3.6.2010 | 00:47
"Eigið húsnæði"
Okkur Íslendingum hefur verið mikið kappsmál að eignast okkar "eigið húsnæði". Margir telja sig setja verulega niður við að selja/missa húsnæði sem það hefur verið skráð fyrir sem eigendur. Við hjónin vorum svo heppin að selja húsið okkar, rétt fyrir hrun. Við leigjum núna litla íbúð og erum mjög sátt með það. Þegar slík breyting verður á högum fólks eru það viðhorf hvers og eins sem mestu skiptir. Ég tel í raun að við höfum aldrei "átt" þetta hús, heldur einungis greitt fyrir afnot af því. En þar sem við vorum skráð sem eigendur, bar okkur að greiða af því fasteignagjöld og halda því við.
Fólk talar gjarnan um að það hafi tapað svo og svo miklu eigin fé í formi húseigna í hruninu. Víst er hægt að líta svo á, en svo er líka hægt að segja. Við greiddu þessa upphæð fyrir afnot af húsinu. Nú eru afnotin orðin svo dýru verði keypt að við ætlum að hætta að nota þetta húsnæði og koma okkur annars staðar fyrir. Til er nægt íbúðarhúsnæði á Íslandi svo það ætti ekki að vera vandamálið. Kópavogsbær er að fara af stað með athyglisverða tilraun (ef yfirstandandi meirihlutaviðræður skila árangri) og þar verður áhugavert að fylgjast með.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
219 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jóhanna Sig. vildi að allir ættu húsnæði. Ég er sammála henni. en........
Ég hef leigt nokkrar íbúðir í Berlín í nærri 10 ár. Þá síðustu og sú sem ég bý í síðan í október 2003.
Það er alveg frábært að eiga ekki eigin íbúð. Það þarf að breyta þessari hugsun á Íslandi. En það verður kanski gert með kaupleigu þeirra eigna þar sem eigendur hafa ekki efni á afborgunum og að sú kynslóð sem vill kaupa að hún hafi góðan möguleika á að leigja á góðum kjörum frá ríkis- eða sveitarhúsaleigufyrirtækjum. Þau verða síðan auðvitað "einkavædd".
Eða þá að það þarf að vera harðari í útreikningum þeirra sem kaupa íbúð.
Þetta er flókið mál og það þarf nauðsynlega að fá "nefnd" til að skoða þetta mál.
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 3.6.2010 kl. 07:15
Það er líka oft hægt að gera einfalt mál flókið - þetta er fyrst og fremst spurning um hugarfar hvers og eins
Hólmfríður Bjarnadóttir, 3.6.2010 kl. 08:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.