26.6.2010 | 00:03
Að stinga á kýlum
Ríkisstjórnin sem nú situr, er í þeim verstu skítverkum sem nokkur ríkisstjórn á Íslandi á undan henni hefur lent í. Slík verkefni eru ekki til vinsælda fallin og það vita liðsmenn hennar vel. Að stinga á kýlum er oft ansi sárt og innihald þeirra býsna ljótt.
Þrátt fyrir að hennar andstæðinga hafi tafið, spillt og aftrað með öllum ráðum, þá hefur tekist með ótrúlegum hætti að ná fram umbótum að okkar laskaða samfélagi. Fyrir það er ég vissulega þakklát og veit að meira er í pípunum af slíku.
Þó ég sé hennar stuðningsmaður, þá er það svo að ég hef ekki verið nægilega sátt við aðgerðir til bjargar heimilunum. Þar ber líklega hæst nú um stundir að ekki hafi verið gripið til aðgerða til að stöðva inngrip lánardrottna gagnvart þeim sem skulduðu í svokölluðum gengistryggðum lánum.
Nú eftir að dómur hefur fallið í Hæstarétti, kemur á daginn að fjármálafyrirtækin vissu allan tíman að þessi lánasamningar voru ólöglegir, en samt var innheimtu fylgt eftir ef fullri hörku með upptöku eigna þeirra sem tekið höfðu þessi lán.
En þó þessi þáttur hafi ekki verið sem skildi, verður að halda áfram, moka fleiri flóra og stinga í fleiri kýli.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:26 | Facebook
Um bloggið
32 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 110485
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hólmfríður, þessi stjorn lofaði lika, SF. frjálsum hanndfæraveiðum, VG. stóraukinni strandveiði.
ÞÚSUNDIR STARFA YRÐU TIL EFNDU ÞAU ÞETTA. ÞAÐ ERU 17.000 MANNESKJUR ATVINNULAUSAR.
Það er glæpur gagnvart Þjóðinni að gera ekki neitt.
Aðalsteinn Agnarsson, 26.6.2010 kl. 08:20
Aðalsteinn
Ég er sammála þér um skynsamlegri nýtingu fiskimiðanna okkar. Það kemur ekki í veg fyrir að ég sé hlynt aðildarviðræðum við ESB. Við munum líka sem aðilar að ESB, halda yfirráðum yfir öllum þeim miðum og fisktegundum sem ekki er þegar búið að semja um við aðrar þjóðir.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 27.6.2010 kl. 02:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.