23.6.2010 | 18:36
Áskorun til andstæðina við inngöngu í ESB
Ég skora hér með á ESB andstæðinga að segja mér (og öðrum skilningssljóum) hvernig hægt verði að; afnema verðtrygginguna - lækka vexti til langframa - lækka matarverð til langframa og svo margt annað sem breytast munu við inngöngu í ESB.
Ekki bull um heimsku - þjóðernisraus - yfirtöku ESB á auðlindum - herskyldu - matareitranir eða annað álíka gáfulegt. NÚ VIL ÉG AUÐSKILIN EINFÖLD OG VEL RÖKSTUDD SVÖR.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
32 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sennilega er þetta ekki svaravert.
Þórdís Bára Hannesdóttir, 23.6.2010 kl. 21:01
Eða - það sem mér þykir líklegra að SVÖRIN eru ekki til - bara skítkast og áróður
Hólmfríður Bjarnadóttir, 23.6.2010 kl. 21:48
Sammála.
Þórdís Bára Hannesdóttir, 23.6.2010 kl. 21:57
Því ætti einhver að svara þér, nær að þú svaraðir sjálf þínum fullyrðingum "sem breytast munu við inngöngu í ESB", ég hef gjarnan áhuga á að vita hver býður Hvammstangabúum(sem búa á útnára á útnáralandinu á hjara Evrópu) Þýska vexti á íbúðarlánum þegar við erum gengin inn(ils leggst af við inngöngu - samkeppnismál jú nó), hörðum Evrópusinnum dettur það ekki einu sinni í hug.
Verðtryggingin sem slík er ekki vandamálið heldur getuleysi stjórnmálamanna síðustu áratugina til dagsins í dag við að stjórna þessu landi og aumingjaskapar okkar að "spila með", við ættum frekar að berjast fyrir því að lífeyrissparnaðurinn okkar rýrni ekki eins og fyrir 1980 enda verðtryggingin sett til að vernda hann, við ættum að berjast fyrir 2-3% raunvöxtum eins og er viða annarsstaðar að teknu tilliti til verðbólgu, þeir sem kyrja sönginn um að verðbólgan sé búin að ræna frá okkur launum og öðru ættu að kynna sér kaupmáttaraukninguna frá 1989 á vef Hagstofunnar en þar kemur fram að laun hafa hækkað 13% umfram verðbólgu frá 1989 til dagsins í dag.
Við munu örugglega sjá lækkun á matarverði á ákveðnum matvælum við inngöngu, líklega þurfum við að láta fæðuöryggi þjóðarinnar af hendi í staðinn.
Það sem þú taldir upp og fullyrtir að myndi verða betra við inngöngu er skiptimynt í samanburði við það sem mögulega glatast við inngöngu, hér eru áhugaverð ummæli kanslara Þýskalands: "Og Merkel sagði næstu skref augljós. Ríkin í myndsamstarfinu væru með sameiginlega mynt, en ekki með sameiginlega efnahagsstefnu eða pólitíska stefnu. Því yrði að breyta. Og í kjölfarið mætti svo skoða aðrar hugmyndir um nánara samstarf, til dæmis hugmyndir um samevrópskan her. Tækist evru-ríkjunum og Evrópusambandinu að vinna sig út úr kreppunni, stæðu þau sterkari að því loknu." http://www.ruv.is/frett/merkel-segir-brynt-ad-verja-evruna
Þegar Þýski Kanslarinn, sem er valdamesti stjórnmálamaður Evrópu, er búin að fá sitt sambandsríki þá er holt að sjá hvað býður kotbýlisins Íslands, hérna er linkur á viðtal við svo mjög ágæta konu sem getur varpar framtíðarsýn á stöðu okkar eftir ekki svo langan tíma. http://video.google.com/videoplay?docid=-1585916770036577104#
Ef þetta eru helstu kostirnir við að fara í ESB (Verðbætur, Vextir og kjúklingaverð) þá rista þínar pælingar ekki djúpt, ég var í nákvæmlega sömu sporum og þú og taldi að þetta væri málið en eftir því sem ég hef kynnt mér málið betur þá langar mig minna og minna inn í þetta apparat, ef ég væri Dani í Danmörku þá myndi ég segja já enda byggi ég þá næst hjarta Evrópu.
Eggert Sigurbergsson, 23.6.2010 kl. 22:50
Sæll Eggert
Gott að einhver reynir.
Hvammstangi mun njóta byggðastefnu Evrópu sem leggur ríka áherslu á að halda öllum landsvæðum í byggð.
Hvammstanga/dreyfbýli á Íslandi munu bjóðast ymiskonar valkostir í formi styrkja til margskonar atvinnusköunar - allt Ísland hefur legu til að flokkast sem harðbýlt svæði
Hvammstanga/dreyfbýli/landbúnaði mun bjóðast að fá styrki frá Íslenska ríkinu vegna legu landsins = harðbýlt svæði
Vextir munu lækka á Íslandi og ná í framtíðinni að vera sambærilegir við vexti á Evrusvæðinu. Hvammstangi/dreyfbýli á Íslandi verða eftir sótt svæði til búsetu og íbúar þar munu njóta sömu vaxta og aðrir Íslendingar.
Herskylda verður ekki tekin upp áÍslandi nema Íslenska stjórnvöld ákveði slíkt.
Fæðuöryggi okkar mun ekki raskanst að neinu leiti. Landbúnaður og matvælaframleiðsla mun breytast, en ekki leggjast af. Samgöngur munu heldur ekki leggjast af við inngöngu í ESB.
Mínar "pælingar" eru reystar á góðum upplýsingum, skoðun gagna og margra ára umhugsun. Ég hrekk ekki neitt við þó verið sé að gera lítið úr málatilbúnaði okkar Evrópusinna.
Takk samt fyrir að reyna.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 24.6.2010 kl. 00:26
Eggert
Verðtryggingin er sá skattur sem við höfum verið látin greiða vegna þess að við erum með örmyntina krónuna sem sveiflast eins og lak á snúru í hvössum vindi og mun gera svo áfram hvernig sem stjórnvöld hamast við að reyna að hemja hana. Það vill svo til að ég skil þetta vel og veit að þessi skattur er ill nauðsyn. Ein af ástæðum þass að ég vil ganga inn í ESB og taka árans lakið af snúrunni.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 24.6.2010 kl. 11:18
Aldamótafólkið tapaði öllu sínu sparifé sem það átti í bönkum og ætlaði að geyma til elliáranna þökk sé krónuni og verðbólgunni. Fólk sem fæddist um miðja síðustu öld tapaði eigin fé sínu og húsnæði í óðaverðbólgu og verðtryggingu (misgengishópurinn, Sigtúnshópurinn) þökk sé krónunni. Fólkið núna, tapaði og lifir stórkostleg vandræði þökk sé krónuni og reyndar misvitrum stjórnmálamönnum líka. Þurfum við að ræða þetta meira. Evruna takk og ESB því fyrr því betra.
Þórdís Bára Hannesdóttir, 25.6.2010 kl. 22:49
Ég tapaði mínu húsnæði þegar misgengishópurinn fékk skellinn. Keypti það raunar aftur og hef verið að borga mig frá þessu gjaldþroti síðan þá. Ég hef mest allan minn búskap verið í því sem ég vil kalla hamsturshlaupahjóli - þökk sé krónunni.
Ég tel mig finna það núna að mikill landflótti sé í pípunum og þetta sumar verði mun fleiri sem fara en sl sumar. Fólk hefur beðið og vonað, en nú eru margir búnir að missa allt sitt og líka búnir að fá svo mikið nóg.
Sonur okkar er að flytja til Noregs með konu og 3 börn. Þau hafa fundið töluvert fyrir aukinni umræðu um að fólk sé flýja land.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 26.6.2010 kl. 01:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.