Hvað skal fyrna - fyrir hvern og til hvers - síðari hluti greinar Ólínu

Það er alltaf gott að fá upplýsingar um gang mála - síðari hluti greinar Ólínu:

"Auðlind í eigu þjóðarinnar

En lítum þá á meginatriði málsins og byrjum á því sem allir virðast sammála um. Það eru í fyrsta lagi markmiðin. Þau eru að tryggja

1)    ótvírætt eignarhald og fullt forræði þjóðarinnar yfir auðlindum hafsins,

2)    þjóðhagslega hagkvæmni og sjálfbæra nýtingu,

3) jafnræði við úthlutun veiðiheimilda og þar með atvinnufrelsi í samræmi við álit mannréttindanefndar SÞ, og

4)   að eyða óvissu um rekstrarskilyrði sjávarútvegsfyrirtækja með hlutlægum leikreglum og auknu gagnsæi við úthlutun veiðiheimilda.

Flestir virðast sammála um að fiskveiðiauðlindin sé og eigi að vera sameign íslensku þjóðarinnar. Því er brýnt, í ljósi reynslunnar, að festa ákvæði um þjóðareignina í stjórnarskrá.Flestir hljóta að vera sammála um gildi þess að samræmi sé milli þess hvernig farið er með fiskveiðiauðlindina og aðrar þjóðarauðlindir á borð við orku og vatn.

Í skýrslu sem nýlega var unnin fyrir forsætisráðuneytið um auðlindanýtingu er talið brýnt að nýting auðlinda sé tímabundinn afnotaréttur sem ekki myndi eignarrétt. Enn fremur fyrir afnot af auðlindum skuli koma gjald sem renni til ríkisins. Þetta er í fullu samræmi við þá stefnumótun sem sett hefur verið fram um breytingar á kvótakerfinu.

Þroskaðri umræða

Fram hafa komið hugmyndir um að þeir sem nú stunda útgerð muni geta notið forleiguréttar að tilteknum hluta aflaheimilda. Sú umræða tengist hugmyndinni (einni af mörgum) um að innkalla allar aflaheimildir á einu bretti og endur úthluta til langs tíma, e.t.v. 15 ára gegn stigvaxandi leigugjaldi. Þetta er eitt af því sem útfæra mætti í nánara samráði við hagsmunaaðila, en með þessu móti yrði eytt óvissu um afkomuhorfur, rekstrarumhverfi, fjárfestingar og markaði, svo dæmi sé tekið.

Ljóst má vera að fyrirhugaðar breytingar þurfa ekki að vera það þrætuepli sem ætla mætti af harkalegri umræðu liðinna mánaða. Eitt hefur nefnilega áunnist við þær tafir sem orðið hafa á störfum viðræðunefndarinnar - það er að umræðan hefur þroskast og línurnar skýrst.

Vonandi mun það fljótlega renna upp fyrir jafnvel hörðustu hagsmunaaðilunum að hér er til mikils að vinna, ef vel tekst til. Það veltur á vilja og réttsýni þeirra sem að málinu koma, ekki síst hagsmunaaðila sem nú eiga þess kost að vinna með stjórnvöldum."

Hafðu þökk fyrir góða grein Ólína.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

31 dagur til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband