8.6.2010 | 21:27
Stjórnarskrárfélag í undirbúningi
Ég leyfi mér að birta hér færslu frá Jónu Ingibjörgu Jónsdóttir um undirbúning að stofnun Stjórnarskrárfélags. Málið er afar brýnt að mínu áliti og ég skora á fólk sem áhuga hefur að kynna sér stofnun þessa félags
"Það er löngu ljóst að Alþingi veldur ekki verkefninu. M.a. þess vegna hefur sjálfsprottinn félagsskapur verið að undirbúa stofnun félags sem ber heitið Stjórnarskrárfélagið. Verið er að vinna að lögum félagsins en í drögum má m.a. sjá eftirfarandi í 1. gr:
Markmið félagsins er að þjóðin semji stjórnarskrá sem lögð verði í þjóðaratkvæði. Tilgangur félagsins er að hvetja til umræðu og rökræðu meðal landsmanna um nýja stjórnarskrá. Einnig að safna og miðla hugmyndum og upplýsingum um stjórnarskrármál.
Félagið tekur ekki afstöðu til innihalds stjórnarskrár.
Næsti fundur um undirbúning stjórnarskrárfélags verður miðvikudag. 9. júní kl 20:00 í Hugmyndahúsi Háskólanna, Grandagarði 2"
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:28 | Facebook
Um bloggið
31 dagur til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Væri ekki ástæða til að bjóða fólki að ganga í þetta félag - ég kann varla við að hringja í Jónu Ingibjörgu en það er svo morgunljóst að það er hvorki vilji eða geta hjá stjórnvöldum til að gera þær breytingar sem þjóðin vill sjá!
Kveðja,
Ragnar Eiríksson,
Sauðárkróki
Ragnar Eiríksson, 8.6.2010 kl. 23:22
Ég sé ekkert því til fyrirstöðu að haft sé samband við Jónu Ingibjörgu. Þetta félag mun örugglega fara á netið, ef það er ekki þegar komð þangað. Veit sjálf ekki meira en það sem stendur hér kv fb
Hólmfríður Bjarnadóttir, 9.6.2010 kl. 10:50
Ég man eftir færslu hjá Láru Hönnu, þar sem hún endurbirti blaðagrein Njarðar P. Njarðvík um fyrirkomulag á stjórnlagaþingi þar sem leitað yrði til valinkunnra manna að taka verkið að sér. Þar bauðst kynlífsfræðingurinn til að hafa forgöngu um aðgerðir. Þetta framtak sýnist því sprottið úr þeim ranni
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 9.6.2010 kl. 15:37
Er búin að senda Jónu Ingibjörgu tölvupóst með fyrirspurn um félagið og set fréttir af hennar svari inn á þessa síðu.
Hópur stofnaði www.nyttlydveldi.is og þar var hægt að senda áskorun á stjórnvöldum að efna til Stjórnlagaþings. Rúm 7 þúsund skrifuðu undir og þá kom fram frumvarpið sem ekki fékkst afgreitt á vorþinginu vega málþófs Íhaldsins. Síðan er ekki lengur virk.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 9.6.2010 kl. 15:47
Hef nú fengið póstgangið stjornarskra@gmail.com
Þangað er hægt að senda fyrirspurnir, ekki er enn búið að stofna félagði formlega.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 9.6.2010 kl. 19:52
Þaðer hægt að skrá sig hja geir.gudmundsson@gmail.com
Kveðja. Árni Björn
Árni Björn Guðjónsson, 16.6.2010 kl. 22:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.