13.6.2010 | 17:39
Eignaréttur eða afnotaréttur
Það er í raun svo fáránlegt að einhverjum skuli detta það í hug í alvöru að auðlindir okkar allra, séu eign einhvers aðila, eða einstaklings. Að einstaklingar skuli eiga land er líka mjög fáránlegt. Það að hafa afnotarétt af tilteknu landsvæði er bara allt annað.
Meðan peningar voru óþekktir á Íslandi, voru það jarðeignir sem gerðu menn og kirkjuna ríka. Þá eins og nú voru fátækir mergsognir af þeim sem réðu yfir auðæfum þess tíma.
Þá var það ekki fasteignaverð sem réði verðgildi eigna, heldur jarðaverð.
Nú er það líka kvótaverð og fleira, sem ræður eignastuðlinum.
Hvenær förum við að skilgreina muninn á eignarétti og afnotarétti. Við höfum afnotarétt á einhverju meðan við erum hér á jörðinni. Það skiptir okkur engu máli þegar við erum farin, hvort það var eignaréttur eða afnotaréttur af gæðum jarðar sem við nutum áður en lífsandinn fór í líkamanum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
32 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 110485
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.