Georg Bjarnfreðarson

Í fyrstu fannst mér Georg Bjarnfreðarson algjörlega misheppnuð persóna í sjónvarpsseríu. Hann var afspyrnu leiðinlegur, frámunalega sérlundaður og algjörlega óþolandi á köflum. Hann var blátt áfram leiðinlegur. En svo fór ég að skilja hann smám saman og meira að segja finna til með honum. Hann var að hreyfa við einhverjum dauðum strengjum og brjóta upp eitthvað norm sem átti bara ekki að snerta. Svo fór manni bara að finnast allt í lagi að snerta þetta norm, að hreyfa við því og barasta pota vel í það. Á Litla Hrauni kom svo nýr tónn, Georg átti bágt og gríman fór að gisna.

Nú er holdgerfingur Georgs orðinn borgarstjóri í Reykjavík og ætla að gera borgina og borgarstjórnina skemmtilega. Það má líka segja að Georg hafi byrst okkur í síðustu borgarstjórn. Í því leikhúsi fáránleikans þar var sýndur í beinni útsendingu. Minnisleysi - týnd skjöl - hnífar í baki - borgarstjóri með læknisvottorð - flótti úr Ráðhúsinu - o.fl o.fl. o.fl.

Andhverfan kemur og verður rétthverf eða var það öfugt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Frá grín til alvöru: þannig gæti maður séð feril hans Georgs Bjarnfreðarsonar. Kvikmyndin er meistaraverk og ristir djúpt. Og vonandi er nýi borgarstjórinn einnig alvara sem sprettur upp úr gríni. Ég hef trú á þessu.

Úrsúla Jünemann, 16.6.2010 kl. 09:03

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Beyttasta háðið er í gríninu. Meðan peningaflokkarinur (Sjálfstæðis og Framsókn) eru að veslast upp innan frá með alls kyns ósætti og kjánagangi, er vinstra fólkið að ná attum og um leið sambandi við almenning 

Hólmfríður Bjarnadóttir, 16.6.2010 kl. 19:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

32 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 110485

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband