2.7.2010 | 19:44
Er samfélagið okkar að liðast í sundur?
Mikil óvissa ríkir núna, vantrú, tortryggni og reiði. Nú verður að gera sátt við almenning í þessu landi. Skuldamál heimila, fyrirtækja, stofnana, sveitarfélaga og allra annarra eru að gera út af við þetta samfélag okkar.
Samfélagið er nú einu sinni fólkið í landinu og það er mun mikilvægara en einhverjar peningastofnanir þar sem fræðingar reikna gróða einhverra meðan fólkið í landinu er að missa vinnuna, heimilin sín, sambandið við hvert annað og sína fótfestu í lífinu.
Rangstaða margra á vellinum gerir leikinn svo rangann og blátt áfram ógnvænlegan. Það verður að gera sátt, já stóra og mikla sátt, annars mun samfélagið liðast í sundur.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
32 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 110485
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það verður engin sátt á meðan fiskveiðiauðlindinni hefur ekki verið skilað aftur til þjóðarinnar og glæpamennirnir sem stálu henni ganga enn lausir eins og fínir menn.
Níels A. Ársælsson., 2.7.2010 kl. 19:57
Þetta er allt rétt og satt en hvernig á að gera stjórnvöldum grein fyrir þessu vandamáli. Þau hafa ekki áhuga á þvi að skapa sátt í þjóðfélaginu. Eingöngu að hlaða undir fjármagnseigendur og kröfuhafa.
Sigurður Sigurðsson, 2.7.2010 kl. 20:08
Og troða okkur nauðugum í andskotans Evrópusambandið!
Þórarinn Baldursson, 2.7.2010 kl. 20:34
Hólmfríður, afhverju efnir flokkurinn þinn ekki loforð sitt. Frjálsar hanndfæraveiðar.
15.000 manneskjur ganga um með hendur í vösum, hvað eruð þið að hugsa.
Það er glæpur gagnvart þjóðinni að horfa aðgerðar laus uppá þetta.
Aðalsteinn Agnarsson, 2.7.2010 kl. 20:41
Níels. Alveg rétt - fiskveiðikerfinu verður að breyta og verið er að vinna í því sem betur fer.
Sigurður. Ég held í þá von að það sem nú er að gerast opnu augu stjórnvalda nægilega vel
Þórarinn. Leiðrétting. Að semja okkur inn í ESB til hagsbóta fyrir alla þjóðina
Aðalsteinn. Með breytingum á fiskveiðikerfinu koma vonandi frjálsar handfæraveiðar. Margt fleira þarf til svo atvinnuleysinu verði útrýmt.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 2.7.2010 kl. 21:10
Hólmfríður, þú stendur þig vel að verja þetta fólk. Ég og 15.000 atvinnuleisingjar höfum ekki tíma
til að bíða í 20 ár eftir breytingum á fiskveiðikerfinu. Við verðum að fá þetta strax,
FRJÁLSAR HANDFÆRA VEIÐAR. Eg skil ekki hvað stoppar ykkur, þar sem þið lofuðu þessu.
Aðalsteinn Agnarsson, 2.7.2010 kl. 21:47
Aðalsteinn. Ég talaði ekki um nein 20 ár í sambandi við frjálsar handfæraveiðar. Þegar innköllun veiðiheimilda hefst er vel mögulegt að farið verði í að gera breytingar á veiðum á grunnslóð almennt. Þú skalt endilega beina spurningum til formanns Sjávarútvegsnefndar Alþingis Ólínu Þorvarðardóttir, sú nefnd er ekki í sumarfríi svo ég viti.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 2.7.2010 kl. 23:16
Ólína, sem aldrei hefur migið í saltan sjó er hún formaður sjávarútvegsnefndar ?
Jón B, hefur ekki heldur migið í saltan sjó. Flestir okkar sjávarútvegsráðherrar
hafa ekki migið í saltan sjó. Er að furða að fiskimiðinn séu að gefa Íslensku þjóðinni
bara lítið brot af fiskafla með svona molbúahætti.
Aðalsteinn Agnarsson, 3.7.2010 kl. 00:26
Meinti, bara lítið brot af fiskafla miðað við hvað þau raunverulega gætu gefið þjóðinni.
Aðalsteinn Agnarsson, 3.7.2010 kl. 00:44
Held reyndar að það að míga í saltan sjó, geri fólk eitthvað hæfara til starfa að þessum málum. Það sem þar ræður för er fyrst og fremst hvort þessir ráðamenn hugsa um hag þjóðar sinnar eða einungis um hag "kvótaeigenda"
Ólína er með hag þjóðarinnar í öndvegi, en hef Jón grunaðann um að halla sér meira að LÍÚ en hollt getur talist.
Tek heilshugar undir með þér um að gefa á handfæraveiðar frjálsar.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 3.7.2010 kl. 01:37
Þú ættir að vera sjávarútvegsrh, þá væru sennilega þúsundir manna komnar í strandveiðarnar.
Þá væri búið að höggva stórt skarð í raðir atvinnulausra.
Aðalsteinn Agnarsson, 3.7.2010 kl. 18:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.