6.6.2010 | 22:36
Hvað skal fyrna - fyrir hvern og til hvers
Hvað skal fyrna - fyrir hvern og til hvers - er fyrirsögn á grein sem Ólína Þorvarðardóttir skrifaði í Fréttablaðið
Þar segi Ólína;
" Margt hefur verið rætt og ritað um áhrif svokallaðrar fyrningarleiðar" á sjávarútveginn sem ýmsir spá falli verði leiðin farin. Nýleg skýrsla Háskólans á Akureyri staðfestir að svo þarf ekki að vera. Það veltur á útfærslunni og menn verða að vanda sig.Í öllu þessu máli hefur borið á því að hugtök eru túlkuð með mismunandi hætti. Þetta torveldar umræðuna. Sumir hafa kosið að skilja tuttugu ára fyrningarleið þannig að núverandi kvótahafar verði rændir" þeirri eign sinni" sem þeir hafa sjálfir slegið á fiskinn í sjónum. Stuðningsmenn breytinganna leggja allt annan skilning í þetta mál.
Samráð við hagsmunaaðilaStefnan segir til um að þær aflaheimildir sem innkallaðar verða muni renna í auðlindasjóð, þaðan sem þær verða leigðar út aftur gegn sanngjörnu gjaldi til þeirra sem stunda útgerð. Hvort við gerum þetta á tuttugu árum - eða innköllum allt í einu og endurúthlutun til langs tíma (12-15 ára) - er bita munur en ekki fjár. Aðal atriðið er að gjald komi fyrir nýtingarréttinn og að forræðið og eignarhaldið yfir auðlindinni sé ótvírætt hjá þjóðinni. Þetta er í anda þess sem stjórnarsáttmálinn kveður á um, og í anda þess sem landsfundur Samfylkingarinnar samþykkti fyrir síðustu kosningar. Markmiðið er að fiskveiðar umhverfis landið séu þjóðhagkvæmar og skapi verðmæti og störf en séu jafnframt í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar um verndun vistkerfa, lífríkis og hafsbotns. Í stjórnarsáttmálanum er því heitið að endurskoðunin verði unnin í samráði við hagsmunaaðila í sjávarútvegi og miðað við að áætlun um innköllun og endurráðstöfun taki gildi í upphafi fiskveiðiársins 1. september 2010.Stjórnvöld hafa gert sitt ítrasta til að standa við þetta fyrirheit. Samráðið hefur staðið yfir í allan vetur við hagsmunaaðila í greininni. Fulltrúar LÍÚ stukku fljótlega frá borði og hafa ekki komið að því síðan. Eftir sátu þó flestallir aðrir hagsmunaaðilar (um 20 manns), samráðsnefndin hélt áfram störfum og mun nú vera á lokaspretti sinnar vinnu. Því er þó ekki að leyna að sú töf sem varð á störfum nefndarinnar gerir það að verkum að frumvarp um heildarendurskoðun fiskveiðistjórnarkerfisins mun ekki koma fram á yfirstandandi vorþingi. Ég leyfi mér þó að vona að áætlun um innköllun og endurúthlutun geti litið dagsins ljós fyrir tilsettan tíma. Ég gef mér það sem stjórnarþingmaður að ríkisstjórnin muni standa við það fyrirheit að sýna á spilin varðandi útfærsluna fyrir upphaf næsta fiskveiðiárs, og ekki degi síðar. Annað væri óásættanlegt með öllu."
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
31 dagur til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það þarf að endurskoða þetta aflamarks kerfi alveg upp á nýtt. Það er ömurlegt að vita til þess að örfáar hendur hafi eignast allan kvótann á landinu. Það er ömurlegt. En eigðu annars gott kvöld Hólmfríður mín og góða nótt.
Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 6.6.2010 kl. 22:42
Það er veriðað gera núna og vonandi koma niðutstöður nefndarinna fyrir haustið. Það er betra að taka aðeins lengri tíma í verkið og gera það vel. Þjóðin er auðvitað óþolinmóð en flaustur borgar sig aldrei.
Til hamingju með afmælið þó seint sé Valgeir minn.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 6.6.2010 kl. 23:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.