17.6.2010 | 01:21
Kosnaður við aðildarumsókn að ESB - hverrar krónu virði!!
Það er dýrt að vera í kreppu, það vitum við öll. En þar sem umsóknin um ESB er ein okkar besta leið út úr kreppunni, þá er það hverrar krónu virði að sækja um. Með aðild verða leystar upp ýmsar klíkur sem nú halda þjóðinni í margskonar hershöndum og við mun fá mun lýðræðislegra samfélag þar sem jöfnuður mun aukast og lífskjör batna. Og er það ekki það sem við viljum öll?? Ég skil ekki fólk sem er á móti bættum kjörum
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
33 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 110484
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú ert að grínast geri ég ráð fyrir.
En skoðað sem spéspegill, er þetta bráðfyndið!
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 17.6.2010 kl. 01:38
Þetta hlýtur að vera gríninnlegg dagsins
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 17.6.2010 kl. 01:45
Þetta verður að segjast, spaug vikunar og ef ekki líftíma þessa ( ó ) ríkisstjórnar....
Sverrir Þór Magnússon, 17.6.2010 kl. 02:04
Þetta er allt á uppleið hjá okkur sem betur fer. Vonandi tekst afturhaldsöflunum ekki að eyðileggja meira en orðið er. En þeir tefja því miður fyrir.
Þórdís Bára Hannesdóttir, 17.6.2010 kl. 13:08
Grínarar eru oft greindasta fólkið og finna bestu leiðinar til framtíðar, en strákar mínir, mér hefur aldrei verið meiri alvara en núna.
Sæl Þórdís, gleðilegann þjóðhátíðardag og þú þekkir eins og vanalega kjarnann frá hisminu. Afturhaldið tapar álltaf á endanum, það hefur sagan kennt okkur.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 17.6.2010 kl. 16:34
Mér er algerlega fyrirmunað að skilja, hvernig fólki getur dottið í hug, að allt sé á uppleið.
Eins og ég sé það, erum við á blábarmi annars hruns, þ.e. bankakerfið allt dettur niður í annað sinn.
Sé engar líkur á hagvexti, þ.e. loforðin um hagvöxt séu helber ímyndun.
---------------------------
Samt sem áður - gleðilega þjóðhátíð.
Við skulum gleðjast, meðan við getum, áður en þetta allt hrynur yfir okkur á ný.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 17.6.2010 kl. 16:45
Þá er það bara ofar þínum skilningi og svo verður það að vera. Ég er alveg með sjón á margt sem er á réttri leið. Ekki ætla ág að rökræða frekar við þig Einar um bjargbrúnir og annað sem þú sérð. Við erum enn uppi á bjarginu og verðum þar áfram.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 17.6.2010 kl. 19:08
" Við erum enn uppi á bjarginu og verðum þar áfram." - óbilandi trú þegar rök bregðast.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 18.6.2010 kl. 00:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.