Búið er að skipa stjórnlaganefnd af Alþingi. Vel hefur verið valið í nefndina og það gleður mig sérstaklega að Njörður P Njarðvík skuli sitja í nefndinni. Það var einmitt hann sem vakti þjóðina til vitundar um þetta stóra mál með grein í Fréttablaðinu í jan 2009 og viðtali í Silfrinu hjá Agli Helgasyni í framhaldinu. Björg Thorarensen afþakkaði ráðherrastól í núverandi ríkisstjórn með þeim orðum að hún vildi ekki gera sig vanhæfa til að vinna að endurskoðun Stjórnarskrárinnar þegar að þeirri vinnu kæmi. Hennar tími er nú komin. Þetta ágæta fólk hér fyrir neðan skipar nefndina:
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Ágúst Þór Árnason
- Björg Thorarensen
- Ellý K. Guðmundsdóttir
- Guðrún Pétursdóttir
- Njörður P. Njarðvík
- Skúli Magnússon.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
33 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 110484
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já, þetta er gleðilegt. Vonandi gangi þeim vel í starfinu sínu.
Úrsúla Jünemann, 2.7.2010 kl. 18:35
Hef mikla trú á þessari nefnd - hún er skipuð úrvalsfólki
Hólmfríður Bjarnadóttir, 2.7.2010 kl. 23:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.