Vextir Íslenskra fyrirtækja og heimila lækka um 228 milljara á ári við inngöngu í ESB

Valur B skrifar um það á eyjunni að vextir á öllum lánum fyrirtækja og heimila í landinu mundu lækka um 228 milljarða ef við værum nú innan ESB.

Gott að sjá hér góð rök fyrir inngöngu okkar í ESB - kjarabót fyrir fólkið í landinu. Ég bloggaði um þennan þátt um daginn á síðunni inni og fékk þar ábendingu um það hvernig á því stæði að ég tæki minn eigin hag fram yfir hag þjóðarinnar. Engin rök þar frekar en fyrri daginn. Kr. 228.000.000.000 - þetta er nokkuð há tala fyrir hvert ár. Margt hægt að gera fyrir þennan pening.

Varðandi þessa 228 milljarða þá erum við launafólk að greiða þetta með fernum hætti. Vexti af okkar eigin lánum - lægri laun vegna vaxtakostnaðar fyrirtækjanna - í vöruverði - með dýrari þjónustu hins opinbera og lægri greiðslum í gegnum bótakerfin. ALLT Í BOÐI KRÓNUNNAR.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Edda Karlsdóttir

Það er ekki gefins að vera í ESB, allar þjóðir þurfa að greiða eitthvað, spurningin er bara hvort það yrði ekki mun hærri tala en þetta. Ég er ekki fróð um þetta en veit allavega að Danir eru að greiða háar upphæðir á hverju ári í þetta ESB bákn.

Edda Karlsdóttir, 26.6.2010 kl. 19:49

2 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Sumir segja að ESB báknið í Brussel  sé mesta spillingarbæli  í heiminum.

Ég las einu sinni blaðagrein eftir aðstoðarforstjóra ESB, sem er kona. (man ekki nafnið.)

Hún sagði, Ég skil ekki Íslendinga, þeir hafa allt það besta frá ESB, en fáið þið aðild, þá fáið

þið  MÍNUSANA. Ég fann það td. á eigin skinni þegar Spánn gekk í ESB,  þá  rauk allt verðlag

upp úr öllu valdi á Kanarí.

Ég  man líka Íslandssöguna, Íslendinga undir yfirráðum Dana.

Aðalsteinn Agnarsson, 26.6.2010 kl. 20:37

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Ég tel að það sé vel ljóst að þegar upp verður staði munum við hagnast á svo margann hátt við inngönguna. Auðvitað verðum við að greiða til sambandsins, en miðað við okkar efnahag eins og hann stendur núna, munum við örugglega fá meira inn, en út til að byrja með. Vel getur komið sá tími að jafnvægi skapist á einhverjum tímapunti milli innborgana og útborgana. Þá verðum við líka komin í góða efnahagslega stöðu og verðum aflögufær. Mestu máli skiptir að hér geti ekki skapast að nýjum slíkt klíkusamfélag sem við erum að stíga út úr.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 26.6.2010 kl. 20:37

4 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Það kostar allt eitthvað. Ef menn halda rétt á sínum málum verður útkoman í plús. ESB er ekki hannað til að "græða" á aðildarþjóðunum. Þetta er samkomulag um að vinna saman og jafna aðstöðu eftir því sem hægt er. Íslendingar eru ekkert nauðsynlegir til að kosta þetta samstarf en þeim býðst að taka þátt og leggja sitt af mörkum. Útgerðar-og kvótaeigendur eru staðráðnir í að koma í veg fyrir að þjóðin fái jafnan rétt og aðrir evrópubúar og eignist auðlindir sínar sem stolnar hafa verið af henni og veðsettar upp í topp ESB bönkum. Já það má segja að útgerðarmenn séu komnir með auðlindir þjóðarinnar inní ESB og vilja síðan meina almenningi sama aðgang.

Gísli Ingvarsson, 26.6.2010 kl. 20:41

5 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Aðalsteinn

Það eru og verða alltaf til einstaklingar sem finna ESB allt til foráttu. Þessi ágæta kona ætti að fá smjörþefinn af því gjörspillta bæli sem við erum að rísa úr. Það gerir eingin svo öllum líki og ekki Guð í himnaríki. ESB er samt mun álitlegri kostur en að við séum dregin enn meira inni í hið Ameríska stéttskipta samfélagsmunstur sem hér var komið nokkuð vel á veg. Fátækt láglaunafólk og bótaþegar annars vegar og ríkur hluti þjóðar sem sífellt tók meira til sín af auðæfum landsins. Mannréttindi eru virt í ESB og jöfnuður mun meiri en víða annar staðar í veröldinni.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 26.6.2010 kl. 20:45

6 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Gott innleg Gísli Ingvarsson og margir puntar hjá þér sem betur þarf að halda á lofti.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 26.6.2010 kl. 20:47

7 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Vel mælt, Hólmfríður.

Aðalsteinn Agnarsson, 26.6.2010 kl. 20:58

8 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

AF hverju eiga útlendingar að bjarga okkur. Við gætum haft hér himnaríki á jörðu, ef við sjálf

tildæmis nýttum fiskimiðinn á annan hátt en er gert í dag.

Aðalsteinn Agnarsson, 26.6.2010 kl. 21:05

9 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Aðalsteinn

Ég er sammála þér um skynsamlegri nýtingu fiskimiðanna okkar. Það kemur ekki í veg fyrir að ég sé hlynt aðildarviðræðum við ESB. Við munum líka sem aðilar að ESB, halda yfirráðum yfir öllum þeim miðum og fisktegundum sem ekki er þegar búið að semja um við aðrar þjóðir.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 27.6.2010 kl. 02:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

33 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband