Íslenski grauturinn.

Eftir því sem fleira kemur upp á yfirborðið, verður það betur ljóst hvað peningaöflin, í skjóli stjórnvalda (Íhalds og Framsóknar), hafa stundað miskunnarlausa arðránsstefnu með öllu mögulegu móti árum saman.

Þegar svo aðgangur að erlendum peningamörkuðum opnaðist, menn fóru að leika sér með peninga á algjörlega nýjum forsendum og í ómældu magni um hríð, þá fyrst tók steininn úr. Þar var enginn eftirbátur hins, eftirlitið máttlaust og auga heiðarleikans lokað. Lög sniðgengin hægri vinstri og ekkert heilagt eða ósnertanlegt.

Almenningur í landinu hlustaði á tungulipra þjónustufulltrúa útlista kosti þess að taka lán fyrir bílum, sumarhúsum, íbúðum, hlutabréfum, stofnbréfum og hverju því öðru sem hugurinn girntist. Almenningur hlustaði, trúði, treysti, reiknaði og skrifaði svo undir samninga sem hinir tungulipru réttu því.

En grauturinn mallaði og hitnaði stöðugt. Reynt að að kæla og ekkert gekk, en almenningur treysti. Eina helgina sauð upp úr og eldur varð laus. Slökkviliðið var ekki með réttu græjurnar og kunni ekki á dælurnar. Þá var Guð beðinn að blessa Ísland.

Síðan hefur grauturinn flætt yfir, brennt suma og kæft aðra. Efir því sem meira vellur versnar lyktin og fólk flýr, já það flýr landið sitt og þeim á eftir að fjölga sem það gera. Fólk tekur sig upp með tvær hendur tómar og er tilbúið að byrja í nýju umhverfi sem það vonar að sé ögn skárra hið gjörspillta Ísland


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

32 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 110485

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband