VIÐ HVAÐ ERUÐ ÞIÐ SVONA HRÆDD GAGNVART ESB ??

VIР HVAР ERUM  VIР SVONA  HRÆDD  ÞEGAR  ESB  AÐILD  ER  RÆDD - ER  ÞETTA  GAMLA DANA  HATRIР Í  NÝRRI  MYND.

VIÐ ERUM EKKI AÐ FARA TIL BAKA OG UNDIR HARÐSTJÓRN DANA EINS OG HÚN VAR Á ÖLDUM ÁÐUR.

VIÐ ERUM AÐ GANGA TIL LIÐS VIÐ VINVEITTAR ÞJÓÐIR Á JAFNRÉTTIS GRUNDVELLI.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Það er tilgangslítið að ræða ESB við þá sem hæst láta í andstöðunni. Það er margsannað. Hræðsla þeirra við aðildarviðræður sýnir best rökþrot þeirra. Ef ESB er sá skratti sem þeir mála á vegginn þá ættu þeir ekki að hafa áhyggjur af útkomu aðildarviðræðna. Því miður hefur Davíð Oddssyni og hans hirð tekist að koma í veg fyrir vitræna umræðu um ESB í áraraðir. Þess vegna fór hin heimskulega ályktun í gegn á landsfundi Sjálfst. flokksins

Hjálmtýr V Heiðdal, 29.6.2010 kl. 12:16

2 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Það er alltaf að koma betur í að danir voru ekki svo slæmir, það voru Islenskir embættismenn

og við sjálf sem komum í veg fyrir allar framfarir.

Aðalsteinn Agnarsson, 29.6.2010 kl. 12:45

3 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Þegar skaftáreldar geysuðu, gáfu Danir Íslendingum heilu skipsfarmana af tráviði, ætluðum

til skipasmíða. Fyrirmennin sem tóku við (sýslumenn) létu trjáviðinn grotna niður.

Þeir vildu alls ekki að almenningur gæti bjargað sér.

Er ekki sama sagan í gangi í dag.  Sjávarútvegur    Landbúnaður

Aðalsteinn Agnarsson, 29.6.2010 kl. 13:00

4 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Alveg rétt Hjalmtýr.

Aðalsteinn. Amenningur í landinu þegar ég var krakki og þá helst eldra fólk var reytt Dönum fyrir aldalöng yfirráð.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 29.6.2010 kl. 18:31

5 Smámynd: Vilhjálmur Árnason

Það er viss misskilningur að um ótta sé að ræða.

Evran hentar ekki hagkerfinu og fjármálakerfis breytingar eru betur framkvæmanlegar utan ESB. 

Það er bráð nauðsynlegt að við getum gefið út okkar egin mynt, þó ég þykist vita að þú hafir ekki mikið álit á henni. Sem mér finnst reyndar sorglegt. 

Evran er of ósveigjanleg fyrir okkur.   

Vilhjálmur Árnason, 29.6.2010 kl. 22:33

6 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Vilhjálmur

Við erum ekki neitt öðru vísi en annað fólk og við getum vel lagað okkur að stöðugleika. Fókið í landinu er komið með upp í kok af eilífum sveiflum upp og niður. Þar á ég bæði við fyrirtækin og heimilin. Það er líka hrein óskhyggja að við getum haft okkar eigin mynt. Er HRUNIÐ ekki næg sönnun þar um.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 29.6.2010 kl. 23:23

7 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Við erum part af Evrópu, hvort okkur líkur betur eða verr. Það að einblína sér að því að þóknast Bandaríkjunum var stórt skref í vitlausa átt eins og kom berlega í ljós á síðustu árunum. þaðan kom aldrei nein hjálp enda hafa þeir þarna fyrir vestan nóg að gera að sinna sínum vandamálum. Og að ímynda sér að við hér með rúmlega 300.000 íbúum og einhverjum örgjaldmiðil gætum haldið velli í ólgusjó viðskiptanna er alveg út úr kú. Svo við hvað erum við hrædd?

Úrsúla Jünemann, 30.6.2010 kl. 00:57

8 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Gott innlegg Úrsúla. Það er helst ef einhver hernaðartengt hangir á spýtunni sem Bandaríkjamenn eru tilbúnir.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 30.6.2010 kl. 03:10

9 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Það hefur enginn þjóð í veröldin hjálpað Íslendingum eins mikið og Bandaríkinn.

Aðalsteinn Agnarsson, 30.6.2010 kl. 10:59

10 identicon

Þetta er ekki hræðsla frú Hólmfríður, þó þú og þínir fylgismenn kjósið að kalla það því nafni af þið viljið og ætlið ekki skilja röksemdir okkar, sem viljum ekkert með þetta yfirráðabandalag ESB hafa að gera.

Það að vilja ekki að Ísland gangist ESB apparatinu á hönd er miklu frekar raunhæf og rétt ákvörðun byggð á öllum fáanlegum upplýsingum og staðreyndum sem liggja fyrir um ESB og starfssemi þess og eðli þess og fólk hefur kynnt sér.

Einmitt þess vegna er staðan svona sárlega slæm fyrir ykkur ESB innlimunarsinna !

Þetta hefur ekkert með LÍÚ eða bændur að gera og ekki heldur með einhverja meinta einangrunarhyggju eða afdalamennsku eða öfgaþjóðernishyggju að gera, eins og þið reynið oft að halda fram í hræðsluáróðri ykkar.

Hvað þá að þetta hafi eitthvað með "ljóta kallinn hann Davíð" að gera eins og þið stundum haldið fram í bræði ykkar, til að mynda Hjálmtýr Heiðdal hér að ofan.  

Það er einfaldlega skynsemin sem ræður afstöðu fólks til þessa máls fyrst og fremst.

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 1.7.2010 kl. 10:29

11 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Gott og vel, við skulum kalla þetta skynsemi að vera á móti inngöngu í ESB, þó ég viti raunar ekki af hvaða toga sú skynsemi er.

Það er eitt sem er alveg ljóst að það er það sem við köllum heilbrigða skynsemi, sem ræður okkar afstöðu sem viljum leita samninga við ESB. Við byggjum okkar afstöðu á upplýsingum sem fyrir liggja og sýna svo ekki verður um villst að hagsmunum Íslands virðist betur borgið innan ESB, en utan.

Þú talar um bræði okkar og auðvitað erum við sum reið vegna þeirra augljósu mistaka sem gerð voru að klára ekki aðildarferlið þegar búið var að gera EES samninginn. Ég viðurkenni það fúslega að vera gröm og sár yfir þeim stóru mistökum. En það er ekki reiðin sem ræður okkar för nú, heldur okkar bjargfasta trú á að við séum að vinna að heill allrar þjóðarinnar.

Svo þýðir lítið Ingvar að láta svo sem andstaða LÍÚ og bænda hafi ekki áhrif á afstöðu fólks. Og svo er það Davíð, við vitum öll að hann var hlynnir inngöngu í upphafi ríkisstjórnarsamstarfs við Krata undir forystu Jóns Baldvins.

Honum snérist hugur ásamt Birni Bjarnasyni og fleirum hjá Sjálfstæðisflokknum. Að mínu áliti var þar ekki á ferð heilbrigð skynsemi, heldur hagsmunagæsla.

Þó þig langi að endurskrifa söguna, þá koma allskyns gögn í veg fyrir að það takist

Hólmfríður Bjarnadóttir, 1.7.2010 kl. 11:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

32 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 110485

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband