25.6.2010 | 23:19
Er frestun á innköllun aflaheimilda í sjávarútvegi staðreynd ?
Sjávarútvegsráðherra er úr Skagafirði og telur sig verða að gæta hagsmuna yfirvalds Skagafjarðar Kaupfélags Skagfirðinga. Hann felur sig bak við málalengingar um sættir og annað sem ekki er í myndinni í raun og veru. Þessi yfirlýsing hans um að ekki verði af innköllun aflaheimilda næsta haust, er að mínu áliti klaufaleg tilraun til að þóknast útvegsmönnum í hans kjördæmi og einnig til að sýna það að hann valdi sínu ráðherraembætti, sem hann gerir ekki. Hann er að veifa sínu ráðherravaldi, en getur þó ekki stöðvað vinnu Sjávarútvegsnefndarinnar.
Sú nefnd er að vinna og mun skila sínu eins og lýst hefur verið. Innköllun aflaheimilda er í sáttmála ríkisstjórnarinnar og það er mín trú að við innköllun verði staðið. Það er með ólíkindum ef slík ákvörðun er á hendi eins manns, það er sjávarútvegsráðherra. Það er stærra mál en svo að slíkt geti verið þó okkar gamla stjórnarskrá sé ansi götótt hvað varðar lýðræði annars vegar og vald ráðherra hins vegar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
32 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 110485
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þessir flokkar VG og SF lofuðu frjálsum hanndfæraveiðum og stórauknum strandveiðum.
Það eru 17.000 Íslendingar atvinnulausir. Enginn inni á Alþingi hefur hreift legg né lið til að
útvega þessu fólki vinnu. Þess vegna segi ég, Hólmfríður.
Það er glæpur gagnvart þjóðinni að horfa upp á 17.000 manneskjur atvinnulausar og gera ekki neitt.
Ef ég gæti komið í staðinn fyrir þennan aumingja sem er sjávarútvegsráðherra gæfi ég
smábátaveiðar frjálsar alveg á stundinni.
Aðalsteinn Agnarsson, 26.6.2010 kl. 00:06
Atvinnuleysið er grafalvarlegt mál og það er mikil einföldum að segja að ekkert hafi verið gert til að sporna við því. Það er þó of langt mál að fara út í það allt hér, en töfin á að ICESAVE samningurinn væri frágenginn er þó mesta hindrunin í uppbyggingu atvinnulífsins. Ég er þér fyllilega sammála um að frelsi til vistvænna veiða eins og handfæraveiða þarf að stórauka.
Strandveiðarnar eru gott fyrsta skref, en það þarf að ganga mun lengra. Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp frá Ólínu Þorvarðardóttir og fleiri þingmönnum, um svokallaðar vísindaveiðar hér við land, en þær ganga út að mæla fiskistofnana út frá þéttleika þeirra með aðstoð gervitungla. Tiltekinn fjöldi skipa mundi þá veiða óhindrað án kvótatakmarkana í tiltekinn tíma. Slíkar vísindaveiðar fóru fram í Barentshafi fyrir nokkrum árum og skiluðu mjög athyglisverðum árangri. Veiðiheimildir voru auknar þar í framhaldinu um 70% í þorskinum.
Gengistryggðu lánin hafa örugglega sett mörg fyrirtæki á hausinn og þannig hafa tapast töluvert af störfum. Ástæður þessa mikla atvinnuleysis eru margar, en ef enginn hefði hreyt legg né lið eins og þú villt meina, þá væru miklu fleiri án vinnu á Íslandi
Hólmfríður Bjarnadóttir, 26.6.2010 kl. 01:12
Takk Hólmfríður. Ég er í strandveiðunum á svæði D. Mér finnst Jón Bjarnason og stjórnvöld
hafa mig og aðra að fíflum. Mitt svæði er að gefa 7 / 8 daga fyrir vestan 5 / 6 dagar í mánuði.
Það er grátlegt að horfa á nýja menn reyna að byrja í þessu, og fá svona fáa daga.
Aðalsteinn Agnarsson, 26.6.2010 kl. 19:11
Þú segir rétt Aðalsteinn. Reglurnar um Strandveiðarnar eru afar þröngar og þær verður að rýmka verulega. Ég hef líka mikla trú á að það verði gert. Jón verður ekki til að leggja á ráðin um þessi mál á næsta ári. Hann er á leið út úr þessari stjórn og veit það vel sjálfur. Það er sem betur fer margt í pípunum sem þýðir réttlátara samfélag. Bóndi minn er með bát á svæði B svo ég veit heilmikið um þessar veiðar, auk þess reyni ég að fylgjast vel með.
Hefur þá verið góð veiði á þínu svæði Aðalsteinn. Hér á Húnaflóanum er þorskurinn svo fullur af æti að hann tekur mjög illa öngul.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 26.6.2010 kl. 21:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.