3.7.2010 | 00:20
Gott mál - ICESAVE - viðræður að hefjast að nýju
Gott mál að nú skuli vera að hefjast viðræður að nýju milli okkar Breta og Hollendinga um lausn ICESAVE málsins. Tími til komin að því þrefi ljúki, nóg er þetta mál búið að kosta okkur nú þegar. Vonandi halda Hrunflokkarnir sig á mottunni núna.
Icesave samningar halda áfram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
32 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 110485
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Finnst þér það virkilega gott að vðræður séu að hefjast. Um hvað eiga viðræðunar að snúast um?
Eggert Guðmundsson, 3.7.2010 kl. 00:26
Íslenska þjóðin skuldar ekkert varðandi Æsseif - viðræður ef þær eru einhverjar - geta ekki snúist umannað en það.
Benedikta E, 3.7.2010 kl. 00:44
Ekki gleyma því að ef þjóðin hefði ekki gripið í taumana þá sætum við uppi með handónýtan samning um Icesave. Steingrímur og co hafa klúrðað þessu máli tvisvar, vonandi fær ekki skattaböðullinn Indriði ekki að koma nálægt þessum samningum
Sigurður Sigurðsson, 3.7.2010 kl. 00:48
Það er einnig spurning hvort breska "samninganefndin" hafi umboð til að semja, ef eitthvað eru að semja um. Ný Ríkisstjórn= nýtt umboð hennar.
Eggert Guðmundsson, 3.7.2010 kl. 00:57
Hólmfríður. Ég tók ekki eftir síðustu setninunni þinni. Hvaða hrunflokka ertu að tala um?
Eggert Guðmundsson, 3.7.2010 kl. 01:04
Eggert. Já mér finnst gott ef hægt er að ljúka þessu máli. Viðræður snúast ætíð um að ná niðurstöðu. Hrunflokkarnir eru að skjálfsögðu Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur. Þessir 2 stjórnmálaflokkar lögðu grunninn að Hruninu og unnu ötullega með þeim sem blésu út fjármálakerfið okkar þar til það hrundi.
Benedikta. Þetta er einfaldlega ekki rétt hjá þér, þó ég vildi svo gjarnan að svo væri.
Sigurður. Hefðu Hrunflokkarnir ekki þvælst fyrir eins og raun ber vitni þá værum við löngu búin að semja um málið.
Þið skuluð ekki reyna að snúa þessu máli á hvolf fyrir mér, ég einfaldlega bít ekki á það áróðursagn.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 3.7.2010 kl. 01:30
Okkur verður stefnt fyrir EFTA dómstólinn en ekki Héraðsdóm Reykjavíkur eins og ýmsir lukkuriddarar hafa sagt. Sá dómstóll hefur þegar birt afar neikvætt álit gagnvart okkur Íslendingum. Það er því ljóst, að hjá þessu verður ekki komist, þó auðvitað hefði verið betra að stjórnvöld hefðu gætt betur að þessu máli á sínum tíma.
Doddi (IP-tala skráð) 3.7.2010 kl. 05:14
Bretar og Hollendingar hafa ekki getað sýnt fram á að þeir eigi lögvarða kröfu á hendur íslensku þjóðinni vegna Æsseif.
Eða býrð þú Hólmfríður yfir þeirri vitneskju að svo sé ?
Benedikta E, 3.7.2010 kl. 10:21
Það er ekkert að semja um. Ef Hollendingar og Bretar telja sig eiga eitthvað inni vegna IceSave má benda þeim á að senda reikninginn til:
Tryggingarsjóður innstæðueigenda og fjárfesta
Borgartún 35
IS-105 Reykjavík
ICELAND
Verði kröfunni ekki svarað er líka sjálfsagt að benda þeim á þau úrræði sem blómlegur innheimtubransi á Íslandi býður. Einnig má benda þeim á ákvæði íslenskra laga um fjárkröfur o.þ.h. og það mikilvæga sjónarmið byggt á nýfenginni reynslu að dómstólar virðast þrátt fyrir allt dæma samkvæmt þeim lögum. Íslensk stjórnvöld eiga hinsvegar að láta þetta afskiptalaust, eins og svo mörg önnur mál sem þau virðast því miður ekki geta látið fara sína eðlilegu leið.
Guðmundur Ásgeirsson, 3.7.2010 kl. 14:29
Benedikta og Guðmundur Ásgeirsson, málið er á leið fyrir EFTA dómstólinn og hann mun ekki vera sammála ykkur hversu mikið sem þið vilduð.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 4.7.2010 kl. 02:01
Það hvort einhver dómstóll sé sammála mér eða ekki er aukaatriði, svo lengi sem hann dæmir eftir laganna bókstaf er ekkert að óttast.
Guðmundur Ásgeirsson, 4.7.2010 kl. 16:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.