12.6.2010 | 01:35
Breytingartillaga við frumvarp um Stjórnlagaþing styrkir málið.
Eftir að hafa hlustað á framsögumann meirihluta allsherjarnefndar, Róbert Marshall fylgja áliti meirihluta nefndar úr hlaði á Alþingi á dag (á vef Alþingis) hef ég aðra sýn á þetta mál en þá að hér sé um útþynningu málsins að ræða.
Sú viðbót sem RM var að kynna, finnst mér styrkja málið frekar en hitt og gera aðkomu almennings að málinu virka.
Þingskjal 1301 er eftirfarandi:
"Við ákvæði til bráðabirgða bætist tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
Við samþykkt laga þessara skal Alþingi kjósa sjö manna nefnd sem verði sjálfstæð í störfum sínum. Nefndin fái það hlutverk að undirbúa og standa að þjóðfundi um stjórnarskrármálefni. Þjóðfundinn skal halda tímanlega áður en kosið verður til stjórnlagaþings samkvæmt lögunum.
Miða skal við að þátttakendur á þjóðfundi verði um eitt þúsund talsins og skulu þeir valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá þannig að gætt sé að eðlilegri skiptingu þátttakanda af landinu öllu og að kynjaskipting sé sem jöfnust.
Á þjóðfundinum skal leitast við að kalla eftir meginsjónarmiðum og áherslum almennings varðandi stjórnskipan landsins og stjórnarskrá og breytingar á henni og skal nefndin vinna úr upplýsingum sem safnast á þjóðfundinum og afhenda stjórnlagaþingi þegar það kemur saman.
Nefndin skal jafnframt annast söfnun og úrvinnslu fyrirliggjandi gagna og upplýsinga um stjórnarskrármálefni sem nýst geta stjórnlagaþingi og enn fremur leggja fram hugmyndir til stjórnlagaþings um breytingar á stjórnarskrá þegar það kemur saman."
Ég skora því á fólk að hlusta á framsögu RM og lesa umræður á eftir. Framsagan hófst kl. 17.38 í dag
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
31 dagur til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.