Krónan okkar stóri vandi

Ég upplifi mjög mikla afneitun hjá andstæðingum ESB, gagnvart okkar handónýtu krónu. Þegar tal þeirra berst að Evrópusambandinu er eins og við séum stödd á barmi glötunar. En hvað segja þau um krónuna - verðtrygginguna og vextina.

Stjórnmálamenn eiga að stjórna hvoru tveggja, en hvernig spyr ég á móti. Handaflið er fyrir löngu margreynt og gjörsamlega ótækt. Hvað annað hafa stjórnvöld til að vinna með sem skiptir einhverju máli. Harla lítið meðan krónan er við lýði.

Setjum lítinn bolta eða belg í íslenska jökulá í vorleysingum og vonum að hann komist á haf út. Sú aðgerð felur þó í sér minni áhættu, en að setja krónuna á alþjóðlegan markað. Við erum í heimatilbúnu greiðslufalli sem enginn veit hvað endar.

Á fossbrúninni er stórt tré og við viljum grípa í það, ná taki og halda fast. Þá segja afneitunarpostularnir, nei nei þetta tré að ættað frá útlöndum, ekki snerta það er eitrað og boðar okkur illt. Við skulum vera frjáls og velkjast áfram um á litla boltanum okkar. Hann er góður - hann er íslenskur - hann hentar okkur.

Enn það bull segi ég nú bara.........

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

32 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 110485

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband