10.6.2010 | 14:02
Jón Bjarnason hefur ákveðið að vera á móti
Eins og þið vitið, er ráðherrann Jón Bjarnason úr Skagafirðinum og því nátengdur því mikla söluveldi landbúnaðarafurða - Kaupfélagi Skagfirðinga. Þar er Giftforstjórinn við stjórnvölinn og hefur góða stjórn á sínu fólki. Ótrúlega mikið af kvóta fer líka um hendur alvaldsins á Sauðárkróki og því brýnt að breyta engu.
Auðvitað getur Jón ekki verið sáttur við að landbúnaður og sjávarútvegur "hverfi" inn í almennt Atvinnuvegaráðuneyti. Hann hefur líka verið að sýna vald sitt sem sjávarútvegsráðherra með því að loka fjörðum fyrir dragnótaveiðum nú í sumar. Hann notar þar sitt gamla Danska einræðisvald og þarf ekki að spyrja kóng eða prest frekar en hann vill.
Fækkun ráðherra hugnast honum ekki og ég set líka spurningarmerki við Stjórnlagaþingið. Hann vill ekki inn í ESB og er örugglega krónuvinur. Hann er samsagt ekki hrifinn af því að breyta, ekki að rugga bátnum eða styggja einvaldinn fyrir norðan.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
31 dagur til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.