4.7.2010 | 18:24
Ungt norskt fólk þekkir rétt sinn á vinnumarkaði
Þegar fólk þekkir sinn rétt á vinnumarkaði er það gjarnan úthrópað af vissum hópi vinnuveitenda. Það eru gjarnan vinnuveitendur sem vilja fá sem allra mest frá starfsmönnum sínu fyrir sem allra minnstan tilkostnað.
Þessi hópur vinnuveitenda reynir líka gjarnan að fá fá starfsmenn sína til að kasta frá sér sínum kjarasamningsbundnu réttindum fyrir aðeins "betri" laun. Það er að fá smá meira í budduna núna, en sitja svo uppi með ekkert þegar kemur að orlofi, veikindum, atvinnuleysi og ýmsu öðru sem rekur á fjörur í lífinu.
Gott að norsk ungmenni þekki sinn rétt og láti ekki troða á honum. Réttlæti er þetta kallað og ég styð það heils hugar, bæði í Noregi, á Íslandi og annars staðar í heiminum.
Ungt norskt fólk nennir ekki að vinna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
31 dagur til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Einhvernvegin verða þessar tekjur að verða til. Vinnan verður að skila tekjum til að standa undir þessu, ef tveir eru alltaf í '' vinnu'' en aðeins einn að gera eitthvað þá fer bara fyrir þeim eins og Íslandi og íslendingum: þeir fara á hausinn. Ef að ungt norskt fólk nennir ekki að vinna þá er enginn verðmætasköpun, bara útgjöld, er það ekki það sem þeir hafa áhyggjur af ? af því Norðmenn kunna að leggja saman og draga ?
Einar Guðjónsson, 4.7.2010 kl. 22:45
Þrælsótti við vinnuveitendur skilar ekki betri afköstum nema síður sé. Þau "útgjöld" sem þú ert að tala um eru samingsbundin réttindi sem gert er ráð fyrir í kjarasamningum og vinnuveitendur hafa samþykkt fyrir sitt leiti. Þau eru líka vandlega kostnaðarreiknuð og gert ráð fyrir þeim í útgjöldum fyrirtækja vegna starfsmanna. Þegar tveir aðilar semja verða báðir að standa við sitt. Þú skalt ekki reyna að hrekja þetta hjá mér því ég hef unnið hjá verkalýðshreyfingunni í 18 ár og þekki þessi mál mjög vel.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 5.7.2010 kl. 00:48
Það er ekki það sama að þekkja rétt sinn og að misnota veikindadaga og vilja fá borgað fyrir að gera ekkert. Ef þetta fólk svo veikist og er búið með veikindadagana þá væntanlega er vinnuveitandinn vondi karlinn þegar þau þurfa að vera launalaus heima.
Haukur Þór Smárason (IP-tala skráð) 5.7.2010 kl. 15:40
Haukur
Hér á Íslandi eru það sjúkrasjóðir stéttarfélaganna sem greiða fólki dagpeninga eftir að veikindaréttur hjá vinnuveitanda lýkur.
Ég hef hvergi talað fyrir misnotkunn á réttindum, hvorki hjá launþegum eða vinnuveitendum. Hafi vinnuveitandi rökstuddan grun um að launþegi sé að taka veikindadaga án tilefnis, er sá möguleiki fyrir hendi að krefjast læknisvottorðs.
Það að þekkja rétt sinn er ekki það sama og ætla að misnota hann. Það þýðir hins vegar að viðkomandi er tilbúinn til að standa á rétti sínum, þegar og ef sá réttur er brotinn.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 5.7.2010 kl. 16:40
Hafi vinnuveitandi rökstuddan grun um að launþegi sé að taka veikindadaga án tilefnis, er sá möguleiki fyrir hendi að krefjast læknisvottorðs, þó slíkt sé ekki gert alla jafna vegan skammvinnar fjarveru, 1 til 2 dagar.
Margir vinnuveitendur hafa þann sið að treysta sínu fólki og telja sér hag í því.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 5.7.2010 kl. 16:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.