16.6.2010 | 01:48
Georg Bjarnfreðarson
Í fyrstu fannst mér Georg Bjarnfreðarson algjörlega misheppnuð persóna í sjónvarpsseríu. Hann var afspyrnu leiðinlegur, frámunalega sérlundaður og algjörlega óþolandi á köflum. Hann var blátt áfram leiðinlegur. En svo fór ég að skilja hann smám saman og meira að segja finna til með honum. Hann var að hreyfa við einhverjum dauðum strengjum og brjóta upp eitthvað norm sem átti bara ekki að snerta. Svo fór manni bara að finnast allt í lagi að snerta þetta norm, að hreyfa við því og barasta pota vel í það. Á Litla Hrauni kom svo nýr tónn, Georg átti bágt og gríman fór að gisna.
Nú er holdgerfingur Georgs orðinn borgarstjóri í Reykjavík og ætla að gera borgina og borgarstjórnina skemmtilega. Það má líka segja að Georg hafi byrst okkur í síðustu borgarstjórn. Í því leikhúsi fáránleikans þar var sýndur í beinni útsendingu. Minnisleysi - týnd skjöl - hnífar í baki - borgarstjóri með læknisvottorð - flótti úr Ráðhúsinu - o.fl o.fl. o.fl.
Andhverfan kemur og verður rétthverf eða var það öfugt.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
32 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 110485
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Frá grín til alvöru: þannig gæti maður séð feril hans Georgs Bjarnfreðarsonar. Kvikmyndin er meistaraverk og ristir djúpt. Og vonandi er nýi borgarstjórinn einnig alvara sem sprettur upp úr gríni. Ég hef trú á þessu.
Úrsúla Jünemann, 16.6.2010 kl. 09:03
Beyttasta háðið er í gríninu. Meðan peningaflokkarinur (Sjálfstæðis og Framsókn) eru að veslast upp innan frá með alls kyns ósætti og kjánagangi, er vinstra fólkið að ná attum og um leið sambandi við almenning
Hólmfríður Bjarnadóttir, 16.6.2010 kl. 19:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.