Siv ósatt við tillögu Gunnars Braga um að draga umsókn um ESB til baka

Nú er ég sammála Siv þó hún sé Framsóknarmaður. Gunnar Bragi er ekkert annað en skósveinn Þórólfs Gíslasonar kaupfélagsstjóra Kaupfélags Skagfirðinga. Á þeim bæ KSheimilinu er aðeins hugsað um að safna auði sem er soginn út úr bændum, fiskverkafólki, sjómönnum og öðru launafólki. Gunnar Bragi er aðeins að hlýða sínum yfirmanni og löngu tímabært að segja það upphátt.

ESB er eitur í beinum ÞG og hans líka. Þeir/þau vilja auðvitað halda áfram í sama leiknum með krónuna og halda lífskjörum alnennings á lægsta kanti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórarinn Baldursson

Heirðu kona góð! Trúir þú sjálf þessu kjaftæði í þér,ég held að þú ættir að halda þig við léttlopan en vera ekki að rakka niður Kaupfélagið á Sauðárkróki,og ég trúi tæplega að það sé rétt sem stendur þarna hjá þér að þú sért Húnvetningur í báðar ættir.Ég héllt að það væri ekki til svona hugsandi manneskja í þeirri sýslu,svo er annar möguleiki að þetta sé öfund út í skagfirðingana.Kona líttu þér nær,hvenær hefur eitthvað gengið upp í atvinnu málunum þarna á Tanganum?

Þórarinn Baldursson, 2.7.2010 kl. 20:31

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sæll Þórarinn.

Þér hefur greinilega runnið blóðið til skyldunnar að verja þinn mann. Er það kannski bara tilviljun að Skagafjörður er eitt mesta láglaunasvæði á landinu. En það sem málið snýst um og það er að það rammgerða sölukerfi um afurðir bænda og sjómanna og hefur mjög sterka valdastöðu í Skagafirðinum hjá ÞG.  Toppurinn vill auðvitað ekki missa sín tök og sjá fram á að launafólkið á gólfinu, í flórnum og á dekkinu fái nú loks verðug laun sinna starfa.

Ég er auðvitað ekki að "rakka  niður" það fólk sem býr í Skagafirðinum og vinnur hjá KS. En ég veit hinsvegar vel að það fólk er ekki of sælt af sínum launum og hefur jafnvel flúið af svæðinu vegna láglaunastefnu KS. Um það þekki ég dæmi og veit að það er rétt.

Það að segja það sem allir vita, en fáir þora að ræða, heitir ekki að "rakka niður" heldur að vera hreinskilin.

Atvinnumál á landinu öllu munu taka verulegum breytingum til hins betra þegar við verðum komin í ESB. Þar er byggðastefna mjög virk og þar sem landið mun væntanlega allt teljast harðbýlt svæði (fyrir norðan 62° breiddargráðu), þá munu landbúnaðarstyrkir íslenska ríkisins verða heimilir, auk styrkja frá ESB.

Auðvitað verða verulegar búháttabreytingar og það þarf ekki að vera neikvætt nema síður sé.

Aðrar "athugasemdir" frá þér eru bara ekki svara verðar

Hólmfríður Bjarnadóttir, 2.7.2010 kl. 21:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

32 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 110485

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband