Árni Páll og launafrystingin

Árni Páll Árnason hefur að því er virðist varpað sprengju inní umræðuna núna með hugmyndinni um launafrystingu hjá ríkisstarfsmönnum. Hann hefur sett forystu þessa fólks í mikinn vanda. Það eru bara til hefðbundin svör við svona hugmyndum og það er að vera á móti þeim.

En við erum bara ekki í hefðbundnum aðstæðum sem stendur og þá er rétt að skoða allar leiðir, að velta við hverjum steini á götunni og gá hvort hann fer betur þannig. Ef valið stendur á milli þess að hafa hluta þessa fólks á atvinnuleysisbótum og hina á hærri launum eða alla í vinnu á aðeins lægri launum, þá er síðari kosturinn vel skoðunar verður.

Kannski verður hægt að hækka þau allra lægstu um lága prósentu og frysta fyrir ofan ákveðið mark. Skoðum tillögur Árna Páls með opnum huga, ræðum þær með rökum, en sleppum skítkastinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Það þarf að gera bæði, að frysta laun og segja upp gagnslausum ríkisstarfsmönnum. En þingið og ríkisstjórnin þarf að ganga á undan og skera niður í gæluverkefnum og bruðli. Til dæmis hætta við aðildarumsókn að ESB. Það er ekkert verið að gera og ef eitthvað er gert þá fara menn í kringum það. Hvað með hækkun á dagpeningum sem ákveðin var í gær? 23.000 krónur á dag!!! þessi upphæð dugar einstaklingi fyrir mat í heilan mánuð

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 10.6.2010 kl. 14:13

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sjálfsagt þarf að fækka starfsmönnum ríkisins og það verður gert við sameiningu stofnana og hagræðingu á mörgum stöðum. Umsóknarferlinu inn í ESB höldum við ótrauð áfram. Tek undir með þér um að endurskoða beri dagpeningar og aðrar greiðslur frá ríkinu. Það verður blátt áfram að skoða alla rekstrarþætti og fara vel í gegn um alla þætti kerfisins.

Sparnaður/niðurskurður á Heilbrigðisstofnum á Blönduósi hefur komið inn í umræður nú nýlega. Hér á Hvammstanga hefur verið gert mikið átak í að hagræða og spara. Meðal annars með lækkun á starfshlutfalli starfsmanna með breytingu/styttingu vakta sem er viss launafrysting þó að launataxtinn taki breytingum. Einnig hefur verið farið yfir öll innkaup, notkun á vörum (finna ódýrari) og allt skoðað.

Þetta hefur skilað góðum árangri fyrir bókhaldið, en ekki komið niður á þjónustu við heimilismenn sem þar búa. Hitti starfsmann stofnunarinnar í gær sem var að planta út sumarblómum sem heimilismenn höfði sáð til í vor. Afþreying fyrir heimilismenn er mjög fjölbreytt. Starfsmaðurinn taldi að aðhaldsaðgerðir á Heilbrigðisstofnun væru mun styttra á veg komar og þar væri enn talsvert ónýtt svigrúm.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 10.6.2010 kl. 14:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

31 dagur til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband