3.6.2010 | 00:02
Það er mörg matarholan - mál sem Neytendastofa þarf að skoða.
Var að lesa færslu um þjónustu hjá Bræðrunum Ormsson við notendur á búðakössum sem það ágæta fyrirtæki selur og hefur selt. Það er um að ræða leiðbeiningar til að breyta skattprósentu á virðisaukaskatti, en sá skattur er að taka breytingum um þessar mundir. Leiðbeiningar eru á netinu og allt gott með það. Þær eru á ensku og látum það líka gott heita, ef BO krefðist ekki greiðslu kr. 4.000 fyrir að leiðbeina notanda gegnum síma. Þetta er fráleitt eina fyrirtækið sem er með slíkar leiðbeiningar á erlendu máli og hefur ekki haft fyrir því að þýða á Íslensku. Hvað kostar að fá starfsmenn BO á staðinn, eigi veit ég það, en trúlega á þetta við - dýr mundi Hafliði allur eins og sagt var á Þingvöllum forðum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
219 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.