Úrsagnarbréf til Sjálfstæðisflokksins - Þjóðernishyggja frá 18. öld

Bréfið hér að neðan var birt á eyjunni í dag og það sendi maður til eyjunnar, sem var að segja sig úr Sjálfstæðisflokknum eftir að hafa gengt trúnaðarstörfum fyrir flokkinn um árabil.

"Undirritaður hefur verið mikill stuðningsmaður Sjálfstæðisflokksins í gegnum tíðina. Sjálfstæðisflokkurinn hefur barist fyrir viðskiptafrelsi, afnámi hafta og ríkisafskipta sem og leitt Ísland inn í samfélag þjóðanna í gegn um NATO, EFTA og EES. Það er stefna að mínu skapi að einstaklingar hafi frelsi til athafna og að Ísland sé virkur þáttakandi í samfélagi þeirra þjóða sem standa okkur næst.

Núverandi stefna Sjálfstæðisflokksins, ef einhverja stefnu skyldi kalla, er furðuleg og fráleit. Flokkurinn er eins og Bjartur í Sumarhúsum þar sem sjóndeildarhringurinn er 5 metra í burtu. Og menn telja sig þess umkomna að finna út þann sannleik að ESB sé einhverskonar afturhaldsbatterí í Brussel og flestar þjóðir Evrópu hafi unnið þar hörðum höndum að koma saman félagsskap til að gera lífið sér erfiðara. En við séum svo klár að láta nú ekki plata okkur. Það er óhætt að kalla alvarlegt ofmat á eigin snilli eins og staða þjóðarinnar og almennings sýnir augljóslega nú.

Stjórnmálaflokkur sem hefur það á stefnuskránni að halda dauðahaldi í gerónýta mynt með stórkostlegum kostnaði fyrir almenning í landinu er á alvarlegum villugötum. Stjórnmálaflokkur sem tekur hagsmuni útgerðarmanna og bænda fram yfir almenning í landinu hefur verulega skakkt útsýni á eðilegar vogarskálar hagsmunamats. Stjórnmálaflokkur sem rekur stefnu afturhaldsamrar þjóðernishyggju á heima á 18. öldinni, nú eða bara í sæng með vinstri grænum þar sem nægur félagsskapur er til frasasmíði og forpokunar. Og stjórmálaflokkur sem bregður fæti fyrir eðlilegt framhald vestrænnar samvinnu og náins bandalags okkar litlu þjóðar með þeim þjóðum sem standa okkur næst má nú bara hreinlega kalla heimskan.

Nýafstaðin algerlega innihaldslaus landsfundur með sínum ályktunum sem sennilega eru samdar á skrifstofu LÍÚ og Bændasamtakanna hefur nú rekið smiðshöggið. Ég undirritaður óska eftir því að vera tekin út úr félagatali í Sjálfstæðisflokknum. Ég hef ekki áhuga á að tilheyra félagsskap 18. aldar þjóðernishyggju þar sem markmiðið er að raka undir hagsmuni hinna fáu á kostnað fjöldans."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

FLokkurinn fær margfalt fleiri í staðinn fyrir flóttamennina!

Jón Valur Jensson, 29.6.2010 kl. 00:41

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sæll Jón Valur

Óskhyggjan er enn alsráðandi hjá þér. Er því miður ekki viss um að þessi ósk rætist.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 29.6.2010 kl. 00:51

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Hefur þú engar athugasemdir við bréfið Jón Valur??

Hólmfríður Bjarnadóttir, 29.6.2010 kl. 00:52

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég nenni ekki að lesa það, Hólmfríður, er þreyttur og hef nóg annað að gera en að lesa óspennandi texta.

Jón Valur Jensson, 29.6.2010 kl. 01:17

5 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

En hann svo sannur og það er svo skelfilegt hvað spillingin hefur verið og er í þessum flokki. En hvernig "veist" þú textinn er "óspennandi" ef þú lest hann ekki. Það er nefnilega talað um fleira en ESB í þessu bréfi.

Auðvitað eru búinn að lesa hann en leggur bara ekki í að rökræða hann hér á þessari síðu. En þitt er valið - Jón Valur.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 29.6.2010 kl. 01:28

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

Nafnlaust bréf er marklaust - það er bara þannig -

Það vantar alla gagnrýna hugsun hjá þér og skylning á nánast öllum málum -

Óðinn Þórisson, 29.6.2010 kl. 11:08

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Jú, jú, Hólmfríður, ég sá glefsur úr greininni, en nennti ekki að lesa ruglað raus um "afturhaldsama þjóðernishyggju frá 18. öld" o.s.frv. – sama sönginn og í ýmsum innlimunarsinnum upp á síðkastið. Slíkur málflutningur ber vott um rökþrot þeirra. En ef út í það er farið, var Eggert Ólafsson vitaskuld mun heilbrigðari í viðhorfum en þessir glýju-slegnu Brusselfarar.

Svo er það rétt hjá Óðni, að "nafnlaust bréf er marklaust" ... og raunar merkilegt, að þessi úrsagnarmaður skuli vera feiminn að leggja nafnið sitt við sína eigin úrsögn!

Jón Valur Jensson, 29.6.2010 kl. 11:58

8 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Nafnið hans hefði að mínu áliti, gjarnan mátt fylgja með bréfinu hér á netinu. Það hefur þó væntanlega fylgt með til flokksins.

Hvað varðar svokallaða "innlimunarsinna" sem ég tel að þú kallir þá mörgu sem vilja fylgja umsókninni eftir og leita þannig eftir sem bestum samningi fyrir hönd okkar Íslendinga.

Það væri mjög óábyrgt að leita ekki ALLRA leiða til að koma okkur út úr gríðarlega vanda sem við erum nú í.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 29.6.2010 kl. 12:13

9 Smámynd: Jón Valur Jensson

Áður en lengra er haldið með þennan spuna, Hólmfríður mín, væri ekki ráð að líta á innleggið hans Gunnlaugs Ingvarssonar á vefsíðu samhera þinna í Evrópusamtökunum: Fréttablaðið: Ísland styrkhæft vegna aðildarsamninga? Magnaður lestur hjá honum!

Jón Valur Jensson, 30.6.2010 kl. 00:45

10 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þú talar um spuna og vísar til mín. Ég vísa því algjörlega á bug að ég viðhafi einhvern spuna. Þvert á móti er ég að ræða hér af raunsæi og skynsemi um mál sem okkur er mikil nauðsyn á að sinna vel. Ég ætla að lesa þessa "mögnuðu" grein sem þú bendir mér á og svo set ég mínar skoðanir á henni hér inn. Vona svo sannarlega að hún sé ekki "ruglað raus"

Hólmfríður Bjarnadóttir, 30.6.2010 kl. 03:15

11 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Var reyndar búin að lesa þessa grein og er ánægð með það sem þarna kemur fram. Þetta er eðlilegur liður í aðildarferlinu og þessar fréttir sýna svo ekki verður um villst að málið er komið á dagskrá. Gott mál í alla staði.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 30.6.2010 kl. 03:19

12 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Óðinn - vantar skilning segir þú - er það ekki bara það að ég er ekki sammála þér - og það þá líka svo með gagnrýnu hugsunina - sem sagt ekki á sömu línu. Tek undir að nafnið hefði mátt fylgja í birtingunni. En bréfið er magnað og þar eru margar beyttar staðreyndir, því miður.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 30.6.2010 kl. 03:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

32 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 110485

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband