Við erum búin að vera í Íslenska "hamstrahlaupahjólinu" alltof lengi

Mig langar aðeins að tala um "hamstrahlauphjólið" sem Íslenska fjármálaelítan hefur búið til fyrir sína þjóð og hefur gengið linnulaust síðan á 9. áratugnum. 

Mér líður eins og ég hafi hlaupið maraþon í aldarfjórðung og nú sé komið nóg. Verðtryggingin hefur rænt og ruplað - sært og svínað á - þjóðinni eins og hún leggur sig allan þennan tíma.

Við reynum að reka heimili - fyrirtæki - félög - sveitarfélög - landshlutasamtök og hvað við köllum allar þær einingar sem höndla með peninga dagsdaglega og reyna eftir fremsta megni að halda sjó.

Margir hafa sokkið - farið á hausinn - misst fjölskylduna -  allt sitt -misst heilsuna  - tekið líf sitt í þessum bardaga - blessuð sé þeirra minning og græði sár fjölskyldnanna sem hafa liði allt allt allt of mikið.

Ég sé fram á að hægt verði að leggja þessa fjárplógsófreskju að velli með því að ganga í ESB og taka upp aðra mynt - Evruna.

Þó ekkert breyttist annað en að verðtryggungin hyrfi, er ekki spurning að segja já við aðild - þjóðin er orðin svo aðframkomin.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

33 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 110484

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband