóttir, 6.7.2010 kl. 11:16
Komið þið sæl; enn, sem fyrr !
Hólmfríður !
Moldar kofa hyggja þín; er nú orðin ærið þreytt kenning. Vertu ekki; með þessa skefjalausu útúrsnúninga, þú veist mæta vel, að þeim þætti hýbýla sögu Íslendinga, er löngu lokið.
Reyndu; að koma með einhverja vitræna punkta - eigi ég að nenna, að elta frekar ólar, við orðræðu þessa, Húnvetningur góður.
Með þeim sömu kveðjum; sem síðast /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 6.7.2010 kl. 12:19
Er þá ekki bara best að hætta að elta ólarnar. Þó við séum flutt úr moldarkofunum, þá örlar enn eftir af þeirri hugsun sem þar ríkti. Að útlendingar væru af hinu vonda., þeir vildu einungis kúga, ræna og ráðska með okkur á allann hátt.
Nú eru aðrir tímar og við vitum betur, okkar velsæld nú (þó kreppt hafi að um tíma) er fyrsta og fremst til komin vegna margskyns samskipta og viðskipta við önnur lönd. Ég og fjölmargir aðrir vilja enn auka samskiptin og viðskitin og ná þannig fram margskonar umbótum fyrir þjóðina.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 6.7.2010 kl. 14:17
Komið þið sæl; á ný !
Hólmfríður !
Það er manndómsbragur að; hjá þér, að viðurkenna loks, að til eru þjóðir - utan Evrópuskagans, sem okkur sé sæmd ein að, að hafa viðskipti við - og; umfram allt, efla tengsl, til mikilla muna, frá því, sem verið hefir.
Þess vegna; hefi ég lagt ofurkapp, á samskipti, við aðrar heimsálfur - nær; sem og fjær, ágæti Húnvetningur.
Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 6.7.2010 kl. 14:42
Auðvitað vil ég hafa samskipti við þjóðir vítt og breytt um veröldina. Liður í því er að ganga í ESB, svo einfalt er það.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 6.7.2010 kl. 17:06
Komið þið sæl; enn sem fyrr !
Hólmfríður !
Hinni eiginlegu Evrópu; verður tortímt - innan ekki svo langs tíma, hvar; þessi skaga rani, út úr Asíu, verður innlimaður, inn í meginland Asíu.
Og; þar með, rennur ESB sitt skeið, þó fyrr hefði verið.
Með beztu kveðjum; sem fyrr /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 6.7.2010 kl. 19:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.